Fara í efni

1. fundur stjórnar jarðasjóðs

18.07.2022 17:00

Fundur í stjórn jarðasjóðs

1. fundur stjórnar jarðasjóðs haldin á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, mánudaginn 18. júlí 2022. Fundur var settur kl. 17:00.

Mættir voru: Jónas Bóasson, Júlíus Sigurbjartsson, Ragnar Skúlason, Elfa Benediktsdóttir 2. varamaður í forföllum Þóris Jónssonar og Sigurður Þór Guðmundsson 4. varamaður í forföllum Mirjam Blekkenhorst.

Spurt var hvort gerðar væru athugasemdir við fundarboð. Svo var ekki.

Fundargerð

  1. Stjórn skiptir með sér verkum.

    Formaður: Jónas Bóasson
    Ritari og varaformaður: Ragnar Skúlason
    Fulltrúi í veiðifélagi Hafralónsár: Ragnar Skúlason
    Fulltrúi í Veiðifélagi Sandár: Jónas Bóasson
    Fulltrúar í Veiðifélagi Svalbarðsár: Ragnar Skúlason og Júlíus Sigurbjartsson

  2. Önnur mál
    a) Lagt fram fundarboð veiðiréttarhafa í veiðifélagi Hafralónsár, þann 22. Júlí 2022 kl 13.
         Fulltrúi á fundinn var kjörinn í 1. lið.
    b) Farið yfir samþykktir sjóðsins og starfsemi, tillögur ræddar að starfsháttum sjóðsstjórnar

Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?