Fara í efni

125. fundur sveitarstjórnar

12.05.2021 17:00

Fundur í sveitarstjórn

125. fundur sveitarstjórnar, Langanesbyggðar haldinn í Þórsveri. Þórshöfn, miðvikudaginn 12. maí 2021 og fundur settur kl. 17:00.

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti, Árni Bragi Njálsson, Jósteinn Hermundsson, Þórarinn J. Þórisson, Siggeir Stefánsson, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Almar Marinósson, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð.

Til máls tóku sveitarstjóri og Siggeir Stefánsson,

Bókun frá U lista; U listinn gerir athugasemd við að fundarboð og dagskrá fyrir fundinn barst ekki á tilsettum tíma. Einnig gerum við athugasemdir við að hluti af fundargögnum bárust of seint.

Þar sem mistök urðu við fundarboðun og álitamál geti verið að fundurinn hafi ekki verið boðaður með löglegum fyrirvara sleit oddviti fundi.

D a g s k r á

1) Fundargerð 897. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. apríl 2021

2) Fundargerð 434. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands, dags. 30. apríl 2021

3) Fundargerð 63. fundar stjórnar Samtaka sjávarútsvegssveitarfélaga, dags. 26. apríl 2021

4) Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands 4. maí 2021

5) Fundargerð Ársþings SSNE, 16. og 17. apríl 2021

6) Fundargerð 39. fundar byggðaráðs, dags. 29. apríl 2021

7) Fundargerð 20. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar, dags. 28. apríl 2021

8) Fundargerð 32. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 27. apríl 2021

9) Fundargerð 21. fundar velferðar- og fræðslunefndar, dags. 5. maí 2021

10) Fundargerð 17. fundar hafnarnefndar, dags. 26. apríl 2021

11) Fundargerð 18. fundar hafnarnefndar, dags. 30. apríl 2021

12) Fundarboð Stapi lífeyrissjóður

13) Þakkir frá HSÞ, dags. 21. apríl 2021

14) Hugmynd um Þórsstofu í Langanesbyggð

15) Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga, 378. mál

16) Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2021 – formleg afgreiðsla

17) Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2021

18) Frá U-lista: Skógrækt í LNB, staða mála

19) Frá U-lista: Frárennslismál á Þórshöfn og á Bakkafirði

20) Frá U-lista: Sorp og urðunarmál í LNB

21) Frá U-lista: Hönnun og skipulag miðsvæðis á Þórshöfn

22) Ársreikningur 2020 – síðari umræða

23) Skýrsla sveitarstjóra

24) Útboð á sorphirðu í Langanesbyggð (trúnaðarliður)

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:15.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?