Fara í efni

9. fundur stjórnar Jarðasjóðs

21.12.2023 16:00

Fundur í stjórn Jarðasjóðs

9. fundur stjórnar Jarðasjóðs, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, Þórshöfn, fimmtudaginn 21. desember 2023. Fundur var settur kl. 16:00.

Mættir voru: Jónas Bóasson, Þórir Jónsson, Ragnar Skúlason, Júlíus Sigurbjartsson, Mirjam Blekkenhorst og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Spurt var hvort gerðar væru athugasemdir við fundarboð. Svo var ekki.

Fundargerð

1. Samkomulag v/ uppgjörs á áburðakaupum í vor og beiðni ábúanda á Hallgilsstöðum um greiðslu fyrirfram vegna framkvæmda við fjárhús
Fyrir liggja drög að samkomulagi við ábúanda að Hallgilsstöðum 1 um greiðslu fyrirfram vegna endurbóta á fjárhúsi. Upphæðin er áætluð vegna vinnu ábúanda við viðgerð á húsinu. Einnig fyrirframgreiddur styrkur vegna beingreiðslna. Samtals greiðslur upp á 2.750.000.-

Bókun um afgreiðslu: Jarðasjóður samþykkir að greiða fyrirfram vegna vinnu við viðgerðir á fjárhúsum sem fara munu fram vorið 2024 kr. 1.750.000.- Ennfremur að greiða út vegna væntanlegra beingreiðslna til Hallgilsstaða kr. 1.000.000.- Samtals að upphæð kr. 2.750.000.-
Þá er í samkomulaginu ákvæði um endurgreiðslu á áburði sem keyptur var í vor að upphæð kr. 3.039.038.- auk vinnu við að bera á sem er kr. 105.276.- og ábúandi greiðir á næstu 3 árum.

Samþykkt samhljóða.

2. Drög að uppgjöri við fyrri ábúendur á Hallgilsstöðum
Lögð fram drög að uppgjöri við fyrri ábúendur að Hallgilsstöðum.

Bókun um afgreiðslu: Uppgjörið er enn í vinnslu og verður lagt endanlega fyrir næsta fund.

Samþykkt samhljóða.

3. Yfirlit yfir fjárhag Jarðasjóðs – hreyfingalisti 11.12.2023
Í yfirlitinu kemur fram að tekjur Jarðasjóðs á árinu verða um 23 milljónir króna. Gjöld fyrir utan afskriftir eru um 5,2 milljónir króna, mest vegna áburðakaupa vegna Hallgilsstaða.

Lagt fram til kynningar

4. Flaga – staða mála
Formaður gerði grein fyrir stöðu mála varðandi jörðina Flögu og lagði fram punkta varðandi jörðina og að koma henni í ábúð eða leigu.

Bókun um afgreiðslu: Gera þarf úttekt á íbúðarhúsinu og áætla kostnað við viðgerðir og endurbætur á jörðinni áður en hugað verður að því að leigja hana eða íbúðarhúsið út. Stefnt að því að hús/jörð verði tilbúin til leigu í vor eða sumar 2024.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:10

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?