Fara í efni

4. fundur Jarðasjóðs

22.02.2023 16:00

Fundur í stjórn Jarðasjóðs

4. fundur stjórnar jarðasjóðs haldin á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, miðvikudaginn 22. febrúar 2023. Fundur var settur kl. 16:00.

Mættir voru: Jónas Bóasson, Ragnar Skúlason, Júlíus Sigurbjartsson, Þórir Jónsson og Mirjam Blekkenhorst. Björn S. Lárusson sveitarstjóri ritaði fundargerð.

Spurt var hvort gerðar væru athugasemdir við fundarboð. Svo var ekki.

Fundargerð

1. Uppgjörstaða um áramót við núverandi leigjendur samkvæmt greinargerð Maríu og J.P.B. og forsendur fyrir leigu
Hallgilsstaðir 1 – samantekt Maríu Svanþrúðar Jónsdóttur og Jónasar Péturs Bóassonar.

María Svanþrúður Jónsdóttir og Jónas Pétur Bóasson hafa gert greinargerð með mati og uppgjöri á leigusamningi um Hallgilsstaði 1.

Bókun um afgreiðslu: Samkvæmt uppgjörinu er skuld Jarðasjóðs við ábúendur kr. 4.727.161.- við áramót. Vantar kostnað við lokafrágang á hesthúsi. Eftir er að gera lokaúttekt við ábúendaskipti.

Samþykkt samhljóða

2. Auglýsingar um jörðina í Bændablaðinu og á heimasíðu Langanesbyggðar
02.01 Auglýsing í Bændablaðið
02.02 Auglýsing á heimasíðu Langanesbyggðar með athugasemdum.
02.03 Leigusamningur ríkiseigna

Auglýsingar lagðar fram til kynningar og athugasemda. Einnig leigusamningsform ríkisjarða.

Bókun um afgreiðslu: Stjórnin samþykkir auglýsingar með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og auglýsing uppfærð. Við samningsgerð verði tekið tillit til þeirra atriða sem koma fram í auglýsingu og samkvæmt umræðum á fundinum.

Samþykkt samhljóða

3. Lóðir í landi Hallgilsstaða

03.01 Lóðaleiga Brúnás
03.02 Kaupsamningur og afsal
03.03 Hallgilsstaðir Byggingabréf 17. júní 2020
03.04Leigusamningur Flögu 19.04.2022 og slit á ábúð
03.05) Lagður fram leigusamningur vegna samkomulags sem gert var á milli eigenda Hallgilsstaða 1 og 2 um og Kristins Lárussonar og Önnu Ívarsdóttur um byggingalóð undir húsnæði. Lóðin er úr landi Hallgilsstaða 1 og 2 og er 10120m2 að stærð. Leigutími er til 99 ára. Lóðaleiga miðast við vísitölu byggingakostnaðar.
03.06) Lagt fram afsal um jörðina Hallgilsstaði 1 dags. 1. apríl 1990 á milli Lárusar Jóhannssonar og Jónasar Lárussonar um kaup á jörðinni.
03.07) Lagt fram Byggingabréf - samkomulag um leigu á Hallgilsstöðum dags. 17.06.2020
03.04) Lagður fram leigusamningur um leigu jarðanna Flaga 1 og 2 dags 19.04.2022 ásamt viðauka um slit á ábúð dags 19.04.2022

Bókun um afgreiðslu: Óskað er eftir því að skipulagsfulltrúi hnita setji og útbúi lóðarblöð fyrir lóðirnar í landi Hallgilsstaða 1. L17836, L219302 lóð sem er íbúðarhúsalóð 0,0 m2 en á henni stendur F2168017 01 0101, einbýlishús frá 1974. Mörkum lóðarinnar er lýst í samningi. Óskað er eftir því að skipulagsfulltrúi hnita setji og útbúi lóðarblöð fyrir fasteignir í Flögulandi. (3 lóðir; Flaga 1 íbúðarhús, Ósland og veiðihús – ef slík blöð eru ekki til)

Samþykkt samhljóða

4. Tekjur Jarðasjóðs
Lagt fram óyfirfarið yfirlit yfir tekjur Jarðasjóðs

5. Viðauki við samþykktir Langanesbyggðar 07.11.2022 um Jarðasjóð – Hugsanlegar breytingar
Athugasemdir við samþykktir

Bókun um afgreiðslu: Málinu frestað til næsta fundar. Stjórnin fer yfir þær breytingar sem lagðar voru fyrir fundinn og koma með sínar tillögur að breytingum ásamt drög að starfsreglum fyrir sjóðstjórn.

6. Önnur mál.

Formaður gerði grein fyrir viðræðum við Eflu og Summu vegna hugmynda um vindorkugarða.

Næsti fundur ákveðin miðvikudaginn 15 mars kl. 16.

Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?