Fara í efni

6. fundur skipulags- og umhverfisnefndar

22.11.2022 14:00

Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd

6. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, þriðjudaginn 22. nóvember 2022. Fundur var settur kl. 14:00.

Mættir voru: Hildur Stefánsdóttir formaður, Þorsteinn Ægir Egilsson, Þorri Friðriksson, Sigtryggur Brynjar Þorláksson, Ina Leverköhne. Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri ritaði fundargerð.

Formaður bauð fundarmenn velkomna og spurði var hvort gerðar væru athugasemdir við fundarboð. Svo var ekki.

Fundargerð

1. Fyrirspurn frá Ísfélaginu vegna hugsanlegra breytinga á deiliskipulagi hafnarinnar ásamt teikningu frá EFLU.
Ísfélagið óskar eftir heimild til að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis Þórshafar. Frumtillaga frá EFLU lögð fram.

Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd heimilar umsækjanda að vinna að tillögu að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Þórshöfn í samræmi við 1. mgr. 41 greinar, ásamt tillögu að aðalskipulagsbreytingu samkvæmt 1 mgr. 36 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjóra er falið að vinna málið í samráði við skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

2. Fyrirspurn um leyfi til jarðvegs rannsókna frá Ísfélaginu. Lögð fram teikning frá EFLU um borholur.
Ísfélagið óskar eftir leyfi til jarðvegsrannsókna á hafnarsvæðinu vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin heimilar fyrir sitt leyti jarðvegsrannsóknirnar samkvæmt framlagðri tillögu.

Samþykkt samhljóða.

3. Minnisblað frá SSNE varðandi endurskoðun á sorphirðu frá 11. nóv. 2023
Lagt fram minnisblað frá SSNE vegna þeirra breytinga sem munu eiga sér stað vegna laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin fagnar því að sveitarfélögunum skuli gefið tækifæri til að samræma alla sorphirðu á svæðinu þannig að öll sveitarfélög bjóði upp á sömu úrgangsstrauma, sömu merkingar, sömu aðferð við söfnun, sömu tíðni losana, sambærilegt framboð í tunnustærðum og sömu viðmið við gjaldheimtu sveitarfélaga – eins og segir í minnisblaðinu. Sveitarstjóra er falið að kanna stöðu sveitarfélagsins við gildistöku laganna 1. janúar 2023.

Samþykkt samhljóða.

4. Drög að samningi við Skógræktarfélag Íslands lögð fram.
Skógræktarfélag Íslands hefur sent tillögu að samningi vegna áskorunar til sveitarfélagsins og Skógræktaráætlunar Langanesbyggðar sem samþykkt var á 129. fundi sveitarstjórnar Langanesbyggðar 19.08.2021. Byggðaráð bókaði vegna sama máls á fundi sínum 21.10.2022:

Bókun byggðaráðs á 4. fundi um afgreiðslu málsins: Byggðaráð leggur til að byrjað verði á skjólbeltum 8 – 13 samkvæmt áætluninni að teknum tilliti til skipulags Suðurbæjar sem er í vinnslu. Sveitarstjóri hafi samráð við Skógræktarfélag Þórshafnar um verkefnið ásamt öðrum verkefnum.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin felur sveitarstjóra að kanna eignarhald jarða og stöðu skipulags og vinna að samþykktri skógræktaráætlun fyrir Langanesbyggð. Með það markmiði að ganga frá samningi við skógræktarfélag Íslands.

Samþykkt samhljóða.

5. Umsóknareyðublað um lóðir – tillaga.
Lögð fram tillaga að umsóknareyðublaði vegna umsókna um lóðir í Langanesbyggð.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti umsóknareyðublaðið og að það verði aðgengilegt undir sérstökum lið á heimasíðu „Lausar lóðir“.

Samþykkt samhljóða.

6. Fyrirspurn um hundasvæði. Fyrirspurn lög fram á 42. fundi nefndarinnar 15.03. 2022. Erindinu var vísað til skipulagsfulltrúa.
Lögð var fram fyrirspurn til nefndarinnar á 42 fundi 15. mars s.l. vegna þessa máls og það falið skipulagsfulltrúa. Skipulagsfulltrúi er að móta tillögur um hvar slíkt svæði gæti orðið.

Bókun um afgreiðslu: Afgreiðslu málsins frestað. Nefndin ætlar að koma með tillögur að staðsetningu fyrir næsta fund.

Samþykkt samhljóða.

7. Vegurinn út á Langanes. Viðræður fyrirhugaðar við bændur á Langanesi og við Vegagerðina varðandi lausnir.
Sveitarstjóri hefur hafið viðræður við íbúa á Langanesi og Vegagerðina vegna vegabóta á veginum út á Langanes samkvæmt bókun byggðaráðs.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin metur stöðuna mjög alvarlega og er sveitarstjóra falið að kalla saman fund með vegagerðinni og landeigendum um málið.

Samþykkt samhljóða.

8. Önnur mál.
     A) Varðandi umferðarhraða á Fjarðarvegi og Langanesvegi. Niðurstöður úr könnun í grunnskólanum kynntar.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 15:36

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?