Fara í efni

9. fundur skipulags- og umhverfisnefndar

24.01.2023 13:30

Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd

9. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, þriðjudaginn 24. janúar 2023. Fundur var settur kl. 13:30

Mættir voru: Hildur Stefánsdóttir formaður, Ina Leverköhne og Þorri Friðriksson. Björn S. Lárusson sveitarstjóri ritaði fundargerð.

Formaður bauð fundarmenn velkomna og spurði var hvort gerðar væru athugasemdir við fundarboð. Svo var ekki.

Fundargerð:

1. Minnisblað frá Teiknistofu Norðurlands vegna fyrirspurnar „Sniddu“ um veiðihús við Hafralónsá.
Niðurstaða Teiknistofu Norðurlands varðandi erindi Sniddu til nefndarinnar er: Vegna umfangs fyrirhugaðra framkvæmda leggur Teiknistofa Norðurlands til við sveitarstjórn og skipulags- og umhverfisnefnd Langanesbyggðar að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið og samhliða gerð breyting á aðalskipulagi. Fyrirhugaðar framkvæmdir þurfa að vera í samræmi við aðal- og deiliskipulagsáætlanir sveitarfélagsins svo hægt verði að gefa út framkvæmda- og byggingarleyfi. Skipulagsferlið felur í sér að óska þarf eftir umsögnum frá umsagnaraðilum, þ.m.t. Vegagerðinni, og vinna fornleifaskráningu.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin felur Teiknistofu Norðurlands í samráði við Sniddu að vinna samkvæmt þeirri niðurstöðu sem sett er fram í áliti 4. janúar. Sveitarstjóra falið að tilkynna Sniddu og TsNl um niðurstöðu nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða.

2. Umsókn um lóðina Langholt 1.b frá Vikari Má Vífilssyni.
Fyrir liggur umsókn frá Vikari Má Vífilssyni um lóðina Langholt 1b.

Bókun nefndarinnar: Ljóst er að laga þarf veg að lóðinni til að gera hana aðgengilega og byggingarhæfa. Ennfremur þarf að finna lausn á vatns og frárennsli frá lóðinni. Þetta yrði gert samhliða úthlutun á lóðinni Langholt 3. Nefndin samþykkir fyrir sitt leiti úthlutunina en felur forstöðumanni Áhaldahúss og sveitarstjóra að leggja fyrir nefndina kostnaðaráætlun vegna undirbúnings fyrir lóðirnar.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar til Vikars Más Vífilssonar.

Samþykkt samhljóða.

3. Tillögur frá d.p. smiður vegna útigrillaðstöðu og aðstöðu fyrir hjólabretti ásamt bókun sveitarstjórnar um málið.
Dawid smiður hefur lagt fyrir sveitarfélagið tillögur um uppsetningu grillhúsa á Þórshöfn og gerð hjólabrettagarðs á Bakkafirði. Skipulags- og umhverfisnefnd tók jákvætt í málið og vísaði því til sveitarstjórnar sem bókaði eftirfarandi:

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn þakkar erindið og þann áhuga sem bréfritari sýnir á því að fjölga útivistarmöguleikum í Langanesbyggð. Sveitarstjórn tekur jákvætt í að setja upp a.m.k. 2 grillskúra og vísar erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar varðandi staðsetningu. Hvað varðar aðstöðu fyrir hjólabretti felur sveitarstjórn sveitarstjóra að skoða nánari útfærslu á slíkri aðstöðu með það að markmiði að koma henni upp síðar.

Bókun nefndarinnar: Nefndin felur forstöðumanni áhaldahúss og sveitarstjóra að finna heppilega staði á Þórshöfn og Bakkafirði fyrir grillhús.

Samþykkt samhljóða.

4. Sorpmóttökustöð – lóðarmál Háholt 4 og 6
Almar Eggertsson hefur í samvinnu við starfsmenn áhaldahúss unnið að útfærslu tillagna um breytingar á sorpmóttökustöð til að koma til móts við hertar kröfur í móttöku og meðferð úrgangs frá sveitarfélaginu. Þeir hafa kynnt sér fyrirkomulag á Vopnafirði og víða.

Almar Eggertsson mætti á fundinn ásamt Hermanni Herbertssyni og Jóni Rúnari Jónssyni og þeir gerðu grein fyrir tillögum sínum.

Bókun nefndarinnar: Skipulagsfulltrúa falið að útbúa mæliblöð fyrir Háholt 4 og 6 ásamt Langholti 1b og 3 og skrá lóðir ásamt því að sameina svo lóðir nr. 4 og 6 sem Háholt 4.

Samþykkt samhljóða

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 14:30

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?