Fara í efni

5. fundur stjórnar jarðasjóðs

15.03.2023 16:00

Fundur í stjórn Jarðasjóðs
5. fundur stjórnar jarðasjóðs haldin á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2
Þórshöfn, miðvikudaginn 15. mars 2023. Fundur var settur kl. 16:00.
Mættir voru: Jónas Bóasson, Þórir Jónsson, Elfa Benediktsdóttir og Mirjam Blekkenhorst.
Björn S. Lárusson sveitarstjóri ritaði fundargerð.
Spurt var hvort gerðar væru athugasemdir við fundarboð. Svo var ekki.

Fundargerð

1. Umsóknir um Hallgilsstaði 1
     01.01 Frá Marinó Níels Ævarssyni og Emmu Luise Schröder.
     01.02 Frá Bjarna Sigurjónssyni og Ásthildi Gísladóttur
Bókun um afgreiðslu: Formanni ásamt Júlíusi Sigurbjartssyni falið að ræða við umsækjendur.
Samþykkt samhljóða.

2. Viðauki við samþykktir Langanesbyggðar um Jarðasjóð.
Athugasemdir stjórnar við samþykktirnar.
Bókun um afgreiðslu: Stjórnin óskar eftir áliti Róberts Ragnarssonar ráðgjafa hjá KPMG
við athugasemdunum sem stjórnin hefur sett fram. Eins og fram kemur í athugasemdum
stjórnar er einnig óskað eftir tillögum að starfsreglum fyrir sjóðinn.
Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00

 

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?