Fara í efni

3. fundur stjórnar Jarðasjóðs

02.11.2022 15:00

Fundur í stjórn Jarðasjóðs

3. fundur stjórnar jarðasjóðs haldin á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, miðvikudaginn 2. nóvember 2022. Fundur var settur kl. 16:00.
Mættir voru: Jónas Bóasson, Júlíus Sigurbjartsson, Ævar Marinósson, Þórir Jónsson og Mirjam Blekkenhorst. Einnig sat fundinn Sigurður Þór Guðmundsson. Björn S. Lárusson sveitarstjóri ritaði fundargerð.

Spurt var hvort gerðar væru athugasemdir við fundarboð. Svo var ekki.

Fundargerð

1. Hallgilsstaðir, uppsögn leigutaka á leigusamningi og framhald. Samskipti við leigutaka.
Leigutakar óska eftir ábúð til 1. ágúst 2023.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin gerir ekki athugasemdir við að ábúandi búi á jörðinni fram að þeim tíma sem hann óskar að því tilskyldu að samningar við nýjan ábúanda takist um að taka við jörðinni á þeim tíma. Nefndin leggur áherslu á að úttekt á jörðinni hefjist á árinu 2022 og að honum verði tryggður aðgangur að túnum á jörðinni. Jörðin verði auglýst til ábúðar sem fyrst. Formanni nefndarinnar og Maríu Svanþrúði Jónsdóttur falið að ræða við ábúendur.

Samþykkt samhljóða.

2. Hugmyndir um vinorkugarða á jörðum í umsjá Jarðasjóðs og kynningu EFLU.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur áherslu á að ekki verði teknar neinar ákvarðanir í sveitarstjórn um vindorkuver á jörðum í umsjá sjóðsins án samþykkis stjórnar Jarðasjóðs samkvæmt samþykktum sjóðsins.

Samþykkt samhljóða.

3. Samþykktir Jarðasjóðs og starfsreglur
Rætt um hugsanleg endurskoðun á samþykktum Jarðasjóðs og að sjóðurinn setji sér starfsreglur fljótlega á árinu 2023.

Bókun um afgreiðslu: Stjórn Jarðasjóðs samþykkir að endurskoða og samræma samþykktir sjóðsins á árinu 2023 og setja sjóðnum starfsreglur.

Samþykkt samhljóða.

4. Eignir í umsjón Jarðasjóðs samkvæmt samningum.
Þinglýsa þarf kvöð á jarðeignir í umsjá sjóðsins.

Bókun um afgreiðslu: Formanni stjórnar og sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir í samvinnu við ráðgjafa sameiningarnefndar.

Samþykkt samhljóða.

5. Greiðslur í Jarðasjóð 2022 og % í veiðifélögum.

Bókun um afgreiðslu: Tekjur og gjöld vegna jarða eftir 1. júní 2022 falla til sjóðsins samkvæmt samþykktum sjóðsins.

Samþykkt samhljóða.

6. Önnur mál – 
   a) Um fyrirhugaðar framkvæmdir á næstu dögum við veginn frá þjóðvegi að veiðihúsi félagsins. Óskað er eftir samþykki Jarðasjóðs fyrir efnistöku úr opnum malarnámum í landi Flögu.

Bókun um afgreiðslu: Stjórn sjóðsins samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki leigutaka Flögu.

     b) Lagt er til að landamerki jarða í umsjá sjóðsins verði hnitsett og skorar á aðra landeigendur í Langanesbyggð að hnitsetja jarðir sínar.
      c) Nefndin leggur áherslu á að frágangi á Brimnesi verði lokið eins og samningur við Skyrora kveður á um.

Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?