129. fundur sveitarstjórnar
129. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar haldinn í Þórsveri, Þórshöfn, fimmtudaginn 19. ágúst 2021 og fundur settur kl. 17:00.
Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti, Mirjam Blekkenhorst, Árni Bragi Njálsson, Jósteinn Hermundsson, Siggeir Stefánsson, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Jóhann Hafberg Jónasson rekstrarstjóri sem ritaði fundargerð.
Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki. Hann lagði áherslu á að gögn eða dagskrármál sem sveitarstjórnarmenn óska eftir að tekin verði fyrir á fundi, séu send tímalega, áður en reglum vinnutíma lýkur á skrifstofu kl. 16, svo hægt verði að senda þau tilbúin með fundarboði áður en að starfsfólk lýkur vinnudegi.
Var síðan gengið til dagskrár.
D a g s k r á
1) Fundargerð Öldungaráðs Þingeyinga, dags. 10. júní 2021
2) Fundar gerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands, dags. 6. júlí 2011
3) Fundargerð aðalfundar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga, dags. 7. júní 2021
4) Fundargerð 41. fundar byggðaráðs, dags. 15. júlí 2021
5) Fundargerð 42. fundar byggðaráðs, dags. 22. júlí 2021
6) Fundargerð 43. fundar byggðaráðs, dags. 12. ágúst 2021
7) Gangnaseðill 2021, erindi frá Marinó Jóhannssyni, dags. 16. ágúst 2021
8) Heiðargirðing, erindi frá Marinó Jóhannssyni, dags. 16. ágúst 2021
9) Húsnæði fyrir fræðslu- og nýsköpunarsetur á Þórshöfn
10) Útboð á flugi til Þórshafnar og Vopnafjarðar
11) Innkaupareglur fyrir Langanesbyggð – 2. umræða
12) Persónuverndarstefna Langanesbyggðar
13) Tillögur um skógræktarátak í Langanesbyggð
14) Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2021 og heimild til lántöku
15) Vinnuáætlun við gerð fjárhagsáætlunar 2022
16) Frá U-lista: Íbúðarhúsnæði, vöntun á húsnæði
17) Frá U-lista: Frárennslismál, útrásir og hreinsun fráveitu
18) Skýrsla sveitarstjóra
Fundargerð
1. Fundargerð Öldungaráðs Þingeyinga, dags. 10. júní 2021
Fundargerðin lögð fram.
2. Fundar gerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands, dags. 6. júlí 2011
Fundargerðin lögð fram.
3. Fundargerð aðalfundar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga, 7. júní 2021
Fundargerðin lögð fram.
4. Fundargerð 41. fundar byggðaráðs, dags. 15. júlí 2021
Fundargerðin lögð fram.
5. Fundargerð 42. fundar byggðaráðs, dags. 22. júlí 2021
Fundargerðin lögð fram.
6. Fundargerð 43. fundar byggðaráðs, dags. 12. ágúst 2021
Fundargerðin lögð fram.
7. Gangnaseðill 2021, erindi frá Marinó Jóhannssyni, dags. 16. ágúst 2021
Erindi frá Marinó Jóhannssyni, dags. 16. ágúst 2021, um gangnaseðil 2021 lagt fram.
Til máls tók sveitarstjóri.
8. Heiðargirðing, erindi frá Marinó Jóhannssyni, dags. 16. ágúst 2021
Erindi frá Marinó Jóhannssyni, dags. 16. ágúst 2021, um girðingar- og afréttarmál lagt fram.
Bókun um afgreiðslu: Erindinu vísað til Hverfisráðs dreifbýlis til umsagnar.
Samþykkt samhljóða.
9. Húsnæði fyrir fræðslu- og nýsköpunarsetur á Þórshöfn
Þorsteinn Ægir Egilsson lagði fram svohljóðandi tillögu fyrir hönd meirihluta sveitarstjórnar: Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að hefja formlegar viðræður við Landsbankann um möguleg kaup á húsnæðinu við Fjarðarveg 5 eða langtímaleigu. Jafnframt er sveitarstjóra falið að hefja undirbúning að stofnun félags um nýsköpun í sveitarfélaginu í samvinnu við Byggðastofnun, atvinnu- og nýsköpunarnefnd o.fl. aðila. Gert er ráð fyrir að fyrirtækjum og einstaklingum verði boðið til þátttöku í verkefninu.
Tillögur skulu kynntar byggðaráði eða sveitarstjórn þegar niðurstöður liggja fyrir.
Til máls tóku: Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Jónas Egilsson, Þorsteinn Ægir Egilsson og Siggeir Stefánsson.
Samþykkt samhljóða.
10. Útboð á flugi til Þórshafnar og Vopnafjarðar
Til máls tók sveitarstjóri og lagði fram svohljóðandi tillögu að ályktun: Sveitarstjórn Langanesbyggðar mótmælir þeim hugmyndum Vegagerðarinnar að fækka flugferðum til Þórshafnarflugvallar úr fimm í þrjár í viku. Sveitarstjórnin telur að með því sé verið að auka líkur á því að flug leggist af og þá fyrr en síðar, en flugið er einu almenningssamgöngur sem eru við byggðarlagið.
Jafnframt vill sveitarstjórn beina því til samgönguráðherra, þingmanna og annarra að nægilegt fjármagn verði tryggt til að flugþjónusta til Þórshafnar og Vopnafjarðar, og þar að leiðandi verði almenningssamgöngur við byggðarlagið ekki skertar.
Sveitarstjórn telur ekki að full reynsla sé komin á þær breytingar sem gerðar voru á fluginu í febrúar sl. og þær hafi lítið verið kynntar. Jafnframt telur sveitarstjórn áætlanir Vegagerðarinnar séu byggðar á gömlum og jafnvel úreltum forsendum og því er það mat hennar að gera nýja athugun á ferðaþörf og möguleikum íbúa á Norðausturhorni landsins.
Sveitarstjórn fer fram á að útboðinu verði frestað um eitt ár og að flugið haldist óbreytt og unnin verði betri greining á fluginu áður en svona stór ákvörðun er tekin um breytingar á því.
Til máls tóku Mirjam Blekkenhorst.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlagða ályktun og felur sveitarstjóra að koma henni á framfæri við samgönguráðherra, þingmenn kjördæmisins, sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps og Vegagerðina.
Samþykkt samhljóða.
11. Innkaupareglur fyrir Langanesbyggð – 2. umræða
Tillaga að nýjum innkaupareglum sveitarfélagsins lagðar fram að nýju.
Til máls tók sveitarstjóri.
Til máls tók Siggeir Stefánsson og lagði fram svohljóðandi breytingatillögur frá U-lista:
1) Breytingar við 1. málslið 12. gr.
Vöru- og þjónustusamningar 3.000.000 – 15.500.000 kr.
Verksamningar 10.000.000 – 49.000.000 kr.
2) Breytingar við 14. gr.
Við 1. mgr. bætist við eftirfarandi: Öll samskipti skulu skráð.
Aftan við 1. ml. 3. mgr. bætist við eftirfarandi: Gæta skal að samkeppni, jafnræði, meðalhófi og gagnsæi.
Til máls á Þorsteinn Ægir Egilsson og lagði fram svohljóðandi breytingatillögu við tillögu U-lista.
3) Breytingar við 1. málslið 12. gr.
Vöru- og þjónustusamningar 10.000.000 – 15.500.000 kr.
Verksamningar 15.500.000 – 49.000.000 kr.
Tillaga frá Þorsteini Ægi Egilssonar tekin fyrir þar sem sú tillaga gengur lengra en tillaga U-lista.
Tillagan samþykkt með atkvæðum: Þorsteins Ægis Egilssonar, Mirjam Blekkenhorst, Árna Braga Njálssonar og Jósteins Hermundssonar. Á móti: Siggeir Stefánsson, Sigríður Friðný Halldórsdóttir og Sólveig Sveinbjörnsdóttir
Tillaga 2 U-listans tekin borin undir atkvæði.
Með tillögunni greiddu atkvæði: Siggeir Stefánsson, Sigríður Friðný Halldórsdóttir og Sólveig Sveinbjörnsdóttir. Á móti Þorstein Ægir Egilsson, Mirjam Blekkenhorst, Árni Bragi Njálsson og Jósteinn Hermundsson. Tillaga 2 var því felld.
Til máls tók Siggeir Stefánsson.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlagðar innkaupareglur með áorðnum breytingum.
Samþykkt með atkvæðum: Þorsteins Ægis Egilssonar, Mirjam Blekkenhorst, Árna Braga Njálssonar og Jósteins Hermundssonar. Sátu hjá: Siggeir Stefánsson, Sigríður Friðný Halldórsdóttir og Sólveig Sveinbjörnsdóttir.
12. Persónuverndarstefna Langanesbyggðar
Tillaga að persónuverndarstefnu Langanesbyggðar lagðar fram.
Til máls tóku sveitarstjóri
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlagða persónuverndarstefnu.
Samþykkt samhljóða.
13. Tillögur um skógræktarátak í Langanesbyggð
Lögð var fram tillaga fyrir áætlaða skógrækt í Langanesbyggð, með greinargerð og sundurliðun áætlunar og kostnaðar
Til máls tóku sveitarstjóri og Siggeir Stefánsson.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir hjálagða áætlun um uppgræðslu yndisskóga og skjólbelta á og við Þórshöfn. Jafnframt er sveitarstjóra falið að leita kaupa á plöntum fyrir fyrsta áfanga 2022, sem gert væri ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins. Enn fremur er sveitarstjóra falið að ræða við þau skógræktarfélög sem hafa þinglýsta samninga um skógrækt á svæðum í Langanesbyggð um breytingar eða afléttingu á kvöðum þannig að hægt verði að hefjast handa við skógrækt skv. framlagðri áætlun.
Jafnframt er þessari áætlun vísað til skipulags- og umhverfisnefndar til nánari úrvinnslu. Þá er nefndinni falið að gera tillögur að heildaráætlun um skógrækt í Langanesbyggð í samráði landeigendur.
Samþykkt samhljóða.
14. Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2021 og heimild til lántöku
Lagður var svohljóðandi viðauki nr. 4 við fjárhagsáætlun Langanesbyggðar árið 2021:
Rekstur:
Rekstrarframlag, Naust 15.000 þús. kr.
Fjárfesting:
Skrifstofa, stækkun 25.000 þús. kr.
Íþróttamiðstöð 10.000 þús. kr.
Aukinni fjárþörf mætt með hækkun á lántöku 50.000 þús. kr.
Þá var lagt fram sjö mánaða rekstraryfirlit fyrir hjúkrunar- og dvalarheimilið Naust ásamt greinargerð, stöðuyfirlit kostnaðar vegna framkvæmda dags. 10. ágúst og yfirlit viðbótarkostnaðar vegna stækkunar á skrifstofu.
Til máls tók sveitarstjóri.
Þá var lögð fram svohljóðandi bókun vegna heimildar til lántöku: Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 50.000.000, með lokagjalddaga þann 5. október 2034, í samræmi við þá skilmála sem standa til boða á hverjum tíma.
Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum sveitarfélagsins við stjórnsýsluhús og íþróttamiðstöð auk annara framkvæmdaverkefna sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Jónasi Egilssyni, sveitarstjóra, kt. 120258-3469, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Langanesbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Til máls tók Siggeir Stefánsson.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka, að upphæð kr. 50.000.000 og bókun um heimild til sveitarstjóra að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga fyrir sömu upphæð.
Samþykkt með atkvæðum: Þorsteins Ægis Egilssonar, Mirjam Blekkenhorst, Árna Braga Njálssonar og Jósteins Hermundssonar. Á móti: Siggeir Stefánsson, Sigríður Friðný Halldórsdóttir og Sólveig Sveinbjörnsdóttir.
Til máls tók Sigríður Friðný Halldórsdóttir og lagði fram svohljóðandi bókun frá U- lista:
Þar sem við erum ekki sammála öllum þeim verkum sem verið er að taka lán fyrir höfnum við ofangreindri afgreiðslu um lántöku.
15. Vinnuáætlun við gerð fjárhagsáætlunar 2022
Vinnuáætlun við gerð fjárhagsáætlun 2022 lögð fram.
16. Frá U-lista: Íbúðarhúsnæði, vöntun á húsnæði
Til máls tók Sigríður Friðný Halldórsdóttir og lagði fram svohljóðandi tillögu: Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna hvaða möguleikar, leiðir og tækifæri eru í því að fjölga íbúðarhúsnæði á svæðinu. Stefnt er að því að samantekt verði kynnt sveitarstjórn á þar næsta reglulega fundi sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
17. Frá U-lista: Frárennslismál, útrásir og hreinsun fráveitu
Lagt fram að nýju minnisblað frá Birni Sveinssyni verkfræðingi vegna frárennslismála dags. 4. mars sl., bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 9. júlí sl. með tilkynningu um styrkveitingu vegna framkvæmda við frárennslismál.
Til máls tók Siggeir Stefánsson og lagði fram svohljóðandi tillögu: Sveitarfélagið hefur fengið vilyrði fyrir styrk vegna framkvæmda við fráveitumál, útrásir og hreinsun þar sem þeir ætla að niðurgreiða 30% kostnaðar við framkvæmdir ársins 2021. Vegna áframhaldandi styrks til verkefnisins árið 2022 þurfa gögn að berast ráðuneytinu í síðasta lagi í janúar 2022 og því teljum við mikilvægt að klára heildstæða hönnun og áætlun um endurnýjun fráveitulagna, útrásum og hreinsun á Þórshöfn og Bakkafirði. Sveitarstjórn felur sveitastjóra að sjá til þess að heildstæð áætlun liggi fyrir sveitarstjórn í nóvember 2021.
Til máls tók sveitarstjóri.
Samþykkt samhljóða.
18. Skýrsla sveitarstjóra
Gunnar Már Gunnarsson er nýr verkefnisstjóri Betri Bakkafjarðar hóf störf 1. ágúst sl. Hann verður í um 20% starfi fyrir Langanesbyggð og mun sinna aðallega verkefnum sem tengjast byggðinni við Bakkaflóa.
Framkvæmdir eru hafnar við endurnýjun holræsalagna undir Eyrarvegi, en í framhaldinu verður farið í endurnýjun lagna undir Langanesvegi að Austurvegi upphaf framkvæmda tafðist af óhjákvæmilegum ástæðum. Gert er ráð fyrir að þessum framkvæmdum ljúki á 3-4 vikum. Í kjölfarið kemur verktaki á vegum Vegagerðarinnar sem mun leggja nýtt slitlag á hluta Fjarðarvegar og Langanesvegar
Framkvæmdir við nýja skrifstofu eru langt komnar. Byrjað er að leggja gólfefni, hurðir koma í næstu viku. Stefnt er að framkvæmdum ljúki eftir fjórar vikur og hægt verði að flytja í nýja skrifstofu fyrir mánaðarmótin september-október.
Í sumar var lagt bundið slitlag á Kötlunesveg á Bakkafirði sem á stæði undir gáma og geymslusvæði á höfninni á Bakkafirði. Framkvæmdir við útsýnispall á Hafnartanga á Bakkafirði eru á lokastigi.
Aneta og Dawid Potrykus hafa gefið sveitarfélaginu „aparólu“ sem væntanlega verður komið upp í nágrenni íþróttasvæðisins og skóla, en skipulags- og umhverfisnefnd mun koma með tillögur í samráði við skólastjóra grunnskólans.
Gerviefni sem setja á niður á æfingasvæðið hér á Þórshöfn er loksins komið til landsins og ef veður leyfir verður það jafnvel lagt á svæðið í næstu viku, en við úrkomulaust þarf að vera við þá vinnu. Einnig verða kasthringir fyrir kúluvarp og kringlukast settir á plattana sem steyptir voru í vor. Við þetta batnar aðstæður til íþróttaæfinga hér til mikilla muna.
Til máls tók Sigríður Friðný Halldórsdóttir og Siggeir Stefánsson.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:05.