Fara í efni

11. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar

19.01.2023 17:00

Fundur í sveitarstjórn

11. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, Þórshöfn, fimmtudaginn 19. janúar 2022. Fundur settur kl. 17:00.

Mætt voru: Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir varaoddviti, Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Hjörtur Harðarson, Hulda Kristín Baldursdóttir, Júlíus Sigurbjartsson, Þorsteinn Ægir Egilsson, Mirjam Blekkenhorst og Svala Sævarsdóttir sem ritaði fundargerð.

Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki.

Dagskrá

1. Fundargerð 916. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 14.12.2022
2. Fundargerð 45. fundar SSNE 09.12.2022
3. Fundargerð 7. fundar byggðaráðs 05.01.2023
      Liður 3.1: Bréf um úthlutun byggðakvóta, bréf frá matvælaráðuneytinu
      Liður 3.2: Tillaga að sérstökum skilyrðum fyrir úthlutun byggðakvóta
4. Fundargerð 7. fundar, aukafundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 20.12.2022
      Liður 8: Tillögur frá Dawid smið um aðstöðu fyrir hjólabretti og grillskúra utanhúss á Bakkafirði og Þórshöfn.
      Liður 9: Skipulags- og umhverfisnefnd beinir því til sveitarstjórnar að við úthlutun lóða sem tilbúnar eru til bygginga verði aðeins þau gjöld sem              hafa í för með sér beinan kostnað fyrir sveitarsjóð innheimt s.s. tengigjöld.
5. Fundargerð 8. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 10.01.2023
      Liður 1: Bréf til sveitarstjórna um frumhagkvæmismat líforkuvers í Eyjafirði ásamt lokaútgáfu af matinu.
6. Siðareglur kjörinna fulltrúa
7. Ósk um umsögn á leyfi til skemmtanahalds frá sýslumanni NE 11.01.2023.

Fundargerð

1. Fundargerð 916. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 14.12.2022
Fundargerðin lögð fram

2. Fundargerð 45. fundar SSNE 09.12.2022
Fundargerðin lögð fram

3. Fundargerð 7. fundar byggðaráðs frá 05.01.2023   
      Liður 03: Bréf matvælaráðuneytisins um úthlutun byggðakvóta. Kvóti á Bakkafirði er aukinn um 31 tonn.
       Liður 03.01) Byggðráð hefur gert tillögu að svari til ráðuneytisins

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu byggðaráðs vegna bréfs matvælaráðuneytisins um úthlutun byggðakvóta.
Einnig bætir sveitarstjórn við tillögu um sérreglur varðandi breytingu á löndunarskyldu eða vinnsluskyldu (ákvæði 7. gr.). 1. ml. 1. mgr. 7.greinar og orðast þá svo: Fiskistofu er heimilt að úthluta aflmarki fiskiskips á grundvelli afla annars skips, sem skráð er í sama sveitarfélagi, og er í eigu sama lögaðila. 2. ml. 1. mgr. 7. greinar orðist svo: Jafnframt er heimilt að flytja rétt til úthlutunar aflamarks milli skipa, sem skráð er í sama sveitarfélagi, og er í eigu sama lögaðila.

Fundargerðin lögð fram

Samþykkt samhljóða.

4. Fundargerð 7. fundar, aukafundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 20.12.2022  
      Liður 8: Tillögur frá Dawid smið um aðstöðu fyrir hjólabretti og grillskúra utanhúss á Bakkafirði og Þórshöfn.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn þakkar erindið og þann áhuga sem bréfritari sýnir á því að fjölga útivistarmöguleikum í Langanesbyggð. Sveitarstjórn tekur jákvætt í að setja upp a.m.k. 2 grillskúra og vísar erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar varðandi staðsetningu. Hvað varðar aðstöðu fyrir hjólabretti felur sveitarstjórn sveitarstjóra að skoða nánari útfærslu á slíkri aðstöðu með það að markmiði að koma henni upp síðar.

Samþykkt samhljóða.

      Liður 9 – Önnur mál A: Skipulags- og umhverfisnefnd beinir því til sveitarstjórnar að við úthlutun lóða sem tilbúnar eru til bygginga verði aðeins               þau gjöld sem hafa í för með sér beinan kostnað fyrir sveitarsjóð innheimt s.s. tengigjöld.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn tekur undir með nefndinni og samþykkir að ekki verði innheimt gjöld af byggingalóðum sem tilbúnar eru til úthlutunar nema þau gjöld sem hafa í för með sér beinan kostnað fyrir sveitarfélagið.

Fundargerðin lögð fram

Samþykkt samhljóða.

Fundargerð 8. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 10.01.2023
      1. Liður 1: Bréf til sveitarstjórna um frumhagkvæmismat líforkuvers í Eyjafirði ásamt lokaútgáfu af matinu.

Lagt fram til kynningar. Sérstakur kynningarfundur verður haldinn 31. janúar kl. 12:00 þar sem frumhagkvæmismat líforkuvers í Eyjafirði verður kynnt fyrir sveitarstjórnarmönnum og formanni og varaformanni skipulags- og umhverfisnefndar.

6. Siðareglur kjörinna fulltrúa
Lagðar fram til samþykktar og staðfestingar siðareglur kjörinna fulltrúa frá 2. desember 2021. Við kjör nýrrar sveitarstjórnar þarf sveitarstjórn að samþykkja að nýju siðareglur sveitarstjórnarmanna og/eða breyta þeim.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir siðareglur sveitarstjórnar frá 2. desember 2021óbreyttar.

Samþykkt samhljóða.

7. Ósk um umsögn um leyfi til skemmtanahalds frá sýslumanni NE 11.01.2023

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.17.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?