Fara í efni

6. fundur stjórnar jarðasjóðs

19.04.2023 13:00

Fundur í stjórn Jarðasjóðs

6. fundur stjórnar jarðasjóðs, haldin á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, miðvikudaginn 19. apríl 2023. Fundur var settur kl. 13:00.
Mættir voru: Jónas Bóasson, Þórir Jónsson, Ragnar Skúlason, Júlíus Sigurbjartsson og Mirjam Blekkenhorst. Björn S. Lárusson sveitarstjóri ritaði fundargerð.
Spurt var hvort gerðar væru athugasemdir við fundarboð. Svo var ekki.

Fundargerð

1. Hnitsetning jarða í umsjón Jarðasjóðs – kort frá skipulagsfulltrúa
Skipulagsfulltrúi hefur útbúið kort með hnitsetningu jarða og lóða í umsjá jarðasjóðs.
Bókun um afgreiðslu : Sveitastjóra falið að kynna þetta lóðarhöfum, ræða hvort eigendur Brúaráss eru tilbúnir að breyta lóðarmörkum þannig að lóðin skarist ekki við ræktarland en flatarmál lóðar haldi sér. Kanna einnig afstöðu lóðarhafa við gamla húsið til stærðar lóðarinnar og athuga hver staðan hver er gagnvart eigendum Hallgilsstaða 2 varðandi innheimtu á lóðaleigu o.fl.
Samþykkt samhljóða.

2. Eignayfirlýsing jarða vegna sameiningar sveitarfélaga – til þinglýsingar
Lögmaður KPMG hefur í samráði við sveitarstjóra og samkvæmt samþykktum sveitarfélagsins útbúið Eignayfirlýsingu þar sem eignum er þinglýst á sveitarfélagið Langanesbyggð eftir sameiningu sveitarfélaganna.
Lagt fram til kynningar

3. Yfirlýsing um umsýslu eigna í eigu Langanesbyggðar – til þinglýsingar
Lögmaður KPMG hefur „Yfirlýsingu um umsýslu eigna“ þar sem Jarðasjóði er falin umsýsla tiltekinna eigna í eigu sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar

4. Staða stjórnar Jarðasjóðs og meðferð mála
04.01
Samþykktir Langanesbyggðar
Hugleiðingar og spurningar varðandi stöðu stjórnar Jarðasjóðs með tilliti til samþykkta um sjóðinn sem eru í viðauka við samþykktir sveitarfélagsins.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að leita álits KPMG (Róbert Ragnarsson) á þeim hugleiðingum sem koma fram í skjalinu sem fylgir þessum lið.
Samþykkt samhljóða.

5. Fundarboð á aðalfund veiðifélags Hafralónsár
Boðað er til aðalfundar veiðifélags Hafralónsár föstudaginn 28. apríl kl. 14:00 í Svalbarðsskóla.
Bókun um afgreiðslu: Fulltrúi Jarðasjóðs á fundinum verður Ragnar Skúlason. Sveitastjóra falið að gefa út umboð.
Samþykkt samhljóða.

6. Fundarboð á aðalfund veiðifélags Svalbarðsár.
Boðað er til aðalfundar veiðifélags Svalbarðsár sem verður haldinn í veiðihúsinu við Svalbarðsá á þriðjudaginn 2. maí kl. 14:00
Bókun um afgreiðslu: Fulltrúar Jarðasjóðs á fundinum verða Ragnar Skúlason og Júlíus Sigurbjartsson. Sveitastjóra falið að gefa út umboð.
Samþykkt samhljóða

7. Drög að samningi um leigu Hallgilsstaða 1
Lögð fram drög að samningi um leigu Hallgilsstaða 1. Formaður gerði grein fyrir viðræðum við þá sem sóttu um jörðina.
Bókun um afgreiðslu: Þar sem stuttur tími gafst til að fara yfir ferilinn hefur stjórn sjóðsins ákveðið að framlengja umsóknarfrestinn til 20. júní. Þeir sem þegar hafa sótt um þurfa ekki að endurnýja umsókn. Stjórn sjóðsins felur Ragnari Skúlasyni og Júlíusi Sigurbjartssyni að leita eftir samningi við ábúendur um fyrstu smölun og nýtingu afréttar.
Samþykkt samhljóða.


Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:45

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?