Fara í efni

126. fundur sveitarstjórnar, aukafundur

17.05.2021 17:00

Fundur í sveitarstjórn

126. fundur, aukafundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar haldinn í Þórsveri. Þórshöfn, mánudaginn 17. maí 2021 og fundur settur kl. 17:00.

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti, Árni Bragi Njálsson, Jósteinn Hermundsson, Halldóra R. Stefánsson, Siggeir Stefánsson, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Halldóra Friðbergsdóttir, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð.

Því næst var gengið til dagskrár.

D a g s k r á

1) Fundargerð 897. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. apríl 2021

2) Fundargerð 434. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands, dags. 30. apríl 2021

3) Fundargerð 63. fundar stjórnar Samtaka sjávarútsvegssveitarfélaga, dags. 26. apríl 2021

4) Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands 4. maí 2021

5) Fundargerð Ársþings SSNE, 16. og 17. apríl 2021

6) Fundargerð 39. fundar byggðaráðs, dags. 29. apríl 2021

7) Fundargerð 20. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar, dags. 28. apríl 2021

8) Fundargerð 32. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 27. apríl 2021

9) Fundargerð 21. fundar velferðar- og fræðslunefndar, dags. 5. maí 2021

10) Fundargerð 17. fundar hafnarnefndar, dags. 26. apríl 2021

11) Fundargerð 18. fundar hafnarnefndar, dags. 30. apríl 2021

12) Fundarboð Stapi lífeyrissjóður

13) Þakkir frá HSÞ, dags. 21. apríl 2021

14) Hugmynd um Þórsstofu í Langanesbyggð

15) Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga, 378. Mál

16) Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2021 – formleg afgreiðsla

17) Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2021

18) Frá U-lista: Skógrækt í LNB, staða mála

19) Frá U-lista: Frárennslismál á Þórshöfn og á Bakkafirði

20) Frá U-lista: Sorp og urðunarmál í LNB

21) Frá U-lista: Hönnun og skipulag miðsvæðis á Þórshöfn

22) Ársreikningur 2020 – síðari umræða

23) Skýrsla sveitarstjóra

24) Útboð á sorphirðu í Langanesbyggð (trúnaðarliður)

Fundargerð

1. Fundargerð 897. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. apríl 2021

Fundargerðin lögð fram.

2. Fundargerð 434. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands, dags. 30. apríl 2021

Fundargerðin lögð fram.

3. Fundargerð 63. fundar stjórnar Samtaka sjávarútsvegssveitarfélaga, dags. 26. apríl 2021

Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands 4. maí 2021

Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerð Ársþings SSNE, 16. og 17. apríl 2021

Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð 39. fundar byggðaráðs, dags. 29. apríl 2021

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tók Siggeir;

7. Fundargerð 20. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar, dags. 28. apríl 2021

Fundargerðin lögð fram

8. Fundargerð 32. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 27. apríl 2021

Fundargerðin lögð fram.

9. Fundargerð 21. fundar velferðar- og fræðslunefndar, dags. 5. maí 2021

Fundargerðin lögð fram.

10. Fundargerð 17. fundar hafnarnefndar, dags. 26. apríl 2021

Fundargerðin lögð fram.

11. Fundargerð 18. fundar hafnarnefndar, dags. 30. apríl 2021

Fundargerðin lögð fram.

12. Fundarboð Stapi lífeyrissjóður

Fundarboðið lagt fram.

13. Þakkir frá HSÞ, dags. 21. apríl 2021

Lagt fram bréf framkvæmdastjóra HSÞ sem þakkar góðan stuðning undarin ár og fyrir góðar móttökur á þingi HSÞ sem haldið var á Þórshöfn 20. mars sl.

14. Hugmynd um Þórsstofu í Langanesbyggð

Bréf frá Þór Jakobssyni veðurfræðingi lagt fram ásamt upplýsingum um mögulega uppsetningu á sýningarplötur sem voru á veggjum á svonefndri Þórsstofu á Blönduósi.

Til máls tók; sveitartjóri, Siggeir,

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn tekur jákvætt erindið og felur sveitarstjóra að ræða við bréfritara um mögulegan flutning og uppsetningu safnsins í sveitarfélaginu.

Samþykkt samþykkt samhljóða.

15. Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga, 378. mál

Til máls tók sveitarstjóri og lagði fram svohljóðandi tillögu að

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn tekur undir umsögn minni sveitarfélaga um breytingu á frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Sveitarstjóra falið að koma áliti sveitarstjórnar til alþingis og þingmanna kjördæmisins.

Til máls tók; sveitarstjóri.

Samþykkt samhljóða.

16. Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2021 – formleg afgreiðsla

Til máls tók sveitarstjóri sem lagði fram svohljóðandi bókun um afgreiðslu.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 45.000.000-, með lokagjalddaga þann 5. október 2034, í samræmi við þá skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum við stjórnsýsluhús sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Jónas Egilssyni, sveitarstjóra, kt.120258-3469, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Langanesbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Til máls tók; sveitarstjóri

Atkvæði greidd; Með Þorsteinn Ægir, Halldór, Jósteinn og Árni Bragi. Á móti Siggeir, Sólveig og Halldóra.

17. Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2021

Lagt fram minnisblað um Langanesbyggðar og Ungmennafélags Langnesinga um samstarf um starfsmanns og framkvæmdir á íþróttasvæði.

Til máls tók sveitarstjóri og sem lagði fram viðauka (2) við fjárhagsáætlun 2021., sbr. lið 6b í 124. fundargerð sveitarstjórnar (upphæðir í þús. kr.):

Bókun á afgreiðslu:

Laun íþrótta- og tómstundafulltrúa 2.100

Fjármagnað með handfæru fé -2.100

Framkvæmdir við íþróttasvæði 4.000

Fjármagnað með handfæru fé -4.000

Samtals 0

Um er að ræða annars vegar laun fyrir íþrótta- og tómstundafulltrúa í 50% starf samtals

kr. 2.100.000 í laun og tengd gjöld. Tekið af lausafé (rekstri).

Hins vegar framkvæmdir við íþróttasvæði á Þórshöfn (í samvinnu við UMFL) samtals.

kr. 4.000.000-. Tekið af lausafé (rekstri).

Til máls tók; sveitarstjóri, Siggeir, sveitarstjóri.

Samþykkt samhljóða.

18. Ársreikningur 2020 – síðari umræða

Ársreikningar 2020 lagðir fram að nýju, síðari umræða. Einnig lagt fram: Sundurliðun ársreiknings, bréf til sveitarstjóra frá endurskoðendum og endurskoðendaskýrsla.

Til máls tóku sveitarstjóri, Siggeir

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlagða ársreikninga og þeir undirritaðir að viðstöddum sveitarstjórnarmönnum.

Samþykkt samhljóða.

19. Frá U-lista: Skógræk LNB, staða mála

Sveitarstjóri lagði fram yfirlit um aðgerðir í skógræktarmálum í Langanesbyggð.

Til máls tók; Siggeir.

Bókun; U listinn ítrekar þá ósk að sveitarfélagið vinni stefnumörkun í skógrækt með það í huga að fara í stórtæka skógrækt á svæðinu eins og samþykkt hefur verið í sveitarstjórn LNB.

20. Frá U-lista: Frárennslismál á Þórshöfn og á Bakkafirði

Til máls tók Siggeir. Sveitarstjóri veitti andsvar, Siggeir.

Bókun: U listinn þakkar fyrir framlagðar upplýsingar og leggur áherslu á hve áríðandi mál þetta er í nútímasamfélagi. Ítrekum nauðsyn þess að klárað verði að hanna og ákveða með útrásir (frárennsli) bæði á Þórshöfn og Bakkafirði

21. Frá U-lista: Sorp og urðunarmál í LNB

Til máls tók Siggeir. Sveitarstjóri veitti andsvar.

22. Frá U-lista: Hönnun og skipulag miðsvæðis á Þórshöfn

Til máls tók Siggeir. Sveitarstjóri veitti andsvar, Siggeir, Þorsteinn, Siggeir, Þorsteinn.

Fundarhlé í 5 mín.

Bókun: Óskum eftir því að tillaga um fagaðila í verkið verði borinn upp í sveitarstjórn og því fylgi upplýsingar um þá aðila sem koma til greina. Einnig að unnin verði ítarlegri verklýsing en sú sem liggur fyrir núna.

23. Skýrsla sveitarstjóra

Unnið er að gerð útboðsgagna vegna framkvæmda við holræsi við Langanesveg og Eyrarveg og verður lýst eftir verktökum síðar í þessum mánuði. Markmiðið er að þessum framkvæmdum ljúki í fyrir júlílok, ef allt gengur eftir og hægt verði fyrir Vegagerðina að láta malbika Fjarðarveginn og Langanesveginn hér í ágúst nk. Samhliða er stefnt að því að laga beygjuna inn á Eyrarveg af Fjarðarveginum með því að gefa aukið svigrúm. Eins verður brunahani við Báruna færður, þannig að betra rými skapist við aðkomu á höfnina.

Framkvæmdir eru hafnar við nýja skrifstofu í Jónsabúð þ.e. á Langanesvegi 2. Búið er að fræsa hitalagnir í gólf og það verður það flotað á næstu dögum. Ráðnir hafa verið verktakar að verkinu, smiðir, rafvirkjar og pípulagningarmenn. Sýni úr burðarvirki á þaki sundlaugarinnar verða tekin á næstu dögum. Þá ræðst hvort þörf er á enn frekari aðgerðum á þakinu, en frágangi á rakavörn límtrésbita sem bera þakið uppi hefur verið stórlega ábótavant við byggingu hússins.

Framkvæmdir við varnargarðinn við höfnina á Bakkafirði eru vel á veg komnar, en áætlað er að um fjórðungi verksins sé lokið. Upphaflega var áætlað að verkinu lyki um miðjan maí, en tafir á upphafi þess, gera það að verkum að því lýkur væntanlega ekki fyrr en þegar vel er liðið á júní nk.

Sveitarstjóri og skrifstofustjóri áttu sl. þriðjudag samtal við fulltrúa Íslandspósts o.hf. um möguleika á þjónustu við íbúa í framtíðinni, en Landsbankinn hefur sagt upp samstarfi við Póstinn eftir að ákvörðun var tekin um að flytja afgreiðslu bankans í Kjörbúðina. Ljóst er að þjónusta Íslandspósts hér á Þórshöfn mun taka breytingum og jafnvel verða rafræn að hluta til a.m.k. Markmið fyrirtækisins er að halda sem bestri þjónustu hér á svæðinu í framtíðinni, en samtalið var liður í skoðun Póstsins á þeim möguleikum sem til greina koma.

Hinn árlegi hreinsunardagur verður í Langanesbyggð laugardaginn 29. maí nk. Almenningi verður boðið upp á aðstoð við að fjarlægja rusl við lóðarmörk. Íbúar og fyrirtæki eru hvött til að taka til hendinni við hreinsun og fegra umhverfi okkar sem best. Boðið verður upp á grill bæði á Bakkafirði og á Þórshöfn að hreinsun lokinni, en nánari upplýsingar um hreinsunardaginn verða birtar á næstu dögum.

Sala á Fjarðarvegi 5 er í ferli hjá Landsbankanum. Húsið verður væntanlega sett á sölu nú í sumar, en starfsemi bankans verður flutt í sumar eða haust eins og kunnugt er. Húsið skapar möguleika fyrir okkur sem eru þegar komnir í skoðun hjá sveitarfélaginu í samvinnu við Byggðastofnun.

Bólusetningar ganga frekar rólega á svæðinu en forgangshópar langt komnir. Bólusett verður áfram eftir því sem bóluefnið kemur á svæðið, en um 30 manns fengu bólusetningu hér í Þórsveri í síðustu viku.

Undirbúningur er hafinn fyrir hin hefðbundnu vor- og sumarstörf. Ráðið hefur verið í fjögur störf í Þjónustumiðstöðina, en búist er við einhverjum umsóknum til viðbótar. Skólaslit Grunnskólans á Þórshöfn verða föstudaginn 28. maí nk. um miðjan daginn og verða væntanlega í Þórsveri. Skólinn verður settur í haust mánudaginn 23. ágúst.

Þau svör bárust frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu í síðustu viku, að ákvörðunar sé að vænta bráðlega um hvort og hve mikið ríkið vilji koma til móts við Langanesbyggð og Vopnafjarðarhrepp við ráðningu verkefnisstjóra vegna Finnafjarðar.

Ársþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldið föstudaginn 21. maí nk. í rafrænu formi.

Að höfðu samráði við oddvita verður sveitarstjóri í leyfi dagana frá 25. og til og með 31. maí nk. Skrifstofustjóri verður starfandi sveitarstjóri á þessu tímabili.

Til máls tók; Siggeir, sveitarstjóri.

24. Útboð á sorphirðu í Langanesbyggð (trúnaðarliður)

Fært í trúnaðarbók;

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?