18. fundur stjórnar Jarðasjóðs
Fundur í stjórn Jarðasjóðs
18. fundur stjórnar Jarðasjóðs, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, Þórshöfn, mánudaginn 18. ágúst 2025. Fundur var settur kl. 16:00.
Mætt voru: Júlíus Sigurbjartsson formaður, Þórir Jónsson, Mirjam Blekkenhorst og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Formaður spurði hvort gerðar væru athugasemdir við fundarboð. Svo var ekki og fundur settur.
Fundargerð
1. Ársreikningur Jarðasjóðs 2024
01.1 Staðfestingarbréf stjórnenda
Ársreikningurinn lagður fram
2. Drög að leigusamningi um Flögu
Lögð fram drög að leigusamningi við Inooraq Hansen Nielsen kt. 150590-4269 ásamt drögum að viðauka.
Bókun um afgreiðslu: Stjórn sjóðsins samþykkir leigusamninginn með þeim fyrirvara að þar til leiga á Flögu 2 kemst á hreint verði Flaga 2 einnig inni í samningnum.
Samþykkt samhljóða.
3. Upplýsingaskjal frá wpd/Ísland um Brekknaheiði og Sauðanesháls
04.1 Drög að samningi um leigu/heimild til wpd til að hefja rannsóknir í landi Sóleyjarvalla.
Langt fram upplýsingaskjal frá wpd vindorkufyrirtæki um virkjunarhugmyndir á Sauðaneshálsi og Brekknaheiði. Upplýsingaskjalið er ritað að beiðni sveitarstjórnar Langanesbyggðar.
Einnig lögð fram drög að leigusamningi á milli Jarðasjóðs og wpd um rannsóknir og uppbyggingu á vinorkuvirkjun á Brekknaheiði. Tilgangurinn er að fá heimild leigutaka til að hefja rannsóknir, afla allra gagna sem þörf er á og framkvæmda sérhverjar aðrar nauðsynlegar undirbúningsaðgerðir vegna fyrirhugaðra vinorkuvirkjunar innan skilgreinds athafnasvæðis sem er á eignarlandi landeiganda og annarra landeigenda sem eiga jarðir innan athafnasvæðisins.
Bókun um afgreiðslu: Stjórn sjóðsins samþykkir samninginn fyrir sitt leiti en hvetur sveitarstjórn til að stíga varlega til jarðar í þróun orkuvera sem knúin eru með vindorku.
Samþykkt: Með: Júlíus og Þórir. Móti: Mirjam.
4. Tilkynning um aðildarskipti að jörð.
Tilkynningin lögð fram.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:25