Fara í efni

8. fundur stjórnar jarðasjóðs

06.09.2023 16:00

Fundur í stjórn Jarðasjóðs

8. fundur stjórnar Jarðasjóðs, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, Þórshöfn, miðvikudaginn 6. september 2023. Fundur var settur kl. 16:00.

Mættir voru: Jónas Bóasson, Þórir Jónsson, Sigurður Þór Guðmundsson, Júlíus Sigurbjartsson. Björn S. Lárusson sveitarstjóri ritaði fundargerð.

Spurt var hvort gerðar væru athugasemdir við fundarboð. Svo var ekki.

Fundargerð

1. Umsókn um Hallgilsstaði og drög að samningi frá Lars Lund
Lögð fram drög að samningi við Lars Lund um leigu á Hallgilsstöðum 1 ásamt fylgiskjali um ástand húsa og girðinga á jörðinni.

Bókun um afgreiðslu: Stjórn sjóðsins samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann. Ennfremur að sveitarstjóri geri leigutaka grein fyrir efni fylgiskjals um ástand hins leigða sem er viðauki við samning.

Samþykkt samhljóða.

2. Farið yfir samþykktir sjóðsins eftir yfirferð frá KPMG.
Stjórn sjóðsins fór fram á við KPMG að farið yrði yfir samþykktir sjóðsins og þær endurskoðaðar þar sem þurfa þykir. Formaður stjórnar sjóðsins og Freyja Sigurgeirsdóttir hjá KPMG ásamt sveitarstjóra hafa farið yfir samþykktirnar.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að undirbúa breytingar á samþykktum sjóðsins samhliða breytingum á samþykktum sveitarfélagsins sem ætlunin er að gera í haust.

Samþykkt samhljóða.

3. Leiga á Flögu.
Formaður gerði grein fyrir viðræðum við Akur Organic um hugsanlega leigu annarra á húsi og hluta jarðar.

Bókun um afgreiðslu: Þórir og Jónas ræða við forsvarsfólk Akur Organic um hugsanlega leigu á húsi og á hluta jarðar. Nefndi mælir með því að leigusamningum jarðarinnar verði skipt, annars vegar á Flögu I og hinsvegar á Flögu II.

Samþykkt samhljóða

4. Önnur mál
a) Lagt er til að sjóðstjórnin haldi fund a.m.k. einu sinni í mánuði – á miðvikudögum í nefndaviku. Sveitarstjóri sendir nefndamönnum fundaplan.

Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:20

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?