Fara í efni

12. fundur stjórnar Jarðasjóðs

25.06.2024 16:00

Fundur í stjórn Jarðasjóðs

12. fundur stjórnar Jarðasjóðs, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, Þórshöfn, þriðjudaginn 25 júní 2024. Fundur var settur kl. 16:00.

Mættir voru: Júlíus Sigurbjartsson formaður, Mirjam Blekkenhorst, Ragnar Skúlason, Þórir Jónsson, Ævar Marinósson og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Spurt var hvort gerðar væru athugasemdir við fundarboð. Svo var ekki.

Fundargerð

1. Uppgjör við fv. ábúendur Hallgilsstaða 1
     01.1 Svar ábúenda vegna uppgjörs.
Nýtt uppgjör liggur fyrir við fv. ábúendur að Hallgilsstöðum 1. Uppgjörð er meðfylgjandi.

Bókun um afgreiðslu: Stjórnin fór yfir svör fv. ábúenda og leiðrétti útreikninga. Nýir útreikningar verða sendir til fv. ábúenda til skoðunar og þeim fylgt eftir með símtali formanns.

Samþykkt samhljóða.

2. Erindi frá Dawid Potrykus vegna Flögu
Dawid Potrykus hefur sent erindi til sveitarstjóra þar sem hann fer fram á að fá íbúðarhúsið á leigu í 2 mánuði gegn því að gera það íbúðarhæft fyrir 2 starfsmenn sína.

Bókun um afgreiðslu: Formanni falið að ræða við Dawid um málið.

Samþykkt samhljóða.

3. Tilboð frá Hýsi í fjárhúsþak með þakglugga að Hallgilsstöðum 1
Hýsir hefur sent tilboð í fjárhúsþak á Hallgilsstöðum 1. Aukakostnaður vegna þakglugga er um 1,1 milljón kr. Eða samtals 5.523.724.-

Bókun um afgreiðslu: Stjórn samþykkir tilboðið frá Hýsi og að settur verði þakgluggi.

Samþykkt samhljóða.

4. Önnur mál
     04.1 Tilnefning fulltrúa á aðalfund veiðifélags Sandár.
Stjórnin tilnefnir Þórir Jónsson sem fulltrúa á aðalfund veiðifélagins.

     04.2 Fundur með Akur Organic
Jóhannes Ingi Árnason og Benedikt Líndal mættu fyrir hönd Akur Organic.

Bókun um afgreiðslu: Stjórn Jarðarsjóðs ætlar að skoða málið frekar og þá möguleika sem eru varðandi húsakost og skiptingu jarðarinnar á milli hugsanlegra og núverandi leigjenda. Hugsanlegur möguleiki er að nota braggann. Hann verður mældur upp og skoðað hvort möguleiki er á að nota hann.

Samþykkt samhljóða

Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:15

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?