120. fundur sveitarstjórnar
120. fundur sveitarstjórnar, Langanesbyggðar haldinn í Félagsheimilinu Þórsveri, Langanesvegi 16 Þórshöfn, fimmtudaginn 17. desember 2020. Fundur var settur kl. 17:00.
Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti, Mirjam Blekkenhorst varaoddviti, Halldór Rúnar Stefánsson, Jósteinn Hermundsson, Siggeir Stefánsson, Almar Marinósson, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Jóhann Hafberg Jónasson sem ritaði fundargerð.
Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð.
Til máls tók Siggeir Stefánsson og óskaði eftir að þeim liðum sem gögn bárust ekki fyrir í tæka tíð, yrði frestað fram á næsta fund sveitarstjórnar. Jónas Egilsson og Þorsteinn Ægir Egilsson veittu andsvar.
Oddviti greindi frá því að sveitarfélaginu hefði borist ósk í gærkvöldi frá Svalbarðshreppi um viðræður um sameiningu sveitarfélaganna. Hann óskaði eftir því að fá að taka nýjan lið á dagskrá til að kynna erindið. Sá liður kæmi á dagskrá sem nýr liður 25 og númer annarra liða breyttist samkvæmt því.
Samþykkt. Fjórir með og þrír sitja hjá.
Því næst var gengið til dagskrár.
Dagskrá
1. Fundargerð 890. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 30. október 2020
2. Fundargerð 891. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 20. nóvember 2020
3. Fundargerð 17. fundar stjórnar SSNE dags. 11. nóvember 2020
4. Fundargerð 18. fundur stjórnar SSNE, dags. 25. nóvember 2020
5. Fundargerð 31. fundar byggðaráðs, dags. 16. nóvember 2020
6. Fundargerð 32. fundar byggðaráðs, dags. 3. desember 2020
7. Fundargerð 26. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 28. október 2020
8. Fundargerð 27. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 8. desember 2020
a. Liður 2, Hafnartangi á Bakkafirði - deiliskipulag
9. Fundargerð 16. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar, dags. 15. des. 2020
10. Fundargerð 18. fundar velferðar- og fræðslunefndar, dags. 16. desember 2020
a. Liður 1, Menningarstefna Langanesbyggðar
11. Fundargerð15. fundar hafnarnefndar 27. nóvember 2020
12. Fundargerð 5. fundar hverfisráðs dreifbýlis, 10. desember 2020
13. Fundargerð samrekstrarnefndar Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps, dags. 8. desember 2020
14. Handbók fyrir sveitarfélög um viðbragðsáætlanir til að draga út loftmengun, frá Umhverfisstofnun
15. Mann- og hústal, erindi frá Hagstofu Íslands, dags. 27. nóvember 2020
16. Erindi frá forseta ASÍ o.fl., dags. 18. nóvember 2020 um styttingu vinnuviku
17. Breyting á flugáætlun til og frá Þórshöfn
18. Tillaga um breytingu á samþykktum um stjórn Langanesbyggðar – fyrri umræða
19. Samstarfssamningur við Faglausn – vísað til sveitarstjórnar af byggðaráði
20. Tilboð í kaup á Fjarðarvegi 3 – vísað til sveitarstjórnar af byggðaráði
21. Ný staðsetning skrifstofu Langanesbyggðar
22. Kosning varafulltrúa í atvinnu- og nýsköpunarnefnd og hverfaráðs dreifbýlis
23. Fundaáætlun sveitarstjórnar og nefnda 2021
24. Fyrirspurnir U-lista og svör
25. Erindi Svalbarðshrepps, dags. 16. desember 2020, ósk um viðræður um sameiningu sveitarfélaganna.
26. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020
27. Drög að fjárhagsáætlun 2021 – síðari umræða
28. Skýrsla sveitarstjóra
Fundargerð
1. Fundargerð 890. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 30. október 2020
Fundargerðin lögð fram.
2. Fundargerð 891. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 20. nóvember 2020
Fundargerðin lögð fram.
3. Fundargerð 17. fundar stjórnar SSNE dags. 11. nóvember 2020
Fundargerðin lögð fram.
4. Fundargerð 18. fundur stjórnar SSNE, dags. 25. nóvember 2020
Fundargerðin lögð fram.
5. Fundargerð 31. fundar byggðaráðs, dags. 16. nóvember 2020
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tók Almar Marinósson, Jónas Egilsson veitti andsvar.
6. Fundargerð 32. fundar byggðaráðs, dags. 3. desember 2020
Fundargerðin lögð fram
7. Fundargerð 26. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 28. október 2020
Fundargerðin lögð fram.
8. Fundargerð 27. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 8. desember 2020
Fundargerðin lögð fram.
Liður 2, Hafnartangi á Bakkafirði – deiliskipulag
Hafnartangi á Bakkafirði – áningarstaður við ysta haf, deiliskipulag, var auglýst frá 6. október með athugasemdarfresti til 24. nóvember 2020 í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir og athugasemdir bárust frá sex aðilum. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti á fundi sínum þann 8. desember 2020 að gera minniháttar breytingar á tillögunni til að koma til móts við athugasemdir og vísaði tillögunni þannig breyttri til endanlegrar afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lagður er fram uppfærður skipulagsuppdráttur með greinargerð dags. 1. október 2020 (m.br. 17. desember 2020).
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagsgögnin og felur sveitarstjóra að senda til Skipulagsstofnunar ásamt samantekt um málsmeðferð sbr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tók Siggeir Stefánsson.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tók Jónas Egilsson.
9. Fundargerð 16. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar, dags. 15. des. 2020
Fundargerðin lögð fram.
10. Fundargerð 18. fundar velferðar- og fræðslunefndar, dags. 16. desember 2020
Fundargerðin lögð fram.
Liður 1, Menningarstefna Langanesbyggðar
Til máls tók Almar Marinósson, Jónas Egilsson veitti andsvar.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu um menningarstefnu sveitarfélagsins. Enn fremur er samþykkt að leggja fram við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 1 m.kr. framlag í menningarsjóð Langanesbyggðar á árinu 2021. Þá er samþykkt að fela sveitarstjóra að gera tillögur til velferðar- og fræðslunefndar um úthlutunarreglur sjóðsins.
Samþykkt samhljóða.
11. Fundargerð15. fundar hafnarnefndar 27. nóvember 2020
Fundargerðin lögð fram.
12. Fundargerð 5. fundar hverfisráðs dreifbýlis, 10. desember 2020
Fundargerðin lögð fram.
13. Fundargerð samrekstrarnefndar Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps, dags. 8. desember 2020
Fundargerðin lögð fram.
14. Handbók fyrir sveitarfélög um viðbragðsáætlanir til að draga út loftmengun, frá Umhverfisstofnun
Handbókin lögð fram.
15. Mann- og hústal, erindi frá Hagstofu Íslands, dags. 27. nóvember 2020
Erindið lagt fram.
Til máls tók sveitarstjóri.
16. Erindi frá forseta ASÍ o.fl., dags. 18. nóvember 2020 um styttingu vinnuviku
Erindið lagt fram.
17. Breyting á flugáætlun til og frá Þórshöfn
Minnisblað sveitarstjóra með upplýsingum um breytingar á flugáætlun Nordlandair lagt fram.
Til máls tóku Mirjam Blekkenhorst og Almar Marinósson.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn tekur vel í framlagðar breytingar á áætlun flugfélagsins til reynslu að minnsta kosti.
Samþykkt samhljóða.
18. Tillaga um breytingu á samþykktum um stjórn Langanesbyggðar – fyrri umræða
Tillaga að breytingu á samþykktum um stjórn Langanesbyggðar lögð fram til fyrri umræðu. Til máls tóku Jónas Egilsson sveitarstjóri og Almar Marinósson.
Bókun um afgreiðslu: Málinu vísað til seinni umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
19. Samstarfssamningur við Faglausn – vísað til sveitarstjórnar af byggðaráði
Drög að samstarfssamningi sveitarfélagsins við Faglausn ehf. lögð fram.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykktir að fella niður orðið „skipulagssviði“ í gr. 1.1. og að samningurinn verði til 12 mánaða, sbr. gr. 5.5. Með þessum breytingum heimilar sveitarstjórn sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Til máls tóku: Almar Marinósson, Þorsteinn Ægir Egilsson veitti andsvar. Til máls tók Siggeir Stefánsson og óskaði eftir fundarhléi.
Fundarhlé: kl. 18:00. Fundur settur aftur kl. 18:07.
Til máls tók Almar Marinósson og lagði fram svohljóðandi bókun f.h. U-listans: U-listinn sér ekki að það sé hagur sveitarfélagsins að gera bindandi samning við eina verkfræðistofu til lengri tíma.
Til máls tóku Þorsteinn Ægir Egilsson, Þórarinn J. Þórisson, Mirjam Brekkenhorst, Almar Marinósson, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Siggeir Stefánsson
Samþykkt með atkvæðum Þorsteins Ægis Egilssonar, Mirjam Blekkenhorst, Þórarins J Þórissonar og Jósteins Hermundssonar. Á móti voru: Siggeir Stefánsson, Sólveig Sveinbjörnsdóttir og Almar Marinósson.
20. Tilboð í kaup á Fjarðarvegi 3 – vísað til sveitarstjórnar af byggðaráði
Lagt fram tilboð, dags. 16. nóvember 2020 um kaup Indrek Detkovski á skrifstofuhúsnæði sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3. Kaupverð er kr. 6.000.000. Kauptilboðið er undirritað af sveitarstjóra með fyrirvara um samþykkt sveitarstjórnar.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlagt tilboð og felur sveitarstjóra að ganga frá kaupsamningi skv. því.
Samþykkt með atkvæðum Þorsteins Ægis Egilssonar, Mirjam Blekkenhorst, Jósteins Hermundssonar og Þórarins J Þórissonar. Á móti greiddu: Siggeir Stefánsson, Sólveig Sveinbjörnsdóttir og Almar Marinósson.
Til máls tók Sólveig Sveinbjörnsdóttir og lagði fram svohljóðandi bókun f.h. U-listans: U-listinn telur ótímabært og ekki forgangsverkefni að selja núverandi skrifstofuhúsnæði til þess að flytja í nýtt og kostnaðarsamt húsnæði, meðal annars þar sem önnur verkefni eru brýnni og að óvissa er um hver heildarkostnaður við færslu á skrifstofu verður.
Oddviti setur fundarhlé kl. 18:20. Fundur settur aftur kl. 18:25
Til máls tók Þorsteinn Ægir Egilsson og lagði fram svohljóðandi bókun: Meirihluti sveitarstjórnar lýsir undrun sinni á viðsnúningi U-listans þar sem fulltrúi þeirra í byggðaráði samþykkti að setja núverandi skrifstofuhúsnæði sveitafélagsins á sölu.
U-listinn óskaði eftir fundahléi.
Fundarhlé sett kl. 18:27. Fundur settur aftur kl. 18:40.
Til máls tóku Siggeir Stefánsson og Jónas Egilsson.
Til máls tók Siggeir Stefánsson og lagði fram svohljóðandi bókun: U-listinn vísar bókun L-listans til föðurhúsanna.
21. Ný staðsetning skrifstofu Langanesbyggðar
Til máls tók oddviti og lagði fram svohljóðandi tillögu:
Sveitarstjórn samþykkir að láta hefja hönnun við skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 á Þórshöfn. Í þessu felst að hanna skrifstofurými miðað við þarfir sveitarfélagsins á næstu árum, þ.e. vinnurými, fjölda starfsstöðva, funda- og starfsmannaaðstöðu og því geymslurými sem þarf.
Miðað skal við að flutningur í nýja skrifstofu verði eigi síðar en í október 2021.
Nánari tillögur skulu kynntar sveitarstjórn eða byggðaráði eigi síðar en í febrúar 2021.
Til máls tók Siggeir Stefánsson og lagði fram svohljóðandi bókun f.h. U-listans: U listinn telur ótímabært og ekki forgangsverkefni að fara í fjárfrekar framkvæmdir við nýjar skrifstofur, meðal annars þar sem önnur verkefni eru brýnni (eins og stækkun á grunnskóla, viðhald og endurnýjun á íþróttahúsi, fráveitumál og fleira) Það virðist vera óvissa um hver heildarkostnaður við færslu á skrifstofu verður. Þar sem gögn vegna þessa liðar bárust ekki á réttum tíma óskum við eftir að málinu verði vísað frá og tekið fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar.
Til máls tóku Þórarinn J. Þórirsson, Almar Marinósson, Siggeir Stefánsson og Þorsteinn Ægir Egilsson.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu.
Samþykkt með atkvæðum Þorsteins Ægis Egilssonar, Mirjam Blekkenhorst, Þórarins J. Þórissonar og Jósteins Hermundssonar. Á móti greiddu: Siggeir Stefánsson, Sólveig Sveinbjörnsdóttir og Almar Marinósson.
22. Kosning varafulltrúa í atvinnu- og nýsköpunarnefnd og hverfaráðs dreifbýlis
Oddviti gerði að tillögu sinni að Jóhann Ingi Árnason kæmi sem varamaður í hverfisráð dreifbýlis og Maríus Halldórsson komi inn sem varamaður í atvinnu- og nýsköpunarnefnd, báðir í stað Reimars Sigurjónssonar.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn staðfestir framlagða tillögu og þakkar Reimari Sigurjónssyni fyrir sín störf í þágu sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða
23. Fundaáætlun sveitarstjórnar og nefnda 2021
Fundaáætlun sveitarstjórnar og nefnda fyrir árið 2021 lögð fram. Lagt til að fyrsti fundur byggðaráðs á árinu verði 14. janúar og fundur 5. ágúst verði 12. ágúst.
Samþykkt samhljóða.
24. Fyrirspurnir U-lista og svör
Lagður var fram fyrirspurnarlisti frá U-lista, dags. 10. desember sl., í 14 tölusettum liðum ásamt svörum og skýringum.
Til máls tóku: Jónas Egilsson sveitarstjóri, Almar Marinósson, Þórarinn J. Þórisson, Mirjam Blekkenhorst og Þorsteinn Ægir Egilsson.
25. Erindi Svalbarðshrepps, dags. 16. desember 2020, ósk um viðræður um sameiningu sveitarfélaganna
Tölvupóstur frá Sigurði Þór Guðmundssyni, oddvita Svalbarðshrepps, dags. 16. desember 2020, lagður fram. Þar kemur fram bókun sveitarstjórnar Svalbarðshrepps með ósk um formlega aðkomu Langanesbyggðar að vinnu við sameiningu sveitarfélaganna.
Til máls tók: Jónas Egilsson sveitarstjóri.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn Langanesbyggðar þakkar fyrir tillögu sveitarstjórnar Svalbarðshrepps og vísar henni til frekari umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar. Jafnframt er sveitarstjóra falið að afla upplýsinga um mögulegt sameiningarferli í samvinnu við oddvita Svalbarðshrepps og gera tillögu um málsmeðferð fyrir næsta fund sveitarstjóra.
Samþykkt samhljóða
26. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020
Lagt fram yfirlit um viðauka ársins 2020 ásamt tillögu um viðauka nr. 8. Viðauki 8 er svohljóðandi:
• Aðgerða- og fjárfestingaáætlun fyrir Ver, eignfært kr. 2.500.000
• Varmadælur í Þórsver, eignfært kr. 1.000.000
• Rekstrarkostnaður í Þórsveri kr. 300.000
• Handbært fé kr. -3.800.000
Fyrirhugaðar eru stórar fjárfestingar í íþróttamiðstöðinni Veri. Á árinu 2020 fellur til kostnaður vegna áætlunarvinnu vegna þessara fjárfestinga sem tekin verður með eignfærslu. Kaup á varmadælum í Þórsver upp á 1 m.kr. auk annars kostnaðar að upphæð kr. 300 þús. Viðauki er fjármagnaður með handbæru fé.
Til máls tók sveitarstjóri.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlagðar viðauka við fjárhagsáætlun 2020.
Samþykkt samhljóða.
27. Drög að fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-,2023,2024– síðari umræða
Fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024 lögð fram til síðari umræðu. Einnig var lögð fram áætlun framkvæmda á sama tímabili.
Til máls tók sveitarstjóri.
Samkvæmt framlagðri fjárhagsáætlun 2021 verða tekjur um 976 m.kr. og gjöld rúmar 922 m.kr. Alls verður rekstrarniðurstaða án fjármagnskostnaðar því um 54 m.kr. í afgang af sameiginlegri rekstrarniðurstöðu A- og B-hluta, sem nemur um 6% af tekjum. Fjármagnskostnaður er áætlaður um 48 m.kr. eða sem nemur um 5% af tekjum. Rekstrarniðurstöður með fjármagnsliðum verða því um 6 m.kr. eða 1% af tekjum, en rekstrarniðurstaða ársins 2019 var um 54 m.kr. Í samanburði við útkomuspá 2020 er gert ráð fyrir um 10 m.kr. hærri skatttekjum og um 13 m.kr. hækkun annarra tekna, en lækkun framlaga úr Jöfnunarsjóði um 6 m.kr. Launakostnaður hækkar um 36 m.kr., annar rekstrarkostnaður lækkar um 30 m.kr., en afskriftir breytast lítið eða hækka um 4 m.kr.
Þriggja ára áætlun 2022-2024 gerir ráð fyrir svipuðum rekstri og verður rekstrarniðurstaða jákvæð árið 2022 um 7 m.kr., rekstrarniðurstaða árið 2023 neikvæð um 0,5 m.kr. og rekstrarniðurstaða árið 2024 verður neikvæð um 7 m.kr.
Samkvæmt áætluninni hækka skuldir á næsta ári, úr um 873 m.kr. í lok þessa árs í um 900 m.kr. Gert er ráð fyrir því að skuldir sveitarfélagsins verði komnar niður í um 874 m.kr. í lok áætlunartímabilsins, þ.e. í árslok 2024. Áætlað er að veltufjárhlutfall lækki úr 0,7 í árslok 2019 í 0,4 í árslok 2024 og eiginfjárhlutfall standi í stað og verði í árslok 2024 líkt og í árslok 2019.
Fram kom í máli sveitarstjóra að eignfærðar framkvæmdir líðandi árs, rúmar 98 m.kr., hefðu verið fjármagnaðar með lántökum. Fjárfestingar sem fyrirhugaðar eru á komandi ári það er 2021 verða fjármagnaðar með lántöku að fjárhæð 80 m.kr. og lausafé uppá 70 m.kr. svo fremi að fjárhagsáætlun ársins gangi eftir.
Til máls tóku: Almar Marinósson, Þorsteinn Ægir Egilsson, Siggeir Stefánsson og Jónas Egilsson.
Fjárhagsáætlun 2021 borin upp og samþykkt með atkvæðum Þorsteins Ægis Egilssonar, Mirjam Blekkenhorst, Þórarins J. Þórissonar og Jósteins Hermundssonar. Sátu hjá: Siggeir Stefánsson, Sólveig Sveinbjörnsdóttir og Almar Marinósson.
Til máls tók Siggeir Stefánsson og lagði fram svohljóðandi bókun: U-listinn situr hjá við afgreiðslu á fjárhagsáætlun lnb fyrir árið 2021. Ástæða þess er að við teljum nauðsynlegt að fara í meiri sparnaðaraðgerðir í rekstri sveitarfélagsins og að við erum ekki sammála forgangsröðun á fyrirhuguðum fjárfestingum. Við teljum sem dæmi brýnt að farið verði sem fyrst í nauðsynlegar framkvæmdir við íþróttahús og stækkun á grunnskólanum.
Til máls tóku Þorsteinn Ægir Egilsson, Siggeir Stefánsson, Almar Marinósson og Þórarinn J Þórisson.
Þriggja ára fjárhagsáætlun 2022 til 2024 borin upp og samþykkt með atkvæðum Þorsteins Ægis Egilssonar, Mirjam Blekkenhorst, Þórarins J. Þórissonar og Jósteins Hermundssonar. Sátu hjá: Siggeir Stefánsson, Sólveig Sveinbjörnsdóttir og Almar Marinósson.
28. Skýrsla sveitarstjóra
Auk hinna daglegu verkefna starfsfólks Langanesbyggðar eru viðfangsefnin fjölmörg og breytileg.
Samskonar leki kom upp í leikskólanum þegar hlýnaði í veðri um helgina og kom upp í vor, þó ekki í sama mæli. Svo virðist sem aðgerðir sem gripið var til í sumar hafi ekki dugað. Málið er komið á borð hjá hönnuðum hússins sem bera ábyrgð á þessu máli. Við munum fylgja þessu máli áfram þangað til að komið verður varanlega í veg fyrir leka og þau óþægindi sem slíku fylgja.
Dýpkunframkvæmdum í Þórshafnarhöfn fer að ljúka að sinni, þ.e. það verkefni sem ákveðin voru sl. vor. Í ársbyrjun verður væntanlega hafist handa við dýpkun á athafnasvæði uppsjávarskipa í 9,5 m, en það verkefni verður sett á samgönguáætlun næsta árs. Sveitarstjórn á eftir að afgreiða málið formlega og gerir í byrjun næsta árs. Þegar þeim framkvæmdum lýkur getum við tekið við stærstu gerð uppsjávarskipa sem veiða við landið. Næsti áfangi er að lengja austur-vestur viðlegukantinn sem gerir okkur kleift að taka við fleiri skipum í einu.
Illa gengur að færa flotbryggju á Þórshöfn svo dýpkunarprammi komist að og hægt sé að dýpka smábátahöfnina. Ýmist eru vindar óhagstæðir eða bryggjan er frosin föst, en þessu verkefni á að ljúka fyrir áramót.
Búið er að strekkja flotbryggju á Bakkafirði og eigum við eftir að sjá hvernig hún hagar sér í næsta veðri. Það er ekkert óeðlilegt við það að það taki tíma að stilla nýja bryggju af. Bæði er það að botnfestur eru að aðlaga sig og festa, þannig að þetta tekst sjaldnast í fyrstu tilraun.
Hinni árlegu hunda- og kattahreinsun er lokið. Eigendum hunda á lögbýlum þar sem heimaslátrum er heimiluð, bera hins vegar að láta orma hreinsa sína hunda fjórum sinnum á ári. Eigendum hunda í þéttbýli sem fara á bæi þar sem heimaslátrun er stunduð ber því að huga sérlega að sínum hundum.
Varmadælur er upp komnar í Þórsveri, en kyndikerfi hússins er í raun ekki nothæft lengur. Nú er verið að ganga frá varanlegum raflögnum að þeim. En eins og eiginlega alltaf þegar það er farið að krukka í gömlum rafmagnstöflum kemur í ljós að endurbóta er þörf. Í Þórsveri er ein rafmagnstaflan t.d. mjög varasöm. Það verður lagað.
Vinna við endurnýjun götulýsingar er hafin og lokið hefur verið við að setja upp led lýsingu í 20 ljósastaura, en þessu verkefni verður framhaldið á næstu árum þar til led lýsing hefur verið sett upp í öllum ljósastaurum sveitarfélagsins.
Jólaljós og jólatré eru komin upp, en við eigum í smábasli með að halda ljósunum á Bakkafirði, en unnið er að lagfæringum. Okkar nýi starfsmaður á Bakkafirði Þorbergur Sigurðsson fylgir þeim málum eftir.
Til máls tóku Almar Marinósson, Þórarinn J. Þórisson og Þorsteinn Ægir Egilsson.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:34
Hægt er horfa á fundinn hér.