Fara í efni

118. fundur sveitarstjórnar

15.10.2020 17:00

118. fundur sveitarstjórnar, Langanesbyggðar haldinn í Félagsheimilinu Þórsveri, Langanesvegi 16 Þórshöfn, fimmtudaginn 15.október 2020. Fundur var settur kl. 17:00.     

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti, Mirjam Blekkenhorst, Halldór R. Stefánsson, Þórarinn J. Þórisson, Siggeir Stefánsson, Almar Marinósson, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Svala Sævarsdóttir sem  ritaði fundargerð.

Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki.

Því næst var gengið til dagskrár. 

Dagskrá
 

1.            Fundargerð 887. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 25. september 2020

2.            Fundargerð 888. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 29. september 2020

3.            Fundargerð 213. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra dags. 5. febrúar 2020

4.            Fundargerð 214. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra dags. 20. maí 2020

5.            Fundargerð 215. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra dags. 20. sept. 2020

6.            Fundargerð 13. fundar stjórnar SSNE, dags. 16. september 2020

a.            Liður 4: Raforkumál á Þórshöfn

7.            Fundargerð 12. fundar stjórnar Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga mót. 21. september 2020

a.            Tillaga um framtíð Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses., dags. 14. september 2020

8.            Fundargerð 28. fundar byggðaráðs, 1. október 2020

9.            Fundargerð 13. fundar hafnarnefndar, 13. október 2020 (send út að fundi loknum)

a.            Liður 1. Viðgerðir á hafnargarði við höfnina á Bakkafirði

b.            Liður 2. Dýpkun smábátahafnar á Þórshöfn

10.          Starf Flugklasans Air 66N, 1. apríl – 15. september 2020

11.          Erindi frá Bryggjudaganefnd, dags. 20. september 2020

12.          Bergholt 1 og 2 á Bakkafirði

13.          Stefnumótun í úrgangsmálum

14.          Árshlutauppgjör Langanesbyggðar, fyrir tímabilið janúar-ágúst 2020 og útkomuspá 2020

15.          Skýrsla sveitarstjóra

Fundargerð

1.            Fundargerð 887. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 25. september 2020

Fundargerðin lögð fram.

2.            Fundargerð 888. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 29. september 2020

Fundargerðin lögð fram.

3.            Fundargerð 213. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra dags. 5. febrúar 2020

Fundargerðin lögð fram.

4.            Fundargerð 214. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra dags. 20. maí 2020

Fundargerðin lögð fram.

5.            Fundargerð 215. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra dags. 20. sept. 2020

Fundargerðin lögð fram.

6.            Fundargerð 13. fundar stjórnar SSNE, dags. 16. september 2020

Liður 4: Raforkumál á Þórshöfn. Oddviti lagði fram svohljóðandi tillögu að bókun: Sveitarstjórn tekur undir bókun stjórnar SSNE og ítrekar fyrri afstöðu sína í raforkumálum. Tryggja þarf betur afhendingaröryggi rafmagns í byggðarlaginu t.d. með hringtengingu úr Kópaskerslínu yfir til Vopnafjarðar. Einnig er nauðsynlegt að tryggja nægjanlegt magn raforku hér á svæðinu þannig að öll atvinnustarfsemi á svæðinu, þar með talin fiskimjöls verksmiðan á Þórshöfn, geti verið starfrækt á innlendum og vistvænum orkugjöfum. Við núverandi aðstæður þarf verksmiðjan að brenna margsköttuðum, mengandi og innfluttum orkugjöfum, sem bæði gerir verksmiðjuna ósamkeppnishæfa vegna verðs og úreldir verksmiðjuna innan nokkurra ára með ófyrirséðum afleiðingum fyrir atvinnulíf byggðarlagsins og byggðina einnig. Þá er nauðsynlegt að komið verði á þrífasa rafmagni í dreifbýli sem fyrst.

Samþykkt samhljóða.

7.            Fundargerð 12. fundar stjórnar Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga mótt. 21. september 2020

Tillaga um framtíð Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses., dags. 14. september 2020.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti framlagðar tillögur.

Til máls tóku Siggeir Stefánsson, Almar Marinósson og Jónas Egilsson.

Samþykkt samhljóða.

8.            Fundargerð 28. fundar byggðaráðs, 1. október 2020

Fundargerðin samþykkt af Þórarni Þórissyni, Halldóri Stefánssyni, Mirjam Blekkenhorst og Þorsteini Egilssyni.  Almar Marinósson, Siggeir Stefánsson  og Sólveig Sveinbjörnsdóttir sátu hjá.

9.            Fundargerð 13. fundar hafnarnefndar, 13. október 2020

Liður 1. Viðgerðir á hafnargarði við höfnina á Bakkafirði

Til máls tók Jónas Egilsson.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn staðfestir tillögu hafnarnefndar og leggur til að tilboði Ístrukks ehf. í viðgerðir og lagfæringar verði tekið. Gert verði ráð fyrir hlutdeild sveitarfélagsins í kostnaði í viðauka fyrir árið 2020 ef með þarf og fjárhagsáætlun 2021.

Samþykkt samhljóða.

Liður 2. Dýpkun smábátahafnar á Þórshöfn Til máls tóku Jónas Egilsson, Siggeir Stefánsson og Almar Marinósson.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir tillögu og kostnað vegna dýpkunar smábátahafnarinnar á Þórshöfn. Sveitarstjóra er falið að leggja fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun ársins vegna verkefnisins fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

Þá er sveitarstjóra falið að leita samninga við Vegagerðina um þátttöku í að tryggja 9,5 m dýpkun í innsiglingu í höfnina og á athafnasvæði uppsjávarskipa sem landa í höfninni. Til vara fellst sveitarstjórn á útfærslu Vegagerðarinnar á dýpkun innsiglingar skv. framlagðri tillögu Vegagerðarinnar. Þá er sveitarstjóra falið að leggja fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun ársins í samræmi við niðurstöðu samtals við Vegagerðina, með fyrirvara með endanlegu samþykki sveitarstjórnar eða byggðaráðs.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin staðfest af Þórarni, Halldóri, Mirjam, Þorsteini og Sólveigu. Siggeir og Almar sátu hjá.

10.          Starf Flugklasans Air 66N, 1. apríl – 15. september 2020

Skýrslan lögð fram.

11.          Erindi frá Bryggjudaganefnd, dags. 20. september 2020

Til máls tóku Jónas Egilsson, Almar Marinósson, Jónas Egilsson. Siggeir Stefánsson bað um fundarhlé kl.17.42 og var það samþykkt. Fundur settur á ný kl.17.44. Til máls tóku Almar Marinósson og Þorsteinn Egilsson.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn fagnar framkomnu erindi og samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við félagið og önnur félagasamtök í sveitarfélaginu um aðkomu að verkefninu og gera tillögur um samstarfsform.

Samþykkt samhljóða.

12.          Bergholt 1 og 2 á Bakkafirði

Minnisblað frá sveitarstjóra lagt fram.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra verði heimilað að ganga frá kaupsamningi á Bergholti 1 við Áka Guðmundsson á Bakkafirði, gegn því að hafist verði handa við að gera húsið fokhelt fyrir veturinn og að framkvæmdir við endurbætur á húsinu hefjist sumarið 2021.Bergholt 2 verði rifið á kostnað sveitarfélagsins.

Til máls tóku Siggeir Stefánsson, Jónas Egilsson, Siggeir Stefánsson, Almar Marinósson, Jónas Egilsson, Almar Marinósson, Siggeir Stefánsson.

Samþykkt með atkvæðum Þórarins Þórissonar, Halldórs Stefánssonar, Mirjam Blekkenhorst og Þorsteins Egilssonar. Almar Marinósson, Siggeir Stefánsson og Sólveig Sveinbjörnsdóttir sátu hjá.

Til máls tók Siggeir Stefánsson og lagði fram svohljóðandi bókun:

„U-listinn situr hjá því við teljum eðlilegt að húsið verði auglýst til sölu“.

13.          Stefnumótun í úrgangsmálum

Lögð fram að nýju samantekt Environice eftir Stefán Gíslason umhverfisfræðing „Staða úrgangsmála í Langnesbyggð“ frá því júní 2020 og drög að verklýsingu síðari hluta „Stefnumótun í úrgangsmálum“ dags. 11. september 2020, frá sömu aðilum.

Til máls tóku: Jónas Egilsson, Þorsteinn Egilsson, Almar Marinósson, Þórarinn Þórisson, Siggeir Stefánsson.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að hefja undirbúning við gerð síðari hluta áætlunarinnar „Stefnumótun í úrgangsmálum“ fyrir Langanesbyggð og felur sveitarstjóra að leggja fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna kostnaðar við þennan hluta verkefnisins á næsta fundi sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

14.          Árshlutauppgjör Langanesbyggðar, fyrir tímabilið janúar-ágúst 2020 og útkomuspá 2020

Lagt var fram árshlutauppgjör Langanesbyggðar, fyrir tímabilið janúar-ágúst 2020 og útkomuspá 2020 miðað við stöðuna eftir fyrstu átta mánuði ársins.

Til máls tóku: Jónas Egilsson, Siggeir Stefánsson, Jónas Egilsson.

15.          Skýrsla sveitarstjóra

Gangstéttir. Lokið hefur verið við frágang á skemmdum gangstéttum á Bakkavegi og við Hálsveg.

Stjórn Eignarhaldsfélags Finnafjarðar (FFPA) kemur saman til fundar á morgun, föstudag. Þar verður rædd tillaga um samstarf við Þróunarfélag Finnafjarðar (FFPD) um sameiginlega afstöðu til hugmyndar um aðkomu ríkisins. Þann 2. október sl. var haldinn kynningarfundur með báðum sveitarstjórnum um samningsbundna skuldbindingar sveitarfélaganna vegna verkefnisins.

Oliver Truc sem er blaðamaður frá þýsk-frönsku sjónvarpsstöðinni Arté, kom fyrr í dag í heimsókn, ásamt myndatökumanni, en miðillinn er að gera fréttaskýringu um Norðaustur siglingaleiðina, þar með talið Finnfjarðarverkefnið þeir munu einnig ræða við fleiri aðila að verkefninu og taka fyrir aðra umskipunarmöguleika sem í umræðunni eru, þ.m.t. leiðina frá Kirkenes í Noregi til Eistlands um Finnland.

Samantekt um friðlýsingarmöguleika Langaness er á lokametrunum og verður mögulega kynnt í byggðaráði í næstu viku.

Hverfaráð Bakkafjarðar kom saman til fundar í gær. Þar voru lögð fram drög að samfélagssáttmála, með aðild íbúa, Langanesbyggðar og ríkis. Þessi sáttmáli er eitt af skilyrðum ríkisins fyrir stuðningi við Brothættar byggðir á Bakkafirði og yrði jafnframt fyrsti sinnar tegundar hér á landi – að því best er vitað.

Þorsteinn Ægir Egilsson og Siggeir Stefánsson sóttu fyrsta aðalfund SSNE sem fram fór í fjarfundaformi 9. og 10. október sl. sveitarstjóri var áheyrnarfulltrúi á fundinum. Fundurinn tókst vel í framkvæmd og sýndi vel hvaða árangri hægt er ná með þessu formi funda.

Vinnufundur var haldinn í sveitarstjórn, þann 7. október sl. um viðgerðar- og viðhaldsáætlanir á íþróttamiðstöðinni Veri. Ráðgjafa sveitarfélagsins hefur verið falið að skila tillögum um heildaraðgerðir til endurbóta og lagfæringa á mannvirkinu.

 
Fundargerð upp lesin og samþykkt samhljóða.
 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.48

Hægt er að horfa á fundinn hér.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?