Fara í efni

132. fundur sveitarstjórnar

11.11.2021 17:00

Fundur í sveitarstjórn

132. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, fimmtudaginn 11. nóvember 2021 og fundur settur kl. 17:00.

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti, Halldór Rúnar Stefánsson, Jósteinn Hermundsson, Þórarinn J. Þórisson, Siggeir Stefánsson, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð.

Siggeir gerði athugasemd við dagskrá.

Tillaga: U-listinn óskar eftir því að bætt verði við einum lið á dagskrá. Það er að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaga Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps. Heiti liðar; Formlegar viðræður um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps.

Til máls tóku: Siggeir, Halldór, Siggeir.

Tillagan tekin til atkvæðagreiðslu: Með; Siggeir, Sólveig og Sigríður Friðný. Á móti; Þorsteinn Ægir, Halldór, Þórarinn og Jósteinn.

Tillaga um breytingu á dagskrárlið:

 18. liður breytist þannig; „Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2021 vegna kaupa á Fjarðarvegi 5“.

Samþykkt samhljóða.

Siggeir gerði athugasemd við að fundargerð velferðar- og fræðslunefndar var ekki lögð fram.

D a g s k r á

1. Fundargerð fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 29. október 2021

2. Fundargerð 30. stjórnarfundar SSNE dags. 13. október.2021

3. Fundargerð 221 fundar heilbrigðisnefndar NE dags. 21. október 2021

4. Fundargerð 47. fundar byggðaráðs, dags. 25. október 2021

5. Fundargerð 48. fundar byggðaráðs, dags. 28. október 2021

6. Fundargerð 20. fundar hafnarnefndar dags. 27. okóber 2021

7. Fundargerð 23. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar dags. 20. október 2021

8. Fundargerð 24. fundar velferðar- og fræðslunefndar dags. 20. október 2021

9. Bréf SRN varðandi fórnarlömb umferðarslysa dags. 29. október 2021

10. Ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál

11. Flugklasinn, staða í október.

12. Frá SSNE. Fjárhagsáætlun HNE fyrir árið 2022

13. Menningarmiðstöð Þingeyinga – verkefnaáætlun 2022

14. Safnahúsið á Húsavík – rekstraráætlun 2022

15. Tilkynning um úrsögn úr yfirkjörstjórn dags. 16. október 2021

16. Tillögur um fulltrúa í samráðsvettvang um Sóknaráætlun NE 2020-2024

17. Tillögur að siðareglum Langanesbyggðar, fyrri umræða

18. Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2021 vegna kaupa á Fjarðarvegi 5

19. Tillögur að gjaldskrám fyrir árið 2022

20. Breyting á fundaáætlun sveitarstjórnar

21. Skýrsla sveitarstjóra

Fundargerð

1. Fundargerð Samband íslenskra sveitarfélaga nr. 902, dags. 29. október 2021
Fundargerðin lögð fram.

2. Fundargerð 30. stjórnarfundar SSNE dags. 13 október 2021
Fundargerðin lögð fram.

3. Fundargerð 221. fundar heilbrigðisnefndar NE, dags. 21. október 2021
Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerð 47. fundar byggðaráðs, dags. 25. október 2021
Fundargerðin lög fram.

5. Fundargerð 48. fundar byggðaráðs, dags. 28. október 2021
Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð 20. fundar hafnarnefndar, dags. 27. október 2021
Fundargerðin lögð fram.

7. Fundargerð 23. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar, dags 20. október 2021
Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð 24 fundar velferðar- og fræðslunefndar, dags. 20. október 2021
Liður 1: Umbótaáætlun Grunnskólans á Þórshöfn

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti umbótaáætlun grunnskólans á Þórshöfn.

 Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin lögð fram.

9. Bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins varðandi fórnarlömb umferðarslysa
Bréf um fórnarlömb umferðarslysa frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 29. október 2021, lagt fram.

10. Ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. nóvember 2021, með ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál lagt fram.

Til máls tóku; Siggeir, oddviti.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn Langanesbyggðar lýsir sig sammála bæjarráði Árborgar og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga í þessu máli. Sveitarstjóra er falið að koma afstöðu sveitarstjórnar á framfæri við þingmenn og ráðherra.

Samþykkt samhljóða.

11. Flugklasinn – staðan í október 2021
Samantekt um störf Flugklasans Air 66N fyrir tímabilið 9. apríl til 26. október 202 lögð fram.

12. Frá SSNE. Fjárhagsáætlun HNE fyrir árið 2022
Áætlunin lögð fram og vísað til fjárhagsáætlunargerðar vegna ársins 2022.

13. Menningarmiðstöð Þingeyinga – verkefnaáætlun 2022
Verkefnaáætlun Menningarmiðstöðvar Þingeyinga fyrir árið 2022 lögð fram.

14. Safnahúsið á Húsavík – rekstraráætlun 2022
Áætlunin lögð fram og vísað til fjárhagsáætlunargerðar vegna ársins 2022.

15. Tilkynning um úrsögn úr yfirkjörstjórn dags. 16. október 2021
Lagður fram tölvupóstur frá Vífli Þorfinnssyni, dags. 16. október 2021, um úrsögn úr yfirkjörstjórn.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn færir Vífli Þorfinnssyni bestu þakkir fyrir störf hans fyrir sveitarfélagið í yfirkjörstjórn.

Kosningu fulltrúa í stað Vífils er frestað til næsta fundar sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

16. Tillögur sveitarfélaga um fjóra fulltrúa í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020-2024
Lagt fram erindi frá SSNE með ósk um tilnefningu allt að fjórum fulltrúum í samráðsvettvang vegna Sóknaráætlunar 2020-2024.

Bókun um afgreiðslu: Frestað til næsta sveitarstjórnarfundar.

Samþykkt samhljóða.

17. Tillögur að siðareglum Langanesbyggðar
Lagðar fram tillögur að siðareglum kjörinna fulltrúa í Langanesbyggð annars vegar og hins vegar vegna starfsmanna. Fyrri umræða.

Til máls tók sveitarstjóri.

Bókun um afgreiðslu: Tillögunum vísað til annarrar umræðu á næsta reglulega fundi sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

18. Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2021 vegna kaupa á Fjarðarvegi 5

Svohljóðandi viðauki 5 við fjárhagsáætlun vegna kaupa á Fjarðarvegi 5 var lagður fram (upphæðir í þús. kr.).

Rekstur:
Fjármagnskostnaður vegna lántöku .................. 500
Fjárfesting:
Kaup á Fjarðarvegi 5 Þórshöfn.................... 28.500
Aukinni fjárþörf er mætt með hækkun lántöku.

Einnig fylgdi með yfirlit um áhrif viðaukans á fjárhagsáætlun ársins.

Til máls tók: Sveitarstjóri.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að kaupa húseignina að Fjarðarvegi 5 á Þórshöfn á kr. 28.500.000, sbr. lið 9 í 48. fundargerð byggðaráðs. Sveitarstjórn samþykkir einnig framlagðan viðauka.

Til máls tók: Sigríður Friðný.

Samþykkt samhljóða.

Til máls tók Sigríður Friðný og lagði fram svohljóðandi bókun frá U listanum: Við fögnum þessum kaupum sem við höfum talað við í þó nokkurn tíma. Í þessu felast ýmis tækifæri fyrir samfélagið.

19. Tillögur að gjaldskrám fyrir árið 2022
Tillögur að breytingum á gjaldskrám fyrir árið 2022.

Greinargerð með tillögum til sveitarstjórnar um gjaldskrárbreytingar 2020 lögð fram ásamt gjaldskrám sveitarfélagsins.

Til máls tók sveitarstjóri.

Eftirtaldar gjaldskrár eru lagðar fram til afgreiðslu:

1. Samþykktir um gatnagerðargjöld, stofngjald fráveitu, byggingaleyfisgjald, gjöld vegna skipulagsvinnu, afgreiðslu, þjónustugjöld og gjaldskrá vatnsveitu.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt samhljóða.

2. Gjaldskrá slökkviliðs Langanesbyggðar.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt samhljóða.

3. Gjaldskrá grunn- og leikskóla Langanesbyggðar.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt samhljóða.

4. Gjaldskrá og reglur fyrir geymslusvæði í Langanesbyggð.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt samhjóða.

5. Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt samhljóða.

6. Gjaldskrá fyrir almenna útleigu á Þórsveri Þórshöfn.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt samhljóða.

7. Gjaldskrá fyrir tjaldsvæði á Þórshöfn 2022.

Til máls tók sveitarstjóri.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt samhljóða.

8. Verðskrá í sundlaug og íþróttahús.

Til máls tóku; Siggeir, sveitarstjóri, Þorsteinn Ægir.

Bókun um afgreiðslu: Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Samþykkt samhljóða.

9. Gjaldskrá fyrir umsýslugjald fyrir geymslu utan geymslusvæða.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt samhljóða.

20. Tillaga að breyting á fundaáætlun sveitarstjórnar
Tillaga að breytingum á fundaáætlun sveitarstjórnar og byggðaráðs vegna fjárhagsáætlunar 2022 og þriggja ára áætlunar 2023.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir svohljóðandi breytingu á fundaáætlun sveitarstjórnar og byggðaráðs:

* Aukafundur verði í sveitarstjórn fimmtudaginn 2. desember nk. um fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun sveitarfélagsins. Byggðaráðsfundur, sem áætlaður er 2. desember nk., verði fimmtudaginn 25. nóvember með deildarstjórum.

* Vinnufundur sveitarstjórnar um fjárhagsáætlunargerð verði þriðjudaginn 23. nóvember nk.

Samþykkt samhljóða.

21. Skýrsla sveitarstjóra

Opið hús var sl. föstudag þar sem nýtt skrifstofuhúsnæði Langanesbyggðar og fleiri aðila var til skoðunar. Alls voru það ríflega 60 manns sem notuðu tækifærið til að skoða nýtt húsnæði. Boðið var upp á sérlegra góðra veitinga sem útbúnar voru af Kvenfélaginu Hvöt hér á Þórshöfn. Langanesbyggð hefur fengið sjö veggmyndir að gjöf frá Þór Jakobssyni veðurfræðingi og miklum áhugamanni um siglingar um Norðurskautssvæðin. Þessum myndum verður komið upp hér í salnum og á skrifstofunni á næstu dögum. Það er sérlega við hæfi þar sem Langanesbyggð hefur á undangengnum árum tengst mögulegum siglingum um heimskautasvæðin með mögulegri stórskipahöfn við Finnafjörð. Auk þess er staðsetning hér í Langanesbyggð vel til þess fallin að varðveita þessar myndir og kynna verkefnið vegna nálægðar okkar við siglingaleiðina.

Eins og fram kemur í afgreiðslu viðauka við fjárhagsáætlun ársins hér fyrr á fundinum hefur Landsbankinn samþykkt kauptilboð sveitarfélagsins að upphæð 28,5 m.kr. í húseignina að Fjarðarvegi 5 ásamt lóð. Viðræður eru þegar hafnar við atvinnuráðgjöf SSNE og Þekkingarsetrið um aðkomu að þróun á starfsemi í húsinu, en gert er ráð fyrir að Þekkingarsetrið flytji starfsemi sína í húsið. Ýmsir möguleikar á starfsemi í húsinu eru í stöðunni. Má þar nefna fjarvinnslustörf fyrir opinberar stofnanir og fyrirtæki bæði innlend og þess vegna erlend líka. Nálægð okkar og tengsl við siglingar um Norðurskautssvæði skapa mögulega tækifæri á samstarfi t.d. við háskóla eða fyrirtæki sem vilja sinna rannsóknarvinnu á því sviði. Fundað verður á morgun, föstudag, með Íslandspósti um mögulega framtíðarleigu þeirra á aðstöðu í húsnæðinu.

Rósa Jóhannesdóttir, nýr hjúkrunarforstjóri Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Nausts, sem tekur til starfa í byrjun næsta árs kom í stutta heimsókn og kynnti sér aðstæður á Nausti og átti m.a. fund með rekstrarstjórn heimilisins sl. þriðjudag.

Aðalfundur veiðideildar Kverkár var haldinn 29. október sl. Samþykkt var að greiða út arð til eigenda, samtals um 1 m.kr. Hlutur Langanesbyggðar er 36,86%. Ítrekuð var tillaga frá síðasta ári um sameiningu deildarinnar við aðalfélagið, þ.e. Veiðifélag Hafralónsár, en sú sameining er til skoðunar að hálfu stjórnar félagsins. Sveitarstjóri var endurkjörinn formaður deildarinnar.

Framkvæmdum við holræsi við Langanesveg og Eyrarveg er lokið að frátöldum stuttum fráveitukafla við eitt hús við Langanesveg. Vegagerðin bíður er eftir veðurglugga til að fara í bráðabirgðaviðgerð á Langanesvegi, en fullnaðar frágangur og malbiksvinna verður ekki fyrr en næsta vor. Talsverður tími hefur farið í lokafrágang og lagfæringar við nýjar skrifstofur, aðallega hjá starfsfólki Þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins. Mörg önnur tilfallandi verkefni falla til á haustin. Má þar nefna lagfæringar á hitakerfum í húsnæði á vegum sveitarfélagsins, minni háttar lekamál o.fl. Unnið er við frágang lýsingar við höfnina á Bakkafirði og þá verða jólastjörnur settar upp næstu dögum, en talsvert af þeim verður endurnýjað í ár. Þá er verið að endurnýja götulampa bæði á Bakkafirði og á Þórshöfn og lýsingu í skrúðgarði hér á Þórshöfn.

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00.

 

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?