Fara í efni

12. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar

16.02.2023 17:00

Fundur í sveitarstjórn

12. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, Þórshöfn, fimmtudaginn 16. febrúar 2023. Fundur settur kl. 17:00.

Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson oddviti, Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Hjörtur Harðarson, Hulda Kristín Baldursdóttir, Júlíus Sigurbjartsson, Þorsteinn Ægir Egilsson, Karítas Agnarsdóttir. Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Oddviti gerir að tillögu sinni að leitað verði afbrigða til að taka á dagskrá undir 9. dagskrárlið, 1. lið 4. fundar velferðar- og fræðslunefndar um tilnefningu í stýrihóp um menntastefnu.

Samþykkt samhljóða.

Ennfremur að leita afbrigða til að taka fyrir dagskrárlið 6, um fundargerð 8. fundar byggðaráðs. Þar vantaði gögn sem byggðaráð hafði farið fram á, en það var íslensk þýðing á viðaukanum sem nú liggur fyrir sveitarstjórn. Þýðing barst eftir að löglegur frestur til fundarboðs var liðinn.

Samþykkt samhljóða.

Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki.

D a g s k r á

 

1. Fundargerð nr. 917 frá stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga frá 20.01.2023
2. Fundargerð nr. 918 frá stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga frá 27.01.2023
3. Fundargerð 46. fundar stjórnar SSNE frá 11.01.2023
4. Fundargerð 47. fundar stjórnar SSNE frá 18.01.2023
5. Fundargerð Hafnarsambands Íslands nr. 449 frá 20.01.2023 ásamt ársreikningi
6. Fundargerð 8. fundar byggðaráðs frá 02.02.2023
     Liður 6: Viðauki við samning um framlengingu nýtingaréttar til 2060 Lokaútgáfa
     Liður 9: Samningur við Norðurhjara
7. Fundargerð 9. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 24.01.2023
8. Fundargerð 10. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 07.02.2023
     Liður 3: Athafnasvæði, sameining lóða, frágangur og vegagerð.
9. Fundargerð 4. fundar velferðar og fræðslunefndar
     Liður 1: Tilnefning í stýrihóp um menntastefnu.
     Liður 8: Samningur um félagsþjónustu. Athugasemdir nefndarinnar.
     Liður 9: Viðauki við samning um sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu.
10. Fundargerð 4. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar frá 07.02.2023
11. Bréf Sambands ísl. sveitarfélaga um ágang búfjár ásamt minnisblaði
12. Boð um þátttöku í grænum skrefum og uppfærsla á verkefninu
13. Siðareglur kjörinna fulltrúa – önnur umræða
14. Boðun á 28. landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga 31. mars.
15: Bréf Eflu varðandi gögn og tilhögun virkjunarkosta með vindorkugögðum í Langanesbyggð
16. Frá L-lista Tillaga að áskorn til stjórnvalda vegna fjarskiptamála
17. Skýrsla sveitarstjóra

Fundargerð

1. Fundargerð nr. 917 frá stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga frá 20.01.2023
Fundargerðin lögð fram

2. Fundargerð nr. 918 frá stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga frá 27.01.2023
Fundargerðin lögð fram

3. Fundargerð 46. fundar stjórnar SSNE frá 11.01.2023
Fundargerðin lögð fram

4. Fundargerð 47. fundar stjórnar SSNE frá 18.01.2023
Fundargerðin lögð fram

5. Fundargerð Hafnarsambands Íslands nr. 449 frá 20.01.2023 ásamt drögum að ársreikningi
Fundargerðin ásamt drögum að ársreikningi lög fram

6. Fundargerð 8. fundar byggðaráðs frá 02.02.2023   
     Liður 6: Viðauki við samning um framlengingu nýtingaréttar til 2060 Lokaútgáfa.
Viðauki við samning bremenports GmbH, Vopnafjarðarhrepps og Langanesbyggðar um framlengingu á einkaleyfi til að kynna möguleika á hafnargerð og iðnaðarsvæði við Finnafjörð framlengdur til 2060.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirrita samningin fh. Langanesbyggðar.

Til máls tók Þorsteinn.

Samþykkt samhljóða.

     Liður 9: Samningur við Norðurhjara.
Framlenging á verksamningi við Norðurhjara um kynningu á sveitarfélaginu fyrir ferðamönnum. Samningurinn er til 3 ára 2023 - 2025.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirrita samninginn.

Fundargerðin lögð fram

Samþykkt samhljóða.

Til máls tóku: Þorsteinn, Sigurður, sveitarstjóri.

7. Fundargerð 9. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 24.01.2023
Fundargerðin lögð fram

8. Fundargerð 10. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 07.02.2023  
     Liður 3: Athafnasvæði, sameining lóða, frágangur og vegagerð.
Gera þarf breytingar á númerum og skráningum lóða við Langholt og Háholt vegna skráningar hjá HMS þar sem lóðir eru rangt skráðar. Langholt 3 á horni Langholts og Háholts verður Háholt 1 og skráð verður lóðin Langholt 3 sem ekki er til á skrá hjá HMS. Ennfremur verðar lóðirnar Háholt 4 og 6 skráðar sem ein lóð nr. 6 með 2 byggingareitum vegna hugsanlegrar stækkunar á sorpmóttökusvæði og þá byggingar á flokkunarhúsi. Þá er farið fram á heimild sveitarstjórnar til að gera veg samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti til að bæta aðgengi að lóðum við Langholt.

Til máls tóku: Júlíus, sveitarstjóri, Þorsteinn, sveitarstjóri.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn heimilar að farið verði í breytingar á númerum lóða við Langholt og Háholt, lóðir nr. 4 og 6 við Háholt sameinaðar og vegur lagður frá þeim stað sem hann endar við Langholt og eftir botnlanga sem merktur er á meðfylgjandi korti. Sveitarstjórn setur fyrirvara um að fyrir liggi kostnaðaráætlun um vegalagningu áður en framkvæmdaleyfi verður gefið út.

Fundargerðin lögð fram.

Samþykkt samhljóða.

9. Fundargerð 4. fundar velferðar og fræðslunefndar   
     Liður 1: Velferðar og fræðslunefnd leggur til að fulltrúar sveitarstjórnar í stýrihóp um menntastefnu verði Þórarinn J. Þórisson og Sigríður Friðný            Halldórsdóttir.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn staðfestir tilnefningu þeirra sem fulltrúa í stýrihóp um menntastefnu.

Samþykkt samhljóða.

     Liður 8: Samningur um félagsþjónustu sem undirritaður var í mars 2022. Í ljósi reynslu af samningnum gerir nefndin athugasemdir við                                  framkvæmd hans.

Til máls tók sveitarstjóri.

Nefndin gerir eftirfarandi tillögur til breytinga:
     Grein 7.1.12. Að upplýsingar um tekjur og gjöld liggi frammi við ársuppgjör hjá Norðurþingi.
     Grein 7.1.13. Að hugsanlegur afgangur af tekjum renni til Norðurþings án þess að það sé gert grein fyrir ráðstöfun þess afgangs.
     Grein 13.1.1. Að uppsagnarfrestur geti orðið allt að 23 mánuðir miðað við núverandi orðalag. Nefndin leggur til að uppsagnarfrestur veri ekki                      miðaður við næstu áramót heldur næstu mánaðarmót.

Bókun um afgreiðslu: Samningurinn var undirritaður í mars 2022 af öllum sveitarstjórum. Sveitarstjórn fer fram á að sveitarstjóri og formaður velferðar og fræðslunefndar komi á framfæri við félagsmálayfirvöld í Norðurþingi athugasemdum nefndarinnar á fundi sem fyrirhugaður er með þeim í febrúar.

Fundargerðin lögð fram.

Samþykkt samhljóða.

     Liður 9: Viðauki við samning um sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu.
Viðauki við samning í 8. lið samkvæmt lögum nr. 86/2021 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. þar er nánar kveðið á um hlutverk og ábyrgð Norðurþings samkvæmt lögum og um hlutverk málstjóra.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að undirrita samninginn fh. Langanesbyggðar. Sveitarstjóri og formaður velferðar- og fræðslunefndar munu ræða frekar við félagsmálastjóra Norðurþings um framkvæmd á breytingu barnaverndarlaga nr. 80/2002 og farsældarlögum nr. 86/2021.

Samþykkt samhljóða.

10. Fundargerð 4. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar frá 07.02.2023
Fundargerðin lögð fram

11. Bréf Sambands ísl. sveitarfélaga um ágang búfjár ásamt minnisblaði
Bréf og minnisblað frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um álit umboðsmanns Alþingis 11. okt. 2022 og úrskurð Dómsmálaráðuneytisins 11. jan. 2023. Markmið minnisblaðsins er að varpa ljósi á réttarstöðu sveitarfélaga þegar beiðnir um smölun berast sveitarfélögum vegna ágangs búfjár milli landareigna og jafnframt frá afrétti.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn vísar málinu til kynningar í Landbúnaðarnefnd að ósk bréfritara.

Samþykkt samhljóða.

12. Boð um þátttöku í grænum skrefum og uppfærsla á verkefninu
Bréf SSNE um boð í þátttöku verkefnisins Græn skref ásamt uppfærðum upplýsingum um verkefnið.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og tilnefnir skrifstofustjóra Langanesbyggðar sem tengilið verkefnisins.

Samþykkt samhljóða.

13. Siðareglur kjörinna fulltrúa – önnur umræða
Í upphafi hvers kjörtímabils þarf að samþykkja og / eða endurskoða siðareglur kjörinna fulltrúa. Umræður þurfa að vera tvær um málið. Síðari umræða.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir meðfylgjandi siðareglur sem samþykktar voru upphaflega 2. desember 2021.

Samþykkt samhljóða.

14. Boðun á 28. landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga 31. mars í Reykjavík.
Fulltrúar Langanesbyggðar á landsþingi Sambandsins eru: Sigurður Þór Guðmundsson og Júlíus Sigurbjartsson til vara. Auk þess mun sveitastjóri og skrifstofustjóri sækja þingið.

Til máls tók Þorsteinn.

15. Bréf EFLU varðandi gögn og tilhögun virkjunarkosta með vindorkugörðum í Langanesbyggð sem EFLA hefur sent til Orkustofnunar að beiðni stofnunarinnar.
EFLA hefur sent bréf til sveitarfélagsins með skýrslum um tilhögun virkjunarkosta á Sauðaneshálsi og Brekknaheiði. Skýrslurnar eru unnar að beiðni Orkustofnunar sem kallaði eftir þeim haustið 2022. Einnig fylgja drög að trúnaðaryfirlýsingu fyrir landeigendur vegna hugsanlegra samninga um vindorkugarða á þeirra landi ásamt áliti lögmanns sveitarfélagsins á efni og þýðingu trúnaðaryfirlýsingar.

Til máls tóku: Júlíus, Þorsteinn, oddviti, Þorsteinn,

Bókun um afgreiðslu: Oddviti og sveitarstjóri hafa átt fund með EFLU og Summu varðandi uppbyggingu vindorkugarða í Langanesbyggð. Á þeim fundi var lögð áhersla á að forgangsatriði er að auka og bæta raforkutengingar við meginflutningskerfin í landinu. Efla og Summa voru upplýst um að enginn landeigandi, og Langanesbyggð þar með talin, hafi ekki gefið nein vilyrði fyrir því að komið verði upp vindorkugarði í þeirra landi, og á meðan ekki liggur fyrir ákveðið staðarval varðandi vindlundi sé örðugt að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

16. Frá L-lista. Tillaga að áskorun til stjórnvalda vegna fjarskiptamála.
Áskorun frá sveitarstjórn Langanesbyggðar: Vegur um Hófaskarð var formlega tekinn í notkun 6. nóvember 2010. Um var að ræða mikla samgöngubót fyrir norðaustur horn landsins þar sem heilsársvegur með bundnu slitlagi var loks kominn í stað malarvegar um Melrakkasléttu eða um Öxarfjarðarheiði á sumrin.

Frá því að vegurinn um Hófaskarðið var tekinn í notkun hafa fjarskiptamál á svæðinu verið afar slæm og eru á köflum engin. Í dag hefur staðan ekkert breyst og rýrir þetta allt öryggi vegfaranda sem um þennan veg fara. Það er lítið sem ekkert GSM samband, net eða TETRA samband á Hálsum, Hófaskarðinu sjálfu, Hólaheiði eða á Raufarhafnarvegi. Einnig eru vestustu bæir sveitarfélagsins Borgir, Kollavík og Sveinungsvík með lítið eða ekkert samband.

Sveitarstjórn Langanesbyggðar telur slíka stöðu með öllu óásættanlega 13 árum eftir að vegurinn var tekinn í notkun. Bráðaþjónusta á svæðinu treystir mikið á þessa vegasamgöngur s.s. læknir, sjúkraflutningar og björgunarsveitir en vegna þess að ekki eru sendar staðsettir í Hófaskarðinu eru fjarskipti afar takmörkuð eða engin, sem gengur alls ekki upp í bráðaþjónustu.

Lengi má telja upp rök fyrir góðu og eðlilegu fjarskiptasambandi á þessu svæði. Fyrir utan almennt öryggi almennings þá skal sérstaklega nefnt hér snjómokstur, sem er á vegum Vegagerðarinnar, er mikill á þessu svæði og eru þeir háðir fjarskiptum eins og GSM og TETRA. Einnig eru reglulegir fiskflutningar frá Þórshöfn sem fara þarna um með mikil verðmæti fyrir þjóðarbúið, olíuflutningar til útgerðarinnar og vinnslu er gríðarlega mikill á meðan vertíð stendur yfir og fleiri atriði sem gera fjarskiptasamband nauðsynlegt.

Til máls tóku: Þorsteinn, oddviti, Þorsteinn.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn Langanesbyggðar krefst þess að Innviðaráðherra og þingmenn kjördæmisins sinni sínum skyldum og tryggi öryggi íbúa svæðisins með því að tryggja það að sendar verði settir upp í Hófaskarðinu á árinu 2023. Þá verði sveitastjóra falið að taka saman upplýsingar um hvaða aðra sendistaði þarf að koma upp til að bæta fjarskiptasamband í sveitafélaginu og kanna hvort þau verkefni geti fallið saman.

Samþykkt samhljóða.

17. Skýrsla sveitarstjóra

Oddviti og ágæta sveitarstjórn

Eins og ég sagði í upphafi þegar ég tók við störfum þá bíða okkar stór og mikilvæg verkefni. Eitt það brýnasta var að leysa húsnæðisvanda sem hefur verið viðvarandi hér undanfarin ár og misseri. Nú höfum við sett inn kort af lausum lóðum sem eru tilbúnar, lóðum sem verið er að skipuleggja, umsóknareyðublöð og þær reglur sem gilda um úthlutun inn á heimasíðu sveitarfélagsins. Úthlutað hefur verið 2 lóðum sem eru tilbúnar og 2 lóðum á athafnasvæði. Skipulag Suðurbæjar er langt komið og það er til umfjöllunar hjá skipulags- og umhverfisnefnd. Búið er að aðlaga það að áformum um skógræktarsvæði og því mögulegt að fara að kynna það fyrir íbúum. Þar er gert ráð fyrir 22 einbýlishúsalóðum og 6 raðhúsalóðum með samtals 25 íbúðum. Lausar lóðir sem tilbúnar eru til bygginga eru nú 3 auk lóðar undir 3ja til 4 íbúða raðhúss. Inni í skipulagi vestan Langanesvegar eru svo 6 einbýlishúsalóðir en gera þarf götu til að gera þær byggingarhæfar. Á athafnasvæði hefur verið úthlutað 2 lóðum en þar þarf að fara í lengingu á vegi eftir Langholti til að gera þær byggingarhæfar. Loks er búið að sameina tvær lóðir nr. 4 og 6 við Háholt til að undirbúa stækkun og endurskipulagningu á sorpmóttökusvæði. Gera þurfti breytingar á staðgreinum til að gæta skrá lóðirnar. Okkur er ljóst, að nú við þurfum við að fara í kynningu á þeim möguleikum sem fyrir hendi eru varðandi lausar lóðir og koma því vel á framfæri þó húsnæðismarkaðurinn hafi hikstað undanfarið sökum vaxtahækkana. Við þurfum einfaldlega að draga fram það aðdráttarafl sem við höfum, næga atvinnu, fallegt og rólegt umhverfi og tiltölulega góða innviði auk fleiri kosta. Þess má geta að samþykkt hefur verið að þeir sem byggja við götur sem þegar eru tilbúnar greiða aðeins tengigjöld en ekki byggingaleyfisgjöld.

Nú hillir undir opnun á atvinnu- og nýsköpunarsetri að Fjarðarvegi 5 og hefur vinnuhópurinn sem aðallega er skipaður starfsfólki þekkingarnetsins unnið gott starf í að koma setrinu á laggirnar. Við erum að vísu í dálitlu kappi við tímann þar sem skortur á iðnaðarmönnum hrjáir okkur eins og svo marga hér en ef allt gengur upp mun setrið verða vígt 15. mars af iðnaðarráðherra sem hefur þekkst boð um að vígja það.

Forstjóri Nausts hefur farið fram á að framkvæmdum við efri hæð hússins verði flýtt en frummat á kostnaði við að gera upp þennan hluta nemur um 59 milljónum króna. Þetta er orðið afar brýnt verkefni. bæði vegna viðhalds og til þess að nýta húsið betur og að mæta kröfum sem gerðar eru slíkrar starfsemi. Verði samþykkt að fara í þessa framkvæmd mun stækkun á matsal til norðurs ásamt endurbótum á þvottahúsi og aðstöðu starfsmanna bíða en ætlunin var að fara í þá framkvæmd á næsta ári og efri hæðina árið 2025 samkvæmt fjárhagsáætlun. Þessi áform og óskir um breytta framkvæmdaröð verða lögð fyrir næsta byggðaráðsfund.

Ísfélagið hefur sent inn fyrirspurn til sveitarfélagsins um umfangsmiklar framkvæmdir við höfnina sem bæði munu kosta Ísfélagið og sveitarfélagið umtalsverða fjármuni. Hér er um töluvert miklar breytingar að ræða á höfninni og áform um byggingar til að auka frystigetu Ísfélagsins og umfang starfseminnar. Þetta er verkefni sem þarf að vinna fljótt og örugglega en auðvitað samkvæmt lögum og reglum, auk þess sem sækja þarf til Vegagerðarinnar um þátttöku þeirra í verkefninu. Þetta verkefni tengist eins og svo mörg önnur meiri og öruggari orkuöflun til sveitarfélagsins en nú er leitað allra leiða til að svo megi verða og eru viðræður farnar af stað eða eru að fara af stað við alla hlutaðeigandi.

Í ljósi þess að við fengum bakreikning frá félagsþjónustu Norðurþings fyrir árið 2021 vegna þjónustu í þágu fatlaðra og væntanlega er hlutur okkar í halla síðasta árs um 17 – 19 milljónir króna hefur velferðar- og fræðslunefnd farið yfir samninginn um sameiginlegt þjónustusvæði vegna almennrar og sértækrar félagsþjónustu sem samþykktur var í mars á sl. ári og barnaverndarmál sem tekið hafa breytingum með svokölluðum farsældarlögum nr. 86/2021 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Sveitarstjóri og formaður velferðar- og fræðslunefndar hafa farið fram á fund með félagsmálastjóra Norðurþings til að fá úrskýringar á þessum lögum og hvað þau fela í sér ásamt því að koma á framfæri athugasemdum við áðurnefndan samning um sértæka félagsþjónustu. Sá fundur verður haldinn fyrir næsta fund velferðarnefndar.

Ég hef frá því ég kom til starfa í september sl. unnið að gerð skipurits og verkefnis- og verklagsreglum fyrir hverja deild sveitarfélagsins. Þetta er gert í framhaldi af skipuriti sveitarfélagsins sem unnið var við sameininguna sl. vor. Hér er um að ræða endur skilgreiningu á störfum til að gera deildir skilvirkari og koma á betra skipulagi deilda. Ætlunin er að vinna þetta með deildarstjórum og í samvinnu við þá. Vonandi tekst að ljúka þessu verki í vor. Í sumum deildum má búast við einhverjum breytingum á verkefnum og verkferlum en hér er ekki um að ræða endurskipulagningu með tilheyrandi uppsögnum og uppstokkun – aðeins verið að skerpa á starfsemi deilda.

Að lokum. Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar hefur sagt upp störfum með samningsbundnum fyrirvara og lýkur störfum þann 31. maí nk. Ég vil þakka Eyþóri fyrir langt starf fyrir sveitarfélagið og óska honum alls velfarnaðar í framtíðinni.

Til máls tóku: Þorsteinn, oddviti og sveitarstjóri.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?