Fara í efni

113. fundur sveitarstjórnar

22.04.2020 17:00

 113. fundur sveitarstjórnar, Langanesbyggðar haldinn í Félagsheimilinu Þórsveri, Langanesvegi 16 Þórshöfn, fimmtudaginn 22. apríl 2020. Fundur var settur kl. 17:00.           

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti, Mirjam Blekkenhorst, Jósteinn Hermundsson, Þórarinn J. Þórisson, Siggeir Stefánsson, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Almar Marinósson Jónas Egilsson sveitarstjóri og Jóhann H. Jónasson starfsmaður skrifstofu sem  ritaði fundargerð.

Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki.

Því næst var gengið til dagskrár.

Dagskrá

1.            Fundagerð 880. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 27. mars 2020

2.            Fundargerð 421. fundar stjórnar Hafnarsambands sveitarfélaga, dags. 20. mars 2020

3.            Fundargerð 56. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 11. mars 2020

4.            Fundargerð 7. fundar stjórnar SSNE, dags. 11. mars 2020

5.            Fundargerð 21. fundar byggðaráðs, dags. 19. mars 2020

6.            Fundargerð 11. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar, dags. 20. mars 2020

7.            Fundargerð 12. fundar velferðar- og fræðslunefndar, dags. 4. mars 2020

8.            Fundargerð 16. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 18. mars 2020

9.            Fundargerð 17. fundur skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 25. mars 2020

10.          Fundargerð 18. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 15. apríl 2020

11.          Ársskýrsla Betri Bakkafjörður 2019

12.          Starf Flugklasans 66N, tímabilið 12. okt. 2019-31. mars 2020

13.          Bréf frá Marinó Jóhannssyni, dags. 24. mars 2020

14.          Drög að reglum um refaveiði

15.          Bókun vegna lánsheimildar

16.          Viðauki 5, við fjárhagsáætlun 2020

17.          Skipun varamanns í stjórn SSNE

18.          Þriggja mánaða rekstraryfirlit, janúar til mars 2020

19.          Ítrekun á óskum um aðgang að gögnum og upplýsingum í samræmi við 20. gr. í samþykktum Langanesbyggðar, sbr. 15. dagskrárlið 111. fundar

20.          Nýbygging leikskóla, sbr. ákvörðun oddvita undir 16. lið 111. fundar

21.          Frá U-lista: Ósk um birtingu ráðningarsamnings sveitarstjóra á heimasíðu sveitarfélagsins

22.          Skýrsla sveitarstjóra

 Fundargerð

1.            Fundagerð 880. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 27. mars 2020

Fundargerðin lögð fram.

2.            Fundargerð 421. fundar stjórnar Hafnarsambands sveitarfélaga, dags. 20. mars 2020

Fundargerðin lögð fram.

3.            Fundargerð 56. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 11. mars 2020

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tók Siggeir Stefánsson. Hann lagði til að sveitarstjórn tæki undir bókun á 56. fundi stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga um áhrif loðnubrests á afkomu sveitarfélaga.

Samþykkt samhljóða.

4.            Fundargerð 7. fundar stjórnar SSNE, dags. 11. mars 2020

Fundargerðin lögð fram.

5.            Fundargerð 21. fundar byggðaráðs, dags. 19. mars 2020

Fundargerðin lögð fram og staðfest.

6.            Fundargerð 11. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar, dags. 25. mars 2020

Fundargerðin lögð fram.

7.            Fundargerð 12. fundar velferðar- og fræðslunefndar, dags. 4. mars 2020

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tók Siggeir Stefánsson. Jónas Egilsson veitti andsvar.

8.            Fundargerð 16. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 18. mars 2020

Fundargerðin lögð fram.

9.            Fundargerð 17. fundur skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 25. mars 2020

Fundargerðin lögð fram.

10.          Fundargerð 18. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 15. apríl 2020

Fundargerðin lögð fram.

11.          Ársskýrsla Betri Bakkafjörður 2019

Skýrslan lögð fram.

12.          Starf Flugklasans 66N, tímabilið 12. okt. 2019-31. mars 2020

Stöðuskýrslan lögð fram.

13.          Bréf frá Marinó Jóhannssyni, dags. 24. mars 2020

Bréfið lagt fram.

Til máls tók Jónas Egilsson og lagði fram svohljóðandi tillögu að bókun um afgreiðslu:

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða nánar við bréfritara um hans umkvartanir. Einnig er honum falið að ræða við aðra bændur og fjallskilastjóra sveitarfélagsins og skila tillögum að svari til dreifbýlisráðs og atvinnu- og nýsköpunarnefndar.

Til máls tók Siggeir Stefánsson. Jónas Egilsson veitti andsvar.

Samþykkt samhljóða.

14.          Drög að reglum um refaveiði

Drög að reglum um refaveiðar í Langanesbyggð lagðar fram.

Til máls tóku: Jónas Egilsson og Almar Marinósson. Jónas Egilsson veitti andsvar. Til máls tók Almar Marinósson og lagði fram svohljóðandi tillögu: Sveitarstjórn vísar drögum um reglur um refaveiði til viðeigandi nefnda og óskar eftir áliti frá reyndum refaveiðimönnum eða að þeim sé gefinn kostur á að koma fram athugasemdum.

Mirjam Blekkenhorst veitti andsvar. Til máls tók Siggeir Stefánsson, Þorsteinn Ægir Egilsson og Jónas Egilsson veittu andsvar. Mirjam Blekkenhorst veitti andsvar. Til máls tók Siggeir Stefánsson, Þorsteinn Ægir Egilsson  og Jónas Egilsson veittu andsvar.

Tillaga Almars felld með fjórum atkvæðum Þorsteins Ægis Egilssonar, Mirjam Blekkenhorst, Þórarins J. Þórissonar og Jósteins Hermundsson gegn atkvæðum Siggeirs Stefánssonar, Almars Marinóssonar og Sólveigar Sveinbjörnsdóttur.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlagðar reglur og taka þær gildi frá og með samþykkt þeirra og felur sveitarstjóra að auglýsa opin svæði til umsóknar. Frestur er gefinn til 30. maí nk.

Samþykkt með fjórum atkvæðum Þorsteins Ægis Egilssonar, Mirjam Blekkenhorst, Þórarins J. Þórissonar og Jósteins Hermundssonar. Hjáseta: Almar Marinósson, Siggeir Stefánsson, Sólveig Sveinbjörnsdóttir.

15.          Bókun vegna lánsheimildar

Oddviti lagði fram svohljóðandi tillögu að afgreiðslu:

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 60.000.000, með lokagjalddaga þann 5. október 2034, í samræmi við þá skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkir að til tryggingar á láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum við hjúkrunar- og dvalarheimilið Naust og öðrum fasteignum sveitafélagsins sem fela í sér að vera verkefni sem hafa almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Jónas Egilssyni, kt. 120258-3469, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Langanesbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Til máls tóku Jónas Egilsson og Siggeir Stefánsson, Jónas Egilsson veitti andsvar. Til máls                       tóku Almar Marinósson og Siggeir Stefánsson, Jónas Egilsson veitti andsvar. Til máls tók Almar Marinósson, Jónas Egilsson veitti andsvar.Til máls tóku: Siggeir Stefánsson, Jónas Egilsson, veitti andsvar. Tóku til máls Almar Marinósson og Siggeir Stefánsson, Jónas Egilsson veitti andsvar.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjóri óskaði eftir fundarhléi kl.18:00. Samþykkt.

Oddviti setti fund að nýju 18:05.

16.          Viðauki 5, við fjárhagsáætlun 2020

Til máls tók Jónas Egilsson og lagði fram svohljóðandi viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun Langanesbyggðar fyrir árið 2020:

Viðauki nr. 5, við fjárhagsáætlun Langanesbyggðar 2020: Lagðar eru til eftirfarandi breytingar við fjárhagsáætlun 2020:

1.            Hafnarmannvirki                                             kr. 16.600.000

2.            Langanesvegur 2                                           kr. 10.000.000

3.            Aðkeypt sérfr.þj. m/vsk                              kr.  1.500.000

4.            Peningamarkaðsreikning. (lántaka)      kr. 60.000.000   

Til máls tók Siggeir Stefánsson, Þorsteinn Ægir Egilsson og Jónas Egilsson veitti andsvar. Til máls tók Almar Marinósson, Jónas Egilsson og Þorsteinn Ægir Egilsson veittu andsvar. Til máls tók Siggeir Stefánsson, Þorsteinn Ægir Egilsson og Jónas Egilsson veittu andsvar. Til máls tók Siggeir Stefánsson og óskaði eftir því að hver liður yrði tekinn fyrir sig í atkvæðagreiðslu.

1.liður. Samþykkt samhljóða.

2.liður. Samþykkt með atkvæðum Þorsteins Ægis Egilssonar, Mirjam Blekkenhorst, Þórarins J. Þórissonar og Jósteins Hermundssonar. Siggeir Stefánsson, Almar Marinósson og Sólveig Sveinbjörnsdóttir sátu hjá.

Bókun: U-listinn óskar eftir kostnaðaráætlun og greiningu á þeim verkum sem á að framkvæma fyrir 10 milljónir króna að Langanesvegi 2.

3.liður. Samþykkt samhljóða.

4.liður. Samþykkt samhljóða.

17.          Skipun varamanns í stjórn SSNE

Til máls tók Þórarinn J. Þórisson og lagði fram tillögu um að Þorsteinn Ægir Egilsson tæki sæti varamanns í stjórn SSNE út kjörtímabilið, sbr. 12. gr. samþykkta SSNE.

Til tók máls Siggeir Stefánsson, Þorsteinn Ægir og Jónas Egilsson veittu andsvar.

Samþykkt samhljóða.

18.          Þriggja mánaða rekstraryfirlit, janúar til mars 2020

Þriggja mánaða bráðabirgðayfirlit rekstrar Langanesbyggðar, A og B hluta, lagt fram.

Til máls tók Jónas Egilsson og Siggeir Stefánsson, Jónas Egilsson veitir andsvar.

U-listinn leggur fram eftirfarandi bókun: U-listinn ítrekar ósk um að gerð verði mánaðarlegt uppgjör fyrir sveitarstjórn svo hægt sé að fylgjast með þróun rekstrar Langanesbyggðar. Þetta á sérstaklega við núna miðað við óvissuástandið sem er í heiminum.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að vísa vinnu við skoðun fjárhagsáætlunar til byggðaráðs.

Samþykkt samhljóða.

19.          Ítrekun á óskum um aðgang að gögnum og upplýsingum í samræmi við 20. gr. í samþykktum Langanesbyggðar, sbr. 15. dagskrárlið 111. fundar

Til máls tók Jónas Egilsson og lagði fram gögn vegna fyrirspurna U-listans í 6 liðum.

Siggeir Stefánsson óskaði eftir fundarhléi kl. 19:05. Samþykkt.

Oddviti setti fund að nýju kl. 19:26

Tók til máls Almar Marinósson.

20.          Nýbygging leikskóla, sbr. ákvörðun oddvita undir 17. lið 111. fundar

Til máls tók oddviti og gerði grein fyrir ástæðum þess að bókun sem lögð var fram undir 17.b lið 111. fundar hefði verið vísað til þessa fundar.

Til máls tók Þórarinn J. Þórisson og lagði fram svohljóðandi bókun: L-listinn hafnar þeim ásökunum sem koma fram í bókun U-lista á 111. fundi sveitarstjórnar um nýbyggingu leikskólans. Hún byggist ekki á staðreyndum heldur á huglægu mati fulltrúa minnihlutans.

Sú innviðauppbygging, og þá sérstaklega í skólamálum, sem átt hefur sér stað síðustu ár hefur gert Langanesbyggð að fýsilegri kosti að búa í. Nýir skólar hafa gjörbreytt til hins betra öllu umhverfi og umgjörð skólabarna og starfsfólks og eru þeir gífurlega mikilvægt skref til að bæta samfélagið á allan hátt. L-listinn hefur látið verkin tala og erum við gríðarlega stolt af þeim árangri sem náðst hefur.

Til máls tók Siggeir Stefánsson, Þorsteinn Ægir Egilsson veitti andsvar. Til máls tók Siggeir Stefánsson, Mirjam veitti andsvar. Tók til máls Siggeir Stefánsson og bað um fundarhlé kl. 19:49. Samþykkt.

Oddviti setti fund aftur kl.19:55.

Tók til máls Siggeir Stefánsson og lagði til svohljóðandi bókun: U-listinn stendur við fyrri bókun sem kom fram á 111 fundi sveitarstjórnar. U-listinn óskar eftir skriflegu eintaki af ræðu oddvita.

Tóku til máls Almar Marinósson, Þórarinn J. Þórisson ,Almar Marinósson, Þorsteinn Ægir Egilsson, Þórarinn J. Þórisson, Siggeir Stefánsson, Þorsteinn Ægir Egilsson, Siggeir Stefánsson.

21.          Frá U-lista: Ósk um birtingu ráðningarsamnings sveitarstjóra á heimasíðu sveitarfélagsins

Til máls tók Almar Marinósson og lagði fram svohljóðandi tillögu: Sveitarstjórn samþykkir að ráðningasamningur nýráðins sveitarstjóra verði birtur á heimasíðu sveitarfélagsins fyrir lok apríl 2020.

Til máls tóku Þorsteinn Ægir Egilsson, Almar Marinósson, Þorsteinn Ægir Egilsson, Almar Marinósson, Þórarinn J. Þórisson, Almar Marinósson og Þorsteinn Ægir Egilsson.

Tillaga U-listans felld með fjórum atkvæðum Þorsteins Ægis Egilssonar, Mirjam Blekkenhorst, Þórarins J. Þórissonar og Jósteins Hermundssonar gegn atkvæðum Siggeirs Stefánssonar, Almars Marinóssonar og Sólveigar Sveinbjörnsdóttur

Oddviti lagði fram svohljóðandi bókun: Meirihluti vill kynna sér persónuverndarlög áður en ráðningasamningur sveitastjóra verður birtur.

22.          Skýrsla sveitarstjóra

Eftir páska kom í ljós að lekið hafði inn með þaki á nýja leikskólanum. Svo virðist sem snjór hafi fokið undir þakskeggið á hluta nýrri byggingarinnar og upp eftir þakinu og bráðnað síðan og valdið nokkru tjóni. Haldnir hafa verið tveir vinnufundir með hönnuðum og verktökum vegna þessa máls og á morgun, sumardaginn fyrsta, verða allir útveggir rakamældir þar sem grunur leikur á að vatn hafi komist að. Unnið er að skoðun á því hver beri ábyrgð á þeim hönnunar- eða verkmistökum sem átt hafa sér stað. Sveitarstjóri og forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar hafa átt fund með lögfræðingi til að meta stöðu og aðgerðir sveitarfélagsins, en lögum samkvæmt er fimm ára ábyrgð á nýbyggingum. Sveitarfélagið mun sækja á hönnuði, verktaka og eftirlitsaðila með vinnu og annan kostnað til þess að laga þennan galla.

Þá er óuppgerð ábyrgð á vatnsleka sem komið hefur nokkrum sinnum í ljós í loftræstikerfi grunnskólans. Svo virðist sem snjór og jafnvel úrkoma fjúki inn í kerfið og valdi tjóni á innanstokksmunum á leikskólanum. Starfsfólk sveitarfélagsins er að skoða hvaða úrræði sveitarfélagið hefur. Það mál verður sótt einnig af fullum þunga að hálfu sveitarfélagsins.

Verkefninu Brothættar byggðir var úthlutað aukalega 60 m.kr. fjárveitingu frá ríkinu og koma úr þeim potti beint 13,6 m.kr. til Bakkafjarðar. Til viðbótar fara 40 m.kr. í e.k. „öndvegissjóð“ sem verkefni frá öllum sjö brothættum byggðunum geta sótt um styrk til. Að auki koma 30 m.kr. til uppbyggingar úr Framkvæmdasjóði ferðamanna til framkvæmda á Bakkafirði. Ljóst er því að tækifæri til verulegs viðsnúnings til hins betra er að skapast á Bakkafirði í kjölfar þessara fjárveitinga, auk fyrri ákvarðana um úthlutanir og aðgerða sveitarfélagsins.

Eldri hafnarkraninn á Bakkafirði er í viðgerð og verður settur upp að nýju að henni lokinni, en mikið slit var í legum og undirstöðum kranans. Undirbúningur er hafinn að kaupum á nýrri flotbryggju á Bakkafirði, en á nýrri bryggju verður einnig olíuafgreiðsla fyrir báta. Lokið er viðgerðum á eldri flotbryggju.

Dýpkunarframkvæmdir við höfnina á Þórshöfn eru að fara í útboð og miðast tímasetningar við að framkvæmdum sé lokið fyrir upphaf sumarvertíðar í ár.

Covid smithætta. Þrátt fyrir að enginn sé í sóttkví núna og engin smit hafi greinst í Langanesbyggð á kostnaður vegna Covid-19 smithættu eftir að koma betur í ljós. Skráð atvinnuleysi í Langanesbyggð um þessar mundir er um 11,7% í þessum mánuði, sem telst ekki hátt á landsvísu, en óvenju mikið hér á þessum árstíma. Tilmæli hafa komið til sveitarfélaga um að fara í framkvæmdir og aðgerðir til að draga úr atvinnuleysi, sérstaklega unglinga allt að 18 ára aldri. Sumarvinnufólk hefur einkum verið á aldrinum 14-17 ára hingað til. Þá má geta þess að heimsóknir erlendra sjálfboðaliða, þ.e. Veraldarvina, verða ekki á þessu ári. Fjársöfnun Nausts vegna Covid-19 veirunnar hefur skilað góðum árangri. Nú er búið að fjárfesta í loftdýnu, vökvadælum, verkjadælu og súrefnisvélum og hefur þessi búnaður komið sér vel fyrir starfsemi stofnunarinnar. Eftir 4. maí nk. verður heimsóknarbanni gesta á Naust aflétt að hluta til samhliða öðrum tilslökunum sóttvarnalæknis.

Í undirbúningi er skoðun á frárennslislögnum sem liggja undir Fjarðarveg og Langanesveg á Þórshöfn en til stendur af hálfu Vegagerðarinnar að malbika stóra hluta þessara gatna í sumar, ef allar lagnir eru í lagi. Að öðrum kosti þarf að taka einhverjar lagnir upp og gera við áður en framkvæmdir hefjast.

Í skoðun eru möguleikar á koma litlum og tiltölulega ódýrum hreinsistöðvum fyrir við helstu útrásir á Bakkafirði og á Þórshöfn, en þetta mál hefur verið rætt í skipulags- og umhverfisnefnd.

Til máls tók Siggeir Stefánsson, Jónas Egilsson veitti andsvar. Til máls tók Almar Marinósson.

Fundargerð upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:40.

 

Hægt er að horfa á fundinn hér.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?