1. fundur sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps
1. fundur sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, fimmtudaginn 2. júní 2022 settur kl. 11:00.
Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson, Halldóra Friðbergsdóttir, Gunnlaugur Steinarsson, Margrét Guðmundsdóttir, Júlíus Þ. Sigurbjartsson, Mirjam Blekkenhorst og Þorsteinn Ægir Egilsson í fjarfundi. Að auki sat fundinn Valdimar Halldórsson.
Starfsaldurs oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki.
D a g s k r á
- Fundargerð yfirkjörstjórnar um úrslit kosninga. Afrit úr fundargerðarbók.
- Kjör oddvita og varaoddvita.
- Ráðningarsamningur verkefnastjóra sameiningarvinnu með stöðu sveitarstjóra frá 2. júní til 31. ágúst.
- Fundargerð undirbúningsstjórnar frá 25. maí, bréf til örnefnastofnunar um nafn á nýtt sveitarfélag og verkefnalisti fyrir nýja sveitarstjórn frá KPMG
Fundargerð
1. Fundargerð yfirkjörstjórnar um úrslit kosninga. Afrit úr fundargerðarbók
Fundargerð lögð fram
2. Kjör oddvita og varaoddvita.
Sigurður Þór Guðmundsson var kjörinn oddviti samhljóða og Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir var kjörin varaoddviti samhljóða.
Til máls tók Mirjam og lagði fram eftirfarandi bókun: Fulltrúar L-lista styðja tillögu að oddvita og varaoddvita og óskum við þeim velfarnaðar í þeim málum sem inn á þeirra borð koma. Fulltrúar L-lista munu styðja öll góð mál sem fram koma frá meirihluta íbúum og samfélaginu til framdráttar, en áskiljum okkur rétt til að taka málefnalega afstöðu í þeim málum sem fram koma í framtíðinni.
3. Ráðningarsamningur verkefnastjóra vegna sameiningarvinnu og til að sinna stöðu sveitarstjóra frá 2. júní til 31. ágúst.
Lagður var fram ráðningarsamningur við Valdimar Halldórsson.
Til máls tóku Þorsteinn Ægir, Sigurður Þór og Mirjam Blekkenhorst.
Samþykkt samhljóða að ráða Valdimars Halldórsson.
Til máls tók Þorsteinn Ægir og lagði fram eftirfarandi bókun: Fulltrúar L-lista telja að kanna hefði átt þann möguleika á að semja við fráfarandi sveitarstjóra eða fráfarandi skrifstofustjóra og staðgengil sveitarstjóra um að brúa það bil sem skapast við þessi tímamót í stað þess að ráða tímabundinn verkefnastjóra sem ígildi sveitarstjóra. Með því að fara þá leið hefðu sparast töluverðir fjármunir og þekking þessara aðila á verkefnum.
4. Fundargerð undirbúningsstjórnar frá 25. maí, bréf til örnefnastofnunar um nafn á nýtt sveitarfélag og verkefnalisti fyrir nýja sveitarstjórn frá KPMG
Fundargerð lögð fram.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:28