Fara í efni

106.fundur sveitarstjórnar

21.11.2019 17:00

 Fundur í sveitarstjórn

 106. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar haldinn í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn, fimmtudaginn 21. nóvember 2019. Fundur var settur kl. 17:04.

                                                

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti, Mirjam Blekkenhorst varaoddviti, Halldór R. Stefánsson, Jósteinn Hermundsson, Siggeir Stefánsson, Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Elías Pétursson sveitarstjóri og Jónas Egilsson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Almar Marinósson tók sæti undir lið 11.

Oddviti setti fundinn og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki.

Því næst var gengið til dagskrár.

Dagskrá

1.      Fundargerð 875. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. október 2019

2.      Fundargerð 416. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands, dags. 18. október 2019

3.      Fundargerð 18. fundar Siglingaráðs, dags. 5. september 2019

4.      Fundargerð 12. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyinga, dags. 14. janúar 2019

5.      Fundargerð 9. fulltrúaráðs Héraðsnefndar Þingeyinga, dags. 15. maí 2019

6.      Fundargerð 12. fundar byggðaráðs, dags. 24. október 2019

7.      Fundargerð 13. fundar byggðaráðs, dags. 7. nóvember 2019

8.      Fundargerð 14. fundar, vinnufundar byggðaráðs dags. 13. nóvember 2019

9.      Fundargerð 15. fundar byggðaráðs, dags. 14. nóvember 2019

10.  Fundagerðir hverfaráða, erindisbréf og skipun formanna í dreifbýlís og Bakkafjarðar

a.       Erindisbréf hverfaráða

b.      Skipan formanns hverfisráðs Bakkafjarðar

c.       Skipan formanns hverfisráðs dreifbýlis

11.  Erindi frá forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar, dags. 1. nóvember sl., frá 13. fundi byggðaráðs

12.  Sértækur byggðakvóti, frá 13. fundi byggðaráðs

13.  Samstarf í skipulagsmálum, erindi fá Héraðsnefnd Þingeyinga, dags. 8. nóvember 2019

14.  Minnisblað – Gjaldskrár vatnsveitna og fjármagnskostnaður, dags. 25. október 2019

15.  Tillaga að samþykktum um frístundastyrki til barna, aldraðra og öryrkja 2020

16.  Gjaldskrár Langanesbyggðar árið 2020

17.  Tillaga um álagningu útsvars árið 2020

18.  Fjárhagsáætlun 2020, þriggja ára áætlun 2021, 2022 og 2023 – fyrri umræða

19.  Skýrsla sveitarstjóra

  

Fundargerð

 

1.      Fundargerð 875. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. október 2019

Fundargerðin lögð fram.

2.      Fundargerð 416. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands, dags. 18. október 2019

Fundargerðin lögð fram.

3.      Fundargerð 18. fundar Siglingaráðs, dags. 5. september 2019

Fundargerðin lögð fram.

4.      Fundargerð 12. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyinga, dags. 14. janúar 2019

Fundargerðin lögð fram.

5.      Fundargerð 9. fulltrúaráðs Héraðsnefndar Þingeyinga, dags. 15. maí 2019

Fundargerðin lögð fram.

6.      Fundargerð 12. fundar byggðaráðs, dags. 24. október 2019

Fundargerðin staðfest.

7.      Fundargerð 13. fundar byggðaráðs, dags. 7. nóvember 2019

Fundargerðin staðfest.

8.      Fundargerð 14. fundar, vinnufundar byggðaráðs dags. 13. nóvember 2019

Fundargerðin staðfest.

9.      Fundargerð 15. fundar byggðaráðs, dags. 14. nóvember 2019

Fundargerðin staðfest.

10.  Fundagerðir hverfaráða, erindisbréf og skipun formanna í dreifbýlís og Bakkafjarðar

Fram eru lagðar fundargerðir hverfaráða, um er að ræða fundargerðir 1. og 2. funda hverfaráðs Bakkafjarðar og 1. fundar hverfaráðs dreifbýlis.

Eftirfarandi mál sem hverfaráð hafa fjallað um þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

a.      Erindisbréf hverfaráða.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn staðfestir erindisbréf hverfaráða og felur sveitarstjóra að birta.

Samþykkt samhljóða.

b.      Skipan formanns hverfisráðs Bakkafjarðar.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn skipar Gunnlaug Steinarsson sem formann ráðsins.

c.       Skipan formanns hverfisráðs dreifbýlis.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn skipar Steinunni Önnu Halldórsdóttur sem formann ráðsins.

11.  Erindi frá forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar, dags. 1. nóvember sl., frá 13. fundi byggðaráðs

Erindinu var vísað til sveitarstjórnar á 13. fundar byggðaráðs, 4. dagskrárliður. Lagður fram tölvupóstur frá forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar dags. 1. nóvember 2019.

Oddviti tók fundarhlé kl. 17:11.

Oddvit setti fund að nýju kl. 17:13.

Til máls tók sveitarstjóri.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu forstöðumanns Þjónustumiðstöðvarinnar.

Samþykkt samhljóða.

 

12.  Sértækur byggðakvóti, frá 13. fundi byggðaráðs

Siggeir Stefánsson tók til máls  og lýsti sig vanhæfan við afgreiðslu þessa máls. Samþykkt.

Almar Marinósson tók sæti hans á fundinum.

Erindinu var vísað til sveitarstjórnar á 13. fundi byggðaráðs, 9. dagskrárliður í fundargerð.

Til máls tók sveitarstjóri.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn gerir fyrir sitt leiti ekki athugasemd við fyrirhugaða afgreiðslu Byggðastofnunar, en leggur á það ríka áherslu að umræddri úthlutun sértækra veiðiheimilda fylgi sannanlega þau störf sem í umsókn er lofað. Sveitarstjóra falið að koma afgreiðslu sveitarstjórnar á framfæri við Byggðastofnun.

Samþykkt samhljóða.

Almar Marinósson vék af fundi og Siggeir Stefánsson tók sæti á fundinum að nýju.

13.  Samstarf í skipulagsmálum, erindi fá Héraðsnefnd Þingeyinga, dags. 8. nóvember 2019

Lagt fram erindi Héraðsnefndar Þingeyinga, dags. 8. nóvember 2019, „Samtarf í skipulagsmálum.“

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn fagnar fyrirhuguðum samráðsvettvangi í skipulagsmálum og  skipar sveitarstjóra og formann skipulags- og umhverfisnefndar sem sína fulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

14.  Minnisblað – Gjaldskrár vatnsveitna og fjármagnskostnaður, dags. 25. október 2019

Minnisblaðið lagt fram.

15.  Tillaga að samþykktum um frístundastyrki til barna, aldraðra og öryrkja 2020

Tillaga að samþykktum um frístundastyrki 2020 lagt fram í samræmi við ákvörðun 12. fundar byggðaráðs.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlagðar samþykktir fyrir árið 2020.

Samþykkt samhljóða.

16.  Gjaldskrár Langanesbyggðar árið 2020

Greinargerð með tillögum til sveitarstjórnar um gjaldskrárbreytingar 2020 lögð fram ásamt gjaldskrám sveitarfélagsins.

Til máls tók

Eftirtaldar gjaldskrár voru lagðar fram og afgreiddar:

1.      Samþykktir um gatnagerðargjöld, stofngjald fráveitu, byggingaleyfisgjald, gjöld vegna skipulagsvinnu, afgreiðslu, þjónustugjöld og gjaldskrá vatnsveitu.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt samhljóða.

2.      Álagningarákvæði fasteignagjalda.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt samhljóða.

3.      Gjaldskrá slökkviliðs Langanesbyggðar.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt samhljóða.

4.      Gjaldskrá grunn- og leikskóla Langanesbyggðar.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt samhljóða.

5.      Gjaldskrá og reglur fyrir geymslusvæði í Langanesbyggð.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt samhljóða.

6.      Gjaldskrá fyrir sorphirðu og meðhöndlun úrgangs.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt samhljóða.

7.      Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt samhljóða.

8.      Gjaldskrá fyrir almenna útleigu á Þórsveri Þórshöfn.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt samhljóða.

9.      Gjaldskrá fyrir tjaldsvæði á Þórshöfn og á Bakkafirði.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt samhljóða.

10.  Verðskrá fyrir sundlaug og íþróttahús.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt samhljóða.

11.  Gjaldskrá Langaneshafna (textaskrá og tafla).

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt samhljóða.

12.  Gjaldskrá um stöðuleyfi.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt samhljóða.

13.  Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu. 

Bókun um afgreiðslu: Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu miðast við gjaldskrá Norðurþings.

17.  Tillaga um álagningu útsvars árið 2020

Tillaga að útsvarsálagninu fyrir árið 2020 lögð fram.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að útsvarshlutfall skuli vera óbreytt frá því í fyrra, eða 14,52%.

Samþykkt samhljóða.

 

18.  Fjárhagsáætlun 2020, þriggja ára áætlun 2021, 2022 og 2023 – fyrri umræða

Til máls tók sveitarstjóri og fór yfir áætlunina. Að því loknu lagði sveitarstjóri til að boðað yrði til vinnufundar sveitarstjórnar vegna fjárhagsáætlunar laugardaginn 30. nóvember nk.11:00.

Til máls tók: Siggeir Stefánsson.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun og vísar henni til seinni umræðu. Einnig er sveitarstjóra falið að boða sveitarstjórn til vinnufundar 30. nóvember nk.

Samþykkt samhljóða.

 

19.  Skýrsla sveitarstjóra

Sveitarstjóri tók til máls og fór yfir það helsta sem í gangi hefur verið undanfarið og ekki hefur verið getið á fundinum.

Byggðakvóti – Sótt hefur verið um hefðbundinn byggðakvóta og er nú beðið niðurstöðu, framundan er að semja sérreglur líkt og undanfarin ár.

Fundur byggðaráðs með deildarstjórum – Þann 13. nóvember sl. Fundaði byggðaráð með deildarstjórum og fór yfir þau mál er að deildum snúa og fjárhagsáætlun. Óhætt er að segja að fundirnir hafi heppnast vel og verið ákaflega gagnlegir.

Aðalfundur Eyþings – Sveitarstjóri, oddviti og fyrsti maður U-lista sóttu árlegan aðalfund Eyþings sem haldinn var á Dalvík dagana 15. og 16. nóvember. Líkt og áður var fundurinn góður og margt áhugavert rætt.

Sameining atvinnuþróunarfélaga og Eyþings – Mikill tími hefur farið í vinnu vegna sameiningar Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Eyþings. Nú hefur sameining verið samþykkt í öllum umræddum félögum og framundan er vinna við að sameina félögin og útfæra starfsemi nýrra landshlutasamtaka, mjög mikilvægt er að þar verði vandað til verka.

Hafnir – Sveitarstjóri hefur undanfarið unnið að því að fá aðila til að dýptarmæla höfnina hér á Þórshöfn, líkur eru á að það verði gert í komandi viku. Einnig hefur sveitarstjóri átt í samtali við vegagerðina um ýmis þróunarmál er varða hafnir, nú liggja fyrir hugmyndir sem hafnarnefnd mun funda um í komandi viku. Að síðustu hefur sveitarstjóri átt í viðræðum við Olíudreifingu vegna færslu á olíuafgreiðslu í höfninni á Bakkafirði, nú hillir að mati sveitarstjóra undir lausn á því máli. Vigtarskúr á Þórshöfn hefur verið reistur og er unnið að klæðningu hans. Verkið er unnið af starfsmönnum þjónustumiðstöðvar og smiðum héðan af svæðinu.

Brothættar byggðir – Verkefnisstjórn hefur fundað ásamt og að haldinn var íbúafundur þar sem verkefnisáætlun var samþykkt. Framundan eru fundir með nefndum þar sem verkefnisáætlunin verður kynnt fyrir nefndarmönnum. Einnig verður sérstaklega farið yfir þau verkefnismarkmið sem heyra undir hverja nefnd.

Hafnartangi 4, samfélagsmiðstöð – Nú er nánast lokið við framkvæmdir og framundan er fundur oddvita, sveitarstjóra og verkefnisstjóra með íbúum þar sem leitað verður eftir þeirra sjónarmiðum varðandi opnunartíma og starfsemi.

Pöntunarþjónusta Hafnartanga á Bakkafirði – Verkefnið fékk úthlutað 1,5 m.kr. styrk sem úthlutað er til verslunar í strjálbýli á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar. Óhætt er að segja að því beri að fagna og að ljóst sé að stundum sé gott að hugsa svolítið út fyrir boxið þegar leitað er lausna flókinna mála.

Fundur með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis – Fyrr í dag fundaði sveitarstjóri í fjarfundi með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í fjarfundi. Fundarefnið var stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023 og var sveitarstjóra ásamt framkvæmdastjórum Tjörneshrepps og Fljótsdalshrepps boðið til fundar. Á fundinum fór sveitarstjóri yfir þau sjónarmið sem Langanesbyggð setti fram í umsögn sinni um tillöguna.

Naust – Í næstu viku munu langþráðar framkvæmdir við endurnýjun neðri hæðar eldra húss hjúkrunarheimilisins. Í samræmi við ákvörðun byggðaráðs hefur verið samið við fyrirtækið Ævarandi um verkefnið.

Langanesvegur 2 – Lóðarframkvæmdir eru á lokametrunum og er meiningin að reyna að þökuleggja grassvæði á næstunni, þar ræður veður miklu.

Útboð á tryggingum sveitarfélagsins – Unnið er að útboði á tryggingum sveitarfélagsins og er reiknað með því að kynna niðurstöður þess fljótlega.

 

Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:55.

 

Hægt er að horfa á fundinn hér

 

 

 

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?