Fara í efni

117. fundur sveitarstjórnar

17.09.2020 17:00

117. fundur sveitarstjórnar, Langanesbyggðar haldinn í Félagsheimilinu Þórsveri, Langanesvegi 16 Þórshöfn, fimmtudaginn 17. september 2020. Fundur var settur kl. 17:00.             

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti, Mirjam Blekkenhorst, Hallsteinn Stefánsson,  Jósteinn Hermundsson, Siggeir Stefánsson, Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Svala Sævarsdóttir sem  ritaði fundargerð.

Kristín Rebekka Garðarsdóttir og Ari Páll Pálsson hjá SSNE voru í fjarfundarsambandi undir dagskrárlið 1 á fundinum.

Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Til máls tók Siggeir Stefánsson og  gerði athugasemd við hve langt væri síðan síðasti fundur sveitarstjórnar var haldinn.

Því næst var gengið til dagskrár.

 

Dagskrá

1.            Kynning á sóknaráætlun Norðurlands eystra. Rebekka Kristín Garðarsdóttir verkefnastjóri hjá SSNE verður í fjarfundarsambandi og kynnir áætlunina

2.            Fundargerð 886. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. ágúst 2020

3.            Fundargerð 425. fundar stjórnar Hafnarsambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 19. maí 2020

4.            Fundargerð 9. fundar Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, ses. dags. 10. júní 2020

5.            Fundargerð 10. fundar Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, ses. dags. 1. júlí 2020

6.            Fundargerð 11. fundar Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, ses. dags. 18. ágúst 2020

7.            Fundargerð 4. fundar hverfaráðs dreifbýlis, dags. 25. júní 2020

8.            Fundargerð 11. fundar SSNE, dags. 12. ágúst 2020

9.            Fundargerð 12. fundar SSNE, dags. 2. september 2020

10.          Fundargerð 11. fundar fulltrúaráðs HNÞ, dags. 03. júní 2020

11.          Fundargerð 25. fundar byggðaráðs, dags. 23. júlí 2020

12.          Fundargerð 26. fundar byggðaráðs, dags. 13. ágúst 2020

13.          Fundargerð 27. fundar byggðaráðs, dags. 10. september 2020

14.          Ársþing SSNE 9. og 10. október

15.          Akstursþjónusta í dreifbýli – umsókn SSNE

16.          Beiðni um styrk vegna útgáfu sögu Dags á Akureyri

17.          Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins 2021

18.          Kirkjugarður og líkgeymsla á Þórshöfn

19.          Sameignlegur fundur sveitarstjórna Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps um Finnafjörð

20.          Kosning varamanns í fræðslu- og velferðarnefnd og varamanns í barnaverndarnefnd Þingeyinga

21.          Greining friðlýsingarkosta á Langanesi, minnisblað UST dags. 28. ágúst 2020

22.          Reglur um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2020-2021, dags. 11. sept. 2020

23.          Skrifstofuhúsnæði Langanesbyggðar

24.          Skýrsla sveitarstjóra

 

Fundargerð

1.            Kynning á sóknaráætlun Norðurlands eystra.

Rebekka Kristín Garðarsdóttir  og Ari Páll Pálsson hjá SSNE sáu um kynninguna  í fjarfundarsambandi. Til máls tóku Siggeir Stefánsson, Jónas Egilsson og Þorsteinn Ægir Egilsson.

2.            Fundargerð 886. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. ágúst 2020

Fundargerðin lögð fram.

3.            Fundargerð 425. fundar stjórnar Hafnarsambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 19. maí 2020

Fundargerðin lögð fram.

4.            Fundargerð 9. fundar Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, ses. dags. 10. júní 2020

Fundargerðin lögð fram.

5.            Fundargerð 10. fundar Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, ses. dags. 1. júlí 2020

Fundargerðin lögð fram.

6.            Fundargerð 11. fundar Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, ses. dags. 18. ágúst 2020

Fundargerðin lögð fram.

7.            Fundargerð 4. fundar hverfaráðs dreifbýlis, dags. 25. júní 2020

Lagt til að þessum lið verði frestað til næsta fundar þar sem fundargerðin skilaði sér ekki með fundargögnum. Samþykkt samhljóða.

8.            Fundargerð 11. fundar SSNE, dags. 12. ágúst 2020

Fundargerðin lögð fram.

9.            Fundargerð 12. fundar SSNE, dags. 2. september 2020

Fundargerðin lögð fram.

10.          Fundargerð 11. fundar fulltrúaráðs HNÞ, dags. 03. júní 2020

Fundargerðin lögð fram.

11.          Fundargerð 25. fundar byggðaráðs, dags. 23. júlí 2020

Fundargerðin lögð fram.

12.          Fundargerð 26. fundar byggðaráðs, dags. 13. ágúst 2020

Fundargerðin lögð fram.

13.          Fundargerð 27. fundar byggðaráðs, dags. 10. september 2020

Fundargerðin lögð fram.

14.          Ársþing SSNE 9. og 10. október

Fundarboðið lagt fram. Fulltrúar sveitarfélagsins eru þeir Þorsteinn Ægir Egilsson og Siggeir Stefánsson.

15.          Akstursþjónusta í dreifbýli – umsókn SSNE

Lögð fram umsókn SSNE um akstursþjónustu í dreifbýli í samstarfi við Íslandspóst og fleiri aðila. Til máls tók Siggeir Stefánsson og lagði til að vísa þessari umsókn til atvinnu- og nýsköpunarnefndar. Tillagan lögð fram og samþykkt samhljóða.

16.          Beiðni um styrk vegna útgáfu sögu Dags á Akureyri

Lögð fram beiðni frá Jóhanni Karli Sigurðssyni og Braga Bergmann fyrrum framkvæmdastjóra og ritstjóra Dags og Dagsprents um beiðni um styrk til útgáfu sögu Dags frá árinu 1918 og þar til útgáfu blaðsins var hætt.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu.

Samþykkt samhljóða.

17.          Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins 2021

Lögð fram styrkbeiðni frá Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, dags. 19. ágúst 2020.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að stykja Aflið um 40.000 kr.

Samþykkt samhljóða.

18.          Kirkjugarður og líkgeymsla á Þórshöfn

Lagt fram minnisblað um deiliskipulag kirkjugarðssvæðis og líkgeymslu á Þórshöfn.

Til máls tók  sveitarstjóri og kynnti málið.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá leigu á herbergi í kirkjunni á Þórshöfn sem líkgeymslu til bráðabirgða, þar til önnur lausn finnst. Einnig er samþykkt að skipa vinnuhóp til að gera tillögur um framtíðarlausn á líkgeymslu fyrir byggðarlagið. Vinnuhópinn skipi fulltrúar frá sóknarnefnd, Svalbarðshreppi og sveitarstjóri Langanesbyggðar. Einnig er lagt til að sóknarprestur Þórshafnarsóknar starfi með hópnum.

Enn fremur er samþykkt að fela sveitarstjóra að gera kostnaðaraáætlun við að gera 1. hluta kirkjugarðs við Þórshafnarkirkju graftækan á næsta ári.

Til máls tóku Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Mirjam Blekkenhorst Jónas Egilsson og Þorsteinn Ægir Egilsson.

Tillagan samþykkt samhljóða.

19.          Sameignlegur fundur sveitarstjórna Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps um Finnafjörð

Oddviti greindi frá því að stefnt væri að sameiginlegum fundi með aðal- og varamönnum í sveitarstjórnum Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps á Bakkafirði eftir hádegi föstudaginn 2. október til að fara yfir samninga vegna Finnafjarðar. Fundurinn yrði boðaður í næstu viku með gögnum.

20.          Kosning varamanns í fræðslu- og velferðarnefnd og varamanns í barnaverndarnefnd Þingeyinga

Oddviti lagði fram tillögu um Karítas Ósk Agnarsdóttur sem varamann í velferðar- og fræðslunefnd Langanesbyggðar og Sigríði Friðnýju Halldórsdóttur sem varamann í barnaverndarnefnd Þingeyinga.

Samþykkt samhljóða.

21.          Greining friðlýsingarkosta á Langanesi, minnisblað UST dags. 28. ágúst 2020

Lagt fram minnisblað um verk- og tímaáætlun á greiningu á friðlýsingarkostum á Langanesi frá Umhverfisstofnun, dags. 28. ágúst 2020. Jónas Egilsson, Þorsteinn Ægir Egilsson, Mirjam Blekkenhorst og Siggeir Stefánsson tóku til máls.

22.          Reglur um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2020-2021, dags. 11. sept. 2020

Lagt fram erindi frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 11. september 2020, um breyttar reglur á umsóknarferli á úthlutun byggðakvóta. Til máls tók Siggeir Stefánsson og lýsti yfir vanhæfi undir þessum lið. Samþykkt samhljóða og Siggeir yfirgaf fundinn.

Til máls tók sveitarstjóri og kynnti málið. Bókun um afgreiðslu: Óskað er eftir svohljóðandi breytingum á 1. gr.: Stafliður (b) hljóðist svo: „Eru skráð í viðkomandi byggðalagi 17. september 2020.“ Málsliður 1 í staflið (c) hljóðist svo: „Eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila með heimilisfang í viðkomandi byggðarlagi 17. september 2020.“ Bætt verði við nýjum stafliðum, annars vegar staflið (d), sem orðist svo „Einungis skip sem eru minni en 300 brúttótonn fá úthlutun“ og hins vegar staflið“ (e), sem orðist svo: „Við útreikning úthlutunar byggðakvóta skal draga frá afla sem til er komin vegna veiða á sértæku aflamarki Byggðastofnunar.“

Einnig er óskað eftir breytingu á 1. mgr. 6. gr. reglugerðar sem verði breytt þannig að orðið sveitarfélags komi í stað byggðarlags. Umrædd setning orðist því á eftirfarandi hátt. „Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan hlutaðeigandi sveitarfélags á tímabilinu frá 1. september 2020 til 31. ágúst 2021.“ Aflinn skal nema, í þorskígildum talið, tvöföldu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað samkvæmt reglugerð þessari.

Reglugerðin verði óbreytt að öðru leyti frá ráðuneytinu fyrir Bakkafjörð og Þórshöfn.

Til máls tók Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Jónas Egilsson og Þorsteinn Ægir Egilsson veittu andsvar. Sigríður Friðný bað um fundarhlé kl.18.19. Fundur settur á ný kl.18.22.

Samþykkt samhljóða og Siggeir Stefánsson kemur inn á fundinn á ný.

23.          Skrifstofuhúsnæði Langanesbyggðar

Oddviti lagði fram svohljóðandi tillögu: Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að setja núverandi húsnæði skrifstofu Langanesbyggðar, að Fjarðarvegi 3 á Þórshöfn, í opinbera sölu. Enn fremur er samþykkt að tilboð verði lögð fyrir byggðaráð til ákvörðunar.

Til máls tóku Siggeir Stefánsson og Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Jónas Egilsson veitti andsvar.

Samþykkt með atkvæðum Þorsteins Ægis Egilssonar, Hallsteins Stefánssonar, Jósteins Hermundssonar og Mirjam Blekkenhorst. Siggeir Stefánsson, Sigríður Friðný Halldórsdóttir og Sólveig Sveinbjörnsdóttir sátu hjá. Til máls tók Siggeir Stefánsson og lagði fram svohljóðandi bókun.  U-listinn telur ekki tímabært að auglýsa húsið að svo stöddu, þar sem ekki hefur farið fram umræða og greining á húsnæðismálum skrifstofunnar.

24.          Skýrsla sveitarstjóra

Dýpkun Þórshafnarhafnar er í gangi. Verktaki er Björgun og hófu þeir sína vinnu um miðjan ágúst. Áætlaður verktími er um þrír mánuðir. Um er að ræða dýpkun á höfninni og er þess sérstaklega gætt að innsiglingarleiðin fyrir uppsjávarskipin sé nægilega djúp. Heildarkostnaður við verkið er um 170 m.kr. skv. útboði, en kostnaðarhlutdeild Vegagerðarinnar er um 75% af viðhaldsdýpkunarframkvæmdum og 60% af frumdýpkun.

Endurbætur á Bakkafjarðarhöfn hafa tafist þar sem ekkert tilboð barst í vor í viðgerðir á varnargarðinum og dýpkun innsiglingarinnar. Verkið verður boðið út aftur og nú með áætluð verklok um miðjan apríl á næsta ári. Í kjölfarið er stefnt að lagfæringum og tiltektum á hafnarsvæðinu.

Framkvæmdir við hafnartangann á Bakkafirði eru komnar langt á veg. Verið er að leggja göngustíga og ljúka jarðvinnu sem mest fyrir veturinn. Verkefnið er unnið fyrir fjármagn úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Auk hinna hefðbundnu viðhaldsverkefna Þjónustumiðstöðvarinnar í sumar má taka til að meira fjármagn fékkst úr styrkvegasjóði en áður, eða 3,5 m.kr. og var unnið skv. tillögum frá Hverfaráði dreifbýlis. Plantað var nálægt 4000 trjáplöntum í sumar sem ýmist voru keyptar eða komið til af trjástofnum sem hafa náð að lifa hér. Þetta var sett niður við tjaldsvæði og á nokkrum stöðum í kringum þorpið á Þórshöfn. Flestar plönturnar virðast ætla að lifa. Planið er að á næsta ári verði plantað svipuðum fjölda og þá á Bakkafirði líka. Á næstu dögum verður farið í að laga gangstéttir við Bakkaveg og Hálsveg á Þórshöfn. Varmadælurnar eru komnar í notkun í Langanesvegi 2. Þá voru nýlega settar upp tvær varmadælur í sundlaugarrýminu í Veri og hafa loftgæði batnað til muna við þá aðgerð. „Led-væðing“ götuljósa í Langanesbyggð er hafin og verður gömlum perum skipt út fyrir hinar nýju í áföngum, en sveitarfélagið tók við rekstri og þjónustu við götulýsingu af Rarik þann 1. maí sl. Því miður fengust engir heimamenn til að laga heimagirðinguna á Bakkafirði og því verður þessu verkefni frestað og mögulega utanaðkomandi aðilar fengnir til verksins. Mikil umferð var á tjaldsvæðum sveitarfélagsins í sumar. Aðstæður voru erfiðari en ella vegna Covid-19 smithættu. Framkvæmdir eru í gangi við nýja sturtu- og baðaðstöðu á tjaldsvæðinu á Bakkafirði og eru þær styrktar af Brothættum byggðum.

Vinnuskólinn. Í sumar sem leið voru heldur fleiri starfsmenn í vinnuskóla Langanesbyggðar eða um 20 manns. Ákveðið var að ráða alla þá sem sóttu um í vor. Við vorum afar heppin með starfsfólk í sumar sem gerði alltaf sitt besta. Haldin voru námskeið fyrir þá sem voru í vinnuskóla í upphafi sumars. Þórarinn slökkviliðsstjóri og Ágústa flokkstjóri vinnuskóla settu þessi námskeið saman og er markmiðið að þróa þetta áfram næsta sumar. Nokkrir starfsmenn fóru á sláttutraktora námskeið þannig allt var löglegt og fínt hjá okkur þetta árið í þeim efnum. Í byrjun september fóru síðustu sumarstarfsmennirnir frá okkur. Helstu verkefni sumarsins sneru að venju að slætti og almennri fegrun þorpanna. En það er eitthvað sem getur aldrei klárast og á að vera stöðugt að vinna í svo við getum haldið áfram verið stolt af sveitarfélaginu okkar.

Nýr hjúkrunarforstjóri á Nausti tekur formlega við störfum í næstu viku. Hinn nýi starfsmaður heitir Karítas Ósk Agnarsdóttir sem hefur verið starfandi sem hjúkrunarfræðingur á Norðfirði, en hún er uppalin hér. Fjölskylda hennar mun flytja með henni. Vil ég lýsa ánægju minni með þennan nýja starfsmann og bjóða hana og fjölskyldu hennar velkomna til okkar.

Ærslabelgur á Þórshöfn var settur upp á túninu fyrir austan félagsheimilið Þórsver, en hann er gjöf hjónanna Þorbjargar Þorfinnsdóttur og Jónasar Jóhannssonar til Ungmennafélags Langnesinga. BJ vinnuvélar styrktu með vinnuframlagi.

Frisbígolfvellir á Þórshöfn og á Bakkafirði. Fyrsta sending af staurum fyrir frisbígolfvöll á Þórshöfn er á leiðinni og verður a.m.k. hluti þeirra settur upp í haust. BJ vinnuvélar styrkja þessa framkvæmd. Fyrirhugað er að koma öðrum velli fyrir á Bakkafirði næsta vor.

Undirbúningur fjárhagsáætlunargerðar er hafinn, en fyrsti fundur var á sl. þriðjudag með deildarstjórum. Aukið samráð verður haft við deildarstjóra um fjárhagsáætlunargerð og nefndir sveitarfélagsins um áætlanir þeirra. Til máls tóku Siggeir Stefánsson, Jónas Egilsson og Hallsteinn Stefánsson.

 Fundargerð upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:54

Hægt er að horfa á fundinn hér.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?