123. fundur sveitarstjórnar
123. fundur sveitarstjórnar, Langanesbyggðar haldinn að Skólagötu 5 á Bakkafirði, fimmtudaginn 18. mars 2021. Fundur var settur kl. 17:00.
Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti, Mirjam Blekkenhorst varaoddviti, Árni Bragi Njálsson, Jósteinn Hermundsson, Siggeir Stefánsson, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Almar Marinósson, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki.
Því næst var gengið til dagskrár.
Dagskrá
1. Fundargerð 895. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. febrúar 2021.
2. Fundargerð 22. fundar stjórnar SSNE, dags. 10. febrúar 2021
3. Fundargerð 432. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands, dags 19. febrúar 2021
4. Fundargerð 62. fundar sjávarútvegssveitarfélaga, dags 22. febrúar 2021
5. Fundargerð 19. fundar verkefnisstjórnar Betri Bakkafjörður, dags. 24. febrúar 2021
6. Fundargerð 35. fundar byggðaráðs, dags. 4. mars 2021
7. Fundargerð 18. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar, dags. 3. mars 2021.
8. Fundargerð 29. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, dags 23. febrúar 2021
9. Fundargerð 30. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 3. mars 2021
10. Fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. haldinn, 26. mars 2021 á Grand Hótel í Reykjavík.
11. Tilkynning til sveitarfélaga vegna nýrra jafnréttislaga
12. Samantekt um refa og minkaveiði í nágrannasveitarfélögum.
13. Áskorun til sveitarfélaga um endurákvörðun stöðuleyfisgjalda.
14. Endurskoðun á innkaupareglum Langanesbyggðar
15. Ver – endurbætur og viðgerðir
16. Breytingar á skipan velferðar- og fræðslunefndar
17. Tillaga að breytingu á dagsetningu næsta fundar
18. Finnafjörður – samantekt á stöðu mála
19. Skýrsla sveitarstjóra
Fundargerð
1. Fundargerð 895. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. febrúar 2021.
Fundargerðin lögð fram.
2. Fundargerð 22. fundar stjórnar SSNE, dags. 10. febrúar 2021
Fundargerðin lögð fram.
3. Fundargerð 432. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands, dags 19. febrúar 2021
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku Siggeir og sveitarstjóri.
4. Fundargerð 62. fundar sjávarútvegssveitarfélaga, dags 22. febrúar 2021
Fundargerðin lögð fram.
5. Fundargerð 19. fundar verkefnisstjórnar Betri Bakkafjörður, dags. 24. febrúar 2021
Fundargerðin lögð fram.Til máls tóku Siggeir og sveitarstjóri.
6. Fundargerð 35. fundar byggðaráðs, dags. 4. mars 2021
Fundargerðin lögð fram.
7. Fundargerð 18. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar, dags. 3. mars 2021
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tók: Mirjam Blekkenhorst.
8. Fundargerð 29. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, dags 23. febrúar 2021
Fundargerðin lögð fram.
9. Fundargerð 30. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 3. mars 2021
Fundargerðin lögð fram.
10. Fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. haldinn, 26. mars 2021 á Grand Hótel í Reykjavík
Fundarboðið lagt fram. Sveitarstjóri er skv. samþykktum Lánasjóðsins fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.
11. Tilkynning til sveitarfélaga vegna nýrra jafnréttislaga
Tilkynning til sveitarfélaga um ákvæði í nýjum jafnréttislögum.
12. Samantekt um refa og minkaveiði í nágrannasveitarfélögum
Samantekt um reglur nágrannasveitarfélaga Langanesbyggðar um endurgreiðslur vegna refa- og minkaveiði lögð fram.
Til máls tóku sveitarstjóri og Siggeir.
13. Áskorun til sveitarfélaga um endurákvörðun stöðuleyfisgjalda
Lagt fram bréf frá Samtökum iðnaðarins með áskorun til sveitarfélaga um að fella niður stöðuleyfisgjöld.
Til máls tók sveitarstjóri.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að skoða reglur sveitarfélagsins um stöðuleyfisgjöld með hliðsjón af úrskurðum úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála og skila niðurstöðum fyrir næsta fund sveitarstjórnar eða byggðaráðs.
Samþykkt samhljóða
14. Endurskoðun á innkaupareglum Langanesbyggðar
Lagðar fram innkaupareglur Langanesbyggðar frá 2010 og viðmiðunarreglur Sambands sveitarfélaga um innkaup sveitarfélaga.
Til máls tók: sveitarstjóri.
Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera tillögur til sveitarstjórnar um endurskoðaðar innkaupareglur Langanesbyggðar byggðar m.a. á fyrirmynd frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Samþykkt samhljóða
15. Ver – endurbætur og viðgerðir
Lagt fram minnisblað og tillaga um framkvæmdir í Veri. Einnig voru lögð fram eftirtalin gögn frá Faglausn: Heildarviðhaldsáætlun með verklýsingum og skýringum, tímalínu viðhaldsáætlunar og kostnaðaráætlun.
Til máls tóku; sveitarstjóri. Almar, sveitarstjóri.Almar, sveitarstjóri.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að hefja undirbúning framkvæmda á íþróttamiðstöðinni Veri skv. fyrirliggjandi viðhaldsáætlun frá Faglausn dags. í febrúar 2021. Þar sem á árinu fást endurgreiðslur á virðisaukaskatti vegna vinnu sveitarfélaga við mannvirki sem íþróttahús eru, og því getur verið hagkvæmt að flýta framkvæmdum við íþróttahúsið Ver. Sveitarstjórn samþykkir því að fela Faglausn að kanna verkstöðu og áhuga verktaka og annarra aðila til að fara í viðamiklar framkvæmdir við íþróttahúsið Ver á þessu ári er snúa að því að fullklára framkvæmdir við þak, burðarvirki og sundlaugarrými að utan í samræmi við viðhaldsáætlun sem fyrir liggur. Jafnframt verði Faglausn falið að gera útboðsgögn í samræmi við ofangreint. Verði niðurstöður jákvæðar við þessa skoðun skuli taka ákvörðun um hvort ráðist verði í þessar framkvæmdir á árinu.
Að öðru leyti er samþykkt að vinna hefjist skv. röðun verkefna í tímalínu fyrir árið 2021. Einnig er samþykkt að hefja undirbúning að viðgerð og endurbbótum á þaki skv. tillögu merktri B.
Þá er sveitarstjóra falið að upplýsa hreppsnefnd Svalbarðshrepps um fyrirhugaðar framkvæmdir og að fá mat á áhrifum framkvæmdanna á fjárhag sveitarfélagsins, skv. ákv. 66. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Samþykkt samhljóða.
16. Breytingar á skipan velferðar- og fræðslunefndar
Oddviti lagði fram svohljóðandi tillögu að bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að Þórarinn Jakob Þórisson taki við formennsku velferðar- og fræðslunefndar frá og með 18. mars 2021. Sara Stefánsdóttir mun eiga sæti í nefndinni áfram og Aneta Potrykus verði áfram sem varaformaður.
Samþykkt samhljóða.
17. Tillaga að breytingu á dagsetningu næsta fundar
Oddviti lagði fram svohljóðandi tillögu að bókun: Sveitarstjórn samþykkir að 124. fundur sveitarstjórnar verði haldinn miðvikudaginn 21. apríl 2021 (síðasta vetrardag).
Samþykkt samhljóða.
18. Finnafjörður – samantekt á stöðu mála
Lagðir fram minnispunktar frá Sigurvin Ólafssyni lögfr. „Stöðuskoðun vegna Finnafjarðarverkefnisins“ dags. 16. mars 2021.
Til máls tók Siggeir.
Bókun U listans; Þessi samantekt ýtir enn frekar undir þá skoðun okkar að nauðsynlegt sé að ráða verkefnisstjóra til að halda utan um verkefnið og að stofnuð verði sér nefnd til að fjalla um Finnafjarðarverkefnið sem allra fyrst.
19. Skýrsla sveitarstjóra
Verklok við dýpkunarframkvæmdir í Þórshafnarhöfn hafa tafist þar sem í ljós kom við mælingu að stærra svæði náði ekki mælingu, en verklok eru áætluð í næstu viku.
Flotbryggjan á Þórshöfn er komin á sinn stað aftur. Skipt var um allar kveðjur sem og akkeri og bætt var við rafmagnsleiðslum og tengingum vegna aukins fjölda smábáta við höfnina.
Gamli vigtarskúrinn hefur verið færður af bryggju og upp að áhaldahúsi þar sem þegar hafa verið hafnar lagfæringar á honum. Gámurinn verður síðan færður upp á gámasvæðið þar sem hann verður tengdur við vatn og frárennsli sem þegar eru til staðar.
Nýr kapall hefur verið lagður að innsiglingarljósi á norðurgarðinum á Þórshöfn en sá eldri var orðinn 20 ára gamall og mjög slitinn. Farið verður í endurnýjun á raflögnum að innsiglingarljósum á Bakkafirði þegar framkvæmdum þar lýkur.
Tafir hafa verið á upphafi framkvæmda við lagfæringar á hafnargarðinum á Bakkafirði, en upphaflega átti verkið að hefjast um miðjan janúar. Frestun var veitt til að hefja vinnu fram í febrúar og miðað var við verklok um miðjan maímánuð nk. sem fyrr.
Kafarar voru sendir til að stilla keðjur á nýju flotbryggjunni á Bakkafirði og koma landgangi á aftur. Verið er að vinna í að koma rafmagni á flotbryggjuna sem og að koma olíudælunni fyrir við enda hennar.
Verið er að endurnýja og skipta út rafmagnstengingum á Bakkafjarðarhöfn. Tiltekt hefur verið á hafnarsvæði Bakkafjarðar.
Hreinsun var gerð uppá gámasvæði í kringum gáma Langanesbyggðar á Þórshöfn sem og inni í þeim. Einnig var gamli slökkviliðsbíllinn færður yfir á ruslasvæði þar sem hann bíður þess að vera fjarlægður af gámaþjónustunni.
Skipt var um götuljós í Langholti og Pálmholti og eru þá 10 ljós eftir sem bíða þess að vera sett upp í Vesturvegi og Bakkavegi. Bilun er á streng upp í Langholt, Pálmholt, Vesturveg og Bakkaveg svo ljósin eru ekki inni þar. Beðið er eftir að fá rafvirkja til að laga skemmdirnar.
Fyrr í morgun, það er þann18. mars, tilkynnti oddviti Svalbarðshrepps að þrír fulltrúar hefðu verið skipaðir í nefnd vegna óformlegra viðræðna sveitarfélaganna um sameiningu. Þeir eru: Sigurður Þór Guðmundsson oddviti, Ragnar Skúlason og Einar Guðmundur Þorláksson. Jafnframt er óskað eftir fundi viðræðunefndanna fljótlega eftir páska eða að loknum íbúafundi í Langanesbyggð. Tvær óskir eru settar fram í erindinu um viðræðuefni. Annars vegar eru það óskir um forsendur til að hægt sé að setja umræðurnar á formlegt stig og hins vegar um tímalínu viðræðna.
Þrír fulltrúar úr samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, þeir Sigtryggur Magnason aðstoðarmaður ráðherra, Hermann Sæmundsson skrifstofustjóri og Guði Geir Einarsson komu í stutta heimsókn í dag á leið sinni að austan til Akureyrar. Viðfangsefni þeirra var að kynna sér stöðu í viðræðum um sameiningu sveitarfélaga og í Finnafjarðarverkefninu.
Viðræður við nýjan rekstraraðila á gistiheimili, verslun og kaffihúsi og tjaldsvæði á Bakkafirði eru langt komnar og verður samningstillaga kynnt á næsta fundi byggðráðs.
Jafnlaunavottun sveitarfélagsins er í vinnslu og verður vinnu við hana lokið nú í vor.
Til máls tóku Siggeir og sveitarstjóri.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:20.