Fara í efni

6. fundur skipulags- og umhverfisnefndar

13.06.2019 15:00

6. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn fimmtudaginn 13. júní 2019. Fundur var settur kl. 15:00.

Mætt voru: Jósteinn Hermundsson, Hallsteinn Stefánsson, Kristján Úlfarsson, Almar Marinósson,  Karl Ásberg Steinsson og Jónas Egilsson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og stjórnaði.

 

Fundargerð

1.         Ósk um framkvæmdaleyfi vegna endurbyggingar Norðausturvegar

Með erindi dagsettu 4. júní 2019 óskar Vegagerðin eftir framkvæmdaleyfi til Langanesbyggðar vegna endurbyggingar Norðausturvegar um Finnafjörð og Bakkafjörð. Jafnframt óskar Vegagerðin eftir ákvörðun sveitarfélagsins um hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Umsókninni fylgja teikningar af fyrirhugaðri framkvæmd. Um er að ræða endurbyggingu Norðausturvegar á 20,5 km kafla um Finnafjörð og Bakkafjörð og er markmið framkvæmdarinnar að binda vegkaflann með slitlagi, styrkja og bæta umferðaröryggi.

Bókun um afgreiðslu: Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur skipulags- og umhverfisnefnd farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila og er ákvörðun hennar að framkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif sbr. viðmið í 2. viðauka lagar nr. 106/2000. Framkvæmdin skal því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki þá niðurstöðu, tilkynni Vegagerðinni og auglýsi hana í staðarblaði og á vefsíðu sveitarfélagsins. Jafnframt skal ákvörðun sveitarstjórnar send í gagnagátt á vefsetri Skipulagsstofnunar.

Nefndin leggur í framhaldi til við sveitarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 með fyrirvara um samþykkt breytingar á aðalskipulagi sem nú bíður staðfestingar.

Samþykkt samhljóða.

2.         Þórshafnarkirkjugarður

2.1. Aðalskipulag – óveruleg breyting á aðalskipulag

Lögð var fram tillaga að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027. Breytingin felur í sér að 0,3 ha svæði er fellt úr landnotkunarreit íbúðarbyggðar sunnan Þórshafnarkirkju og sameinað opnu svæði Ú-8 fyrir kirkjugarð. Breytingin er nauðsynleg til að tryggja uppbyggingu kirkjugarðs á Þórshöfn. Breytingin er sett fram á breytingarblaði dags. 11. júní 2019.

Bókun afgreiðslu: Breytingin er talin óveruleg sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hún er talin hafa óveruleg áhrif á nærliggjandi byggð og umhverfi. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna, auglýsi niðurstöðu sína og sendi hana til Skipulagsstofnunar til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða.

2.2. Deiliskipulag á Þórshöfn við kirkjugarð við Þórshafnarkirkju

Lögð voru fram drög að tillögu að deiliskipulagi kirkjugarðs Þórshafnarkirkju. Skipulagsgögn eru skipulagsuppdráttur með greinargerð dags. 11. júní 2019.

Bókun afgreiðslu: Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur yfirfarið skipulagsgögnin og leggur til að drögin verði kynnt á opnu húsi hjá sveitarfélaginu í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

3.         Hesthúsahverfi

3.1. Aðalskipulagsbreyting

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027 var auglýst 6. mars sl. með athugasemdafrest til 24. apríl. Engar athugasemdir bárust.

Bókun afgreiðslu: Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send til Skipulagsstofnunar til staðfestingar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

3.2. Deiliskipulagsbreyting

Lögð er fram uppfærð tillaga að deiliskipulagi hesthúsahverfis við Þórshöfn í samræmi við bókun skipulags- og umhverfisnefndar 15. maí 2019.

Bókun afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að fullnusta gildistöku skipulagsins skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

4.         Efnistökusvæði – aðalskipulagbreyting

Fyrir liggur samþykki þriggja landeigenda eða umráðamanna yfir jörðum þar sem fyrirhugað er að taka efni úr opnum námum vegna framkvæmda við Norðausturveg, fyrir skipulagsbreytingu. Að kröfu Skipulagsstofnunar þarf að breyta skipulagi þeirra svæða þar sem efni er tekið úr jörðu í efnistökusvæði á aðalskipulagi. 

Samþykkt um afgreiðslu: Í samræmi við tilskipun Skipulagsstofnunar,  um að leita skuli samþykkis Landbúnaðarráðherra fyrir því að það land sem tillagan tekur til verði tekið úr landbúnaðarnotum  fyrir staðfestingu skipulagsbreytingarinnar hefur sveitarstjóri aflað formlegs samþykkis landeigenda fyrir breytingunni. Skipulags- og umhverfisnefnd Langanesbyggðar beinir því til sveitarstjórnar að sveitarstjóra verði falið að leita samþykkis Landbúnaðarráðherra fyrir því að það land sem tillagan tekur til verði tekið úr landbúnaðarnotum á grundvelli samþykktrar aðalskipulagsbreytingar og samþykkis landeigenda.

Samþykkt samhljóða.

5.         Umhverfismarkmið fyrir urðunnarstaðinn á Bakkafirði

Umhverfismarkmið fyrir urðunnarstaðinn á Bakkafirði lögð fram að nýju, en þau voru afgreidd sem drög á 4. fundi nefndarinnar. Einnig er lögð fram umsögn Umhverfisstofnunar um málið.

Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að neðangreind tillaga að umhverfismarkmiðum  verði samþykkt og þau  send Umhverfisstofnun, starfsfólki, íbúum, fyrirtækjum og öðrum hagsmunaaðilum til kynningar:

Umhverfismarkmið vegna urðunnarstaðarins á Bakkafirði

Markmiðið er að draga úr urðuðu sorpmagni um 8 tonn á ári tímabilið 2019-2023, þannig að fjórum árum liðnum verði ekki urðað meira en 165 tonn, sem yrði um 16% minna magn en var urðað á árinu 2018. Skv. samantekt á skiluðu sorpmagni á Bakkafirði árið 2018 var magnið sem hér segir:

Heimilissorp (grá tunna)                         77 tonn

Almennt m.a. frá fyrirtækjum o.fl.    101 tonn

Timbur, málað                                              16 tonn

Plast, veiðarfæri o.fl. þ.h.                        3 tonn

Samtals                                                         197 tonn

 

Almennt

Markmið fela í sér betri flokkun á öllum úrgangi og minna magn þess sem urðað er. Það verður gert með því að koma upp flokkunarstöðvum og nytjagámum bæði á Bakkafirði og á Þórshöfn. Þar munu íbúar geta skilað úrgangi sjálfir og flokkað, blöð, pappír, plast og aðrar umbúðir.

Leita þarf leiða til að draga úr umbúðanotkun með því að hvetja almenning og fyrirtæki til að nota meira af endurnýjanlegum umbúðum.

Markmið þessi verði skoðuð árlega með hliðsjón af þeim árangri frá árinu á undan. Enn fremur þegar umhverfisstefna sveitarfélagsins verður mótuð, framtíðarstefna í urðunarmálum sem stefnt er að lokið verði á kjörtímabilinu, þá munu markmið sveitarfélagsins í urðunnar málum vera felld að þeirri stefnu.

Aðrir möguleikar

Almenn kynning á vegum sveitarfélagsins með reglubundnum hætti um mikilvægi flokkunnar úrgangs og því að dregið verði úr magni þess sem urðað er. Einnig verði íbúar hvattir til þess að nýta grænmeti, kartöfluhýði og almennan gróðurúrgang til moltugerðar hjá sér.

Áfangar og markmið sem náðst hafa eða eru ákveðnir:

•          Ákveðið hefur verið að gróðursetja skjólbelti umhverfis urðunnarstaðinn á Bakkafirði. Með þessu skjólbelti er hægt skapa jákvæðari mynd á urðunnarstaðinn. Auk þess mun skjólbelti draga úr ónæði og óþægindi íbúa og annarra vegna sorpurðunarinnar. Undirbúningur hefst á árinu 2019.

•          Rauði krossinn hefur opnað verslun í húsvæði á vegum sveitarfélagsins þar sem íbúar geta gefið endurnýjanlegan fatnað til endurnotkunar í stað þess að henda honum.

•          Öllu rúlluplasti sem til fellur í sveitarfélaginu er komið í endurvinnslu.

Samþykkt samhljóða.

6.         Önnur mál

6.1. Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps

Með tölvupósti, dags. 12. júní 2019, er óskað eftir umsögn Langanesbyggðar um breytingartillögur á vinnslustigi á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps, dags. í maí 2019.

Nefndin gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu.

 Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:32.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?