Fara í efni

131. fundur sveitarstjórnar

14.10.2021 17:00

Fundur í sveitarstjórn

131. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar haldinn í Þórsveri Þórshöfn, fimmtudaginn 14. október 2021 og fundur settur kl. 17:00.

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti, Árni Bragi Njálsson, Jósteinn Hermundsson, Þórarinn J. Þórisson, Siggeir Stefánsson, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki. Var síðan gengið til dagskrár.

D a g s k r á

1) Fundargerð Samband íslenskra sveitarfélaga nr. 901, dags. 24. september 2021

2) Fundargerð Hafnarsambandsins nr. 437, dags. 16. september 2021

3) Fundagerðir stjórnar SSNE nr. 23, 24, 25, 26, 27, 28 og 29, dags. 24. febrúar, 17. mars, 19. mars, 5. maí, 9. júní, 11. ágúst og 8. september 2021

4) Fundargerð aðalfundar MMÞ frá 8. júní 2021

5) Fundargerð 46. fundar byggðaráðs, 30. september 2021
Liður 11: Stofnun einkahlutafélags um rekstur Líforkuvers

6) Fundargerð 19. fundar hafnarnefndar dags. 3. september 2021

7) Fundargerð 37. fundar skipulags- og umhverfisnefndar dags. 21. september 2021

8) Vinnustofa: Börn í viðkvæmri stöðu í umdæmi LSNE

9) Skólaþing 2021

10) Skipan aðalmanns í velferðar- og fræðslunefnd

11) Breytingar samþykkt nr. 463/2002 um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra

12) Nýjar siðareglur Langanesbyggðar

13) Breytingar á álagningarreglum og verðskrám sveitarfélagsins 2022

14) Yfirlit rekstrar A og B hluta sveitarsjóðs fyrir fyrstu átta mánuði ársins og útgönguspá

15) Formlegar viðræður um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps

16) Frá U-lista: Íbúðarhúsnæði, vöntun á húsnæði

17) Frá U-lista: Íþróttahúshúsið Ver, undirbúningur vegna viðhalds og breytinga

18) Skýrsla sveitarstjóra

Fundargerð

1. Fundargerð Samband íslenskra sveitarfélaga nr. 901, dags. 24. september 2021
Fundargerðin lögð fram.

2. Fundargerð Hafnarsambandsins nr. 437, dags. 16. september 2021
Fundargerðin lögð fram.

3. Fundagerð stjórnar SSNE nr. 23, 24, 25, 26, 27, 28, og 29, dags. 24. febrúar, 17. mars, 19. mars, 5. maí, 9. júní, 11. ágúst og 8. september 2021
Fundargerðirnar lagðar fram.

4. Fundargerð aðalfundar MMÞ frá 8. júní 2021
Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerð 46. fundar byggðaráðs, 30. september
Liður 11: Stofnun einkahlutafélags um rekstur Líforkuvers

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlag, kr. 198.000 til líforkuvers á vegum SSNE. Upphæðin skal tekin af liðnum eigið fé sem lækkar þá samsvarandi. Bókun byggðaráðs að öðru leyti samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð 19. fundar hafnarnefndar dags. 3. september
Fundargerðin lögð fram.

7. Fundargerð 37. fundar skipulags- og umhverfisnefndar dags. 21. september 2021
Fundargerðin lögð fram.

8. Vinnustofa: Börn í viðkvæmri stöðu í umdæmi LSNE
Erindi frá lögreglustjóra á Norðurlandi eystra um vinnustofu vegna barna í viðkvæmri stöðu, dags. 8. október 2021, lagt fram.

Til mál tók: Sveitarstjóri.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að Langanesbyggð taki þátt í þessari vinnustofu og að styðja við bakið á þessu verkefni að öðru leyti eftir aðstæðum hverju sinni.

Samþykkt samhljóða.

9. Skólaþing 2021
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna Skólaþings í tilefni af því að 25 ár eru nú liðin frá yfirtöku sveitarfélaga á grunnskólanum, lagt fram. Þingið verður haldið í Reykjavík 8. nóvember nk.

10. Skipan aðalmanns í velferðar- og fræðslunefnd
Sara Stefánsdóttir hefur óskað eftir lausn frá störfum í velferðar- og fræðslunefnd þar sem hún er að fara í nám utan sveitarfélagsins í vetur.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að Karítas Ósk Agnarsdóttir taki sæti sem aðalmaður í nefndinni frá og með 14. október 2021 að telja. Jafnframt er Söru Stefánsdóttur þökkuð góð störf í þágu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

11. Breytingar á samþykkt nr. 463/2002 um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra
Lögð fram tillaga frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu um breytingu á samþykkt nr. 463/2002 um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra. Þar er gert ráð fyrir að skráningarskyld ökutæki án skráningarmerkja og aðrir hlutir og verðmæti sem fjarlægð eru að loknum fresti, skulu geymd í vörslu sveitarfélags í 30 daga og síðan fargað hafi eigandi ekki vitjað eigna sinna. Þessi frestur er 45 dagar nú.

Til máls tók: Sveitarstjóri.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á samþykkt nr. 463/2002 um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða.

12. Nýjar siðareglur Langanesbyggðar

Til máls tók: Sveitarstjóri.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að gera tillögur um endurskoðaðar siðareglur fyrir kjörna fulltrúa Langanesbyggðar með það að markmiði að í uppfærðum siðareglum verði lögð áhersla á að skilgreina það hátterni og viðmót sem ætlast er til að kjörnir fulltrúar sýni af sér við störf sín fyrir hönd þess. Skal lagt upp með það að uppfærðar siðareglur nái til atriða eins og t.a.m. starfsskyldna, valdmörk, hagsmuni, trúnað, stöðuveitingar og hátterni. Þá er jafnframt lagt til að sveitarstjóra verði falið að gera tillögu að sambærilegum siðareglum fyrir starfsmenn Langanesbyggðar. Tillögur skulu kynntar sveitarstjórn fyrir lok ársins 2021.

Til máls tóku: Siggeir Stefánsson, sveitarstjóri.

Samþykkt samhljóða.

13. Breytingar á álagningarreglum og verðskrám sveitarfélagsins 2022

Bókun um afgreiðslu: Vegna undirbúnings við vinnu við fjárhagsáætlun 2022 er samþykkt að útsvar verði óbreytt, þ.e. 14,52% og að verðskrár sveitarfélagsins skulu taka almennum verðlagsbreytingum milli áranna 2021 og 2022.

Til máls tók: Sveitarstjóri.

Samþykkt samhljóða.

14. Yfirlit rekstrar A og B hluta sveitarsjóðs fyrir fyrstu átta mánuði ársins og útgönguspá
Lagt fram rekstraryfirlit fyrir fyrstu átta mánuði ársins fyrir A og B hluta sveitarsjóðs og útkomuspá fyrir árið 2021 sem grundvölluð er á átta mánaða yfirlitinu.

Til máls tóku: Sveitarstjóri, Siggeir Stefánsson, sveitarstjóri.

15. Formlegar viðræður um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps

Til máls tók oddviti og lagði fram svohljóðandi tillögu: Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkir að hefja formlegar viðræður við fulltrúa Svalbarðshrepps um sameiningu sveitarfélaganna þegar núverandi viðræðunefnd hefur skilað endanlegri tillögu um eignarhald jarða í eigu sveitarfélaganna.
Þegar vinna hefst við hið formlega viðræðuferli um sameiningu sveitarfélaganna er mikilvægt að nefndin komi með tillögur um framtíðarsýn og markmið nýs sameinaðs sveitarfélags í samráði við íbúa sveitarfélaganna.

Til máls tóku: Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti, Þórarinn J. Þórisson, Siggeir Stefánsson, Þorsteinn Ægir Egilsson, Siggeir Stefánsson, Þórarinn J. Þórisson, Siggeir Stefánsson.

Óskað eftir fundarhléi kl. 17:45. Fundarhlé veitt í 10 mín. Fundur hófst aftur kl. 17.57.

Bókun U-listans: U-listinn fagnar því að til standi að hefja formlegar viðræður en lýsir miklum vonbrigðum yfir því að ekki standi til að hefja formlegar viðræður strax. U listinn leggur því fram eftirfarandi breytingartillögu við fyrri tillögu; formlegar viðræður hefjist hér með. U listinn telur að það sé eðlilegur hluti af formlegum viðræðum að ljúka við og ákveða í hvaða farveg jarðamálin skulu fara.

Tillaga U-listans: Með tillögunni; Siggeir Stefánsson, Sólveig Sveinbjörnsdóttir og Sigríður Friðný Halldórsdóttir. Á móti; Þorsteinn Ægir Egilsson, Þórarinn J. Þórisson, Jósteinn Hermundsson og Árni Bragi Njálsson. Tillagan er felld með 4 atkvæðum gegn 3 atkvæðum.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu.

Samþykk tillögunni eru; Þorsteinn Ægir Egilsson, Þórarinn J. Þórisson, Jósteinn Hermundsson og Árni Bragi Njálsson. Hjá sitja; Siggeir Stefánsson, Sigríður Friðný Halldórsdóttir og Sólveig Sveinbjörnsdóttir. Tillagan samþykkt með 4 atkvæðum en 3 sitja hjá.

Siggeir Stefánsson gerir athugasemd við framlagða punkta af íbúafundi sem sendir voru út fyrir fundinn undir þessum lið.

16. Frá U-lista: Íbúðarhúsnæði, vöntun á húsnæði

Til máls tók: Siggeir Stefánsson. Andsvar: Sveitarstjóri. Til máls tóku: Siggeir Stefánsson, sveitarstjóri, Siggeir Stefánsson, sveitarstjóri.

17. Frá U-lista: Íþróttahúsið Ver, undirbúningur vegna viðhalds og breytinga

Til máls tóku: Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Þorsteinn Ægir Egilsson. Andsvar: Sveitarstjóri. Til máls tók: Sigríður Friðný Halldórsdóttir.

Bókun U-listans: U listinn telur afar brýnt að haustið og veturinn verði notuð til að undirbúa viðhald og lagfæringar á Veri á næsta ári.

18. Skýrsla sveitarstjóra

Framkvæmdum við endurnýjun holræsa undir Langanesvegi og Eyrarvegi fer senn að ljúka og má búast við að endapunktur við þessar endurbætur á lagnakerfinu verði í næstu viku. Vegagerðin stefnir að því að loka skurðum með „viðgerðarmalbiki“ í kjölfarið og að göturnar verði malbikaðar næsta vor. Þessar framkvæmdir hafa bæði tekið lengri tíma og hófust síðar en ætlað var. Tafir hafa orðið m.a. þar sem mikið af lögnum þvera veginn og staðsetning þeirra hefur ekki alltaf legið ljós fyrirfram. Jafnvel hafa komið í ljós lagnir sem ekki var vitað um.

Nokkurt tjón varð vegna leka í kjallara skólahússins á Bakkafirði vegna vatnsveðurs í júlí sl. sumar. Gólfefni, hluti milliveggja og muna sem voru í geymslu í kjallara skemmdust. Niðurfall í kjallaratröppum stíflaðist með þeim afleiðingum að vatn lak inn í kjallarann. VÍS hefur nú samþykkt að greiða það tjón sem varð vegna lekans og er nú unnið að lagfæringum á húsnæðinu vegna skemmdanna.

Nú er verið að leggja lokahönd á umsókn á jafnlaunavottun Langanesbyggðar, en hún hefur verið í vinnslu síðasta misserið. Í fyrra var lokið við samþykkt á nýrri jafnlaunastefnu Langanesbyggðar og fyrr á þessu ári var samþykkt persónuverndarstefna fyrir sveitarfélagið. Þá standa yfir þessa dagana launaviðtöl sveitarstjóra með starfsfólki skrifstofu og með deildarstjórum. Þessi verkefni eru meðal þeirra atriða sem við erum að vinna í skv. markmiðum um að gera Langanesbyggð að betri vinnustað. Liður í því verkefni eru reglulegir fundir deildarstjóra með sveitarstjóra og aukið flæði upplýsinga á milli deilda. Langanesbygg betri vinnustaður er langtíma verkefni og hafa mikilvægir áfangar náðst og þó einhver kostnaðar fylgi því, er ávinningur þess margfaldur ef vel tekst til.

Unnið er að endurbótum á götulýsingu í báðum þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins í þessari viku og þeirri næstu. Við þessa endurnýjun verða settir upp LED lampar. Áætlaður fjöldi nýrra lampa er um 15 á hvorum stað. Þá verða sett upp ný ljós við innsiglinguna í Bakkafjarðarhöfn í næstu viku. Mikið er að gera á höfninni hér á Þórshöfn sérstaklega. Mikil og góð veiði er á síldinni og ágætis afli á Geir ÞH og minni bátum, bæði á Þórshöfn og á Bakkafirði. Þá eru bjartar horfur með góða loðnuvertíð í vetur, þannig að útlitið er bjartara en oft áður á þessu sviði.

Skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn skilaði í gær til Menntamálastofnunar skýrslu um framkvæmd umbótaáætlunar vegna ytra mats við skólann frá því í apríl á þessu ári. Í skýrslu skólastjóra kemur fram yfirlit um þau atriði sem unnið hefur verið í að kröfu stofnunarinnar. Umbótaáætlun tekur á ýmsum þáttum í innri starfsemi skólans og samskiptum við foreldra o.fl. Skv. yfirliti í samantekt skólans, hefur verið lokið við að koma langflestum ábendingum í framkvæmd en önnur komin á verkefnaskrá skólans. Skýrslan verður lögð fyrir næsta fund velferðar- og fræðslunefnd og í kjölfarið kynnt sveitarstjórn.

Sveitarstjóri hefur átt fund með fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna afkomu hjúkrunar- og dvalarheimilisins Nausts. Stefnt er að fundum með fulltrúum sveitarfélaga í svipaðri stöðu með það að markmiði að ná samstöðu um kröfu um leiðréttingu á framlögum Sjúkratrygginga Íslands, en framlög frá þeim hafa lækkað hlutfallslega undangengin tvö ár sérstaklega. Nú er launakostnaður um 105% af framlagi SÍ en var um um 72% árið 2016. Hér er um stórt mál að ræða því raunveruleg hætta er á að heimlinu verði lokað ef rekstri þess verður „skilað“ til ríkisins eins og nokkur sveitarfélög hafa gert.

Húsnæði sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 er óðum að taka á sig mynd. Skrifstofan flutti starfsemi sína þangað um mánaðamótin og lögheimili þess var fært á Langanesveginn þann 1. október sl. Til viðbótar við starfsemi skrifstofu Langanesbyggðar eru þarna til húsa starfsmaður sýslumanns, Verkalýðsfélag Þórshafnar, starfsmaður Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins og Kristín Heimisdóttir sálfræðingur. Auk skrifstofureksturs verður fundarsalur sveitarstjórnar og nefnda á Langanesveginum. Þá verður opin vinnuaðstaða fyrir sveitarstjórnarmenn og starfsfólk Langanesbyggðar eftir því sem þörf verður á. Formleg opnun og kynning á skrifstofuhúsnæðinu verður þegar það verður fullklárað, en eins og er vantar fundarborð í sal sveitarstjórnar og þá er ýmiss frágangur eftir, svo sem merkingar, lýsing er ekki öll komin og þá er loftræstikerfi ótengt enn þá. Nýtt aðsetur skrifstofu Langanesbyggðar gjörbreytir vinnuaðstöðu starfsfólks skrifstofu sveitarfélagsins sem gengin var sér til húðar fyrir margt löngu og uppfyllti ekki kröfur um nútíma vinnuaðstæður. Þá stórbatnar fundaraðstaða fyrir sveitarstjórn og nefndir. Þetta er því síðasti fundur sveitarstjórnar hér í Þórsveri og næsti fundur sveitarstjórnar verður í nýrri aðstöðu að Langanesvegi 2. Formleg opnun og kynning, þ.e. opið hús, verður við fyrsta tækifæri þegar nýtt fundarborð sveitarstjórnar verður komið á sinn stað.

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:55.

 

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?