Fara í efni

47. fundur skipulags- og umhverfisnefndar

20.01.2026 14:00

Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd

47. fundur skipulags- og umhverfisnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, þriðjudaginn 20. janúar 2026. Fundur var settur kl. 14:00

Mættir voru: Hildur Stefánsdóttir formaður, Þorsteinn Vilberg Þórisson, Ina Leverköhne, Hallsteinn Stefánsson, Þorri Friðriksson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð – svo var ekki og fundur því settur.

Formaður fór fram á breytingar á dagskrá með afbrigðum þannig að tekin verði fyrir liður nr. 8 sem er merkjalýsing fyrir Lækjarveg 3. Liðurinn önnur mál verður þá nr. 9.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerð

Fundargerð 244. fundar Heilbrigðisnefndar NE frá 26.11.2025.
Fundargerðin lögð fram.

Fundargerð 245. fundar Heilbrigðisnefndar NE frá 14.12.2025.
Fundargerðin lögð fram.

Matsáætlun vegna vindorku á Brekknaheiði og Sauðaneshálsi dags. 11.12.2025.
     03.1 Beiðni um umsögn frá Skipulagsstofnun um matsáætlun vegna vindorku á Brekknaheiði og Sauðaneshálsi.
„Wpd wind Iceland north ehf.“ hefur lagt fram matsáætlun til Skipulagsstofnunar sem EFLA hefur unnið fyrir fyrirtækið um „Brekknaheiði og Sauðanesháls vindorkuvirkjun“. Í framhaldi af því hefur Skipulagsstofnun farið fram á umsögn sveitarfélagsins um matsáætlunina.

Bókun um afgreiðslu: Skipulagsnefnd Langanesbyggðar hefur farið yfir tillögu að matsáætlun fyrir vindorkuvirkjun á Brekknaheiði og Sauðaneshálsi. Um er að ræða mjög umfangsmikla framkvæmd, allt að 74 vindmyllur með allt að 210 m heildarhæð og allt að 532,8 MW uppsett afl, í um 3,5 km fjarlægð frá Þórshöfn. Með hliðsjón af stærð framkvæmdarinnar, staðsetningu hennar á opnu heiðasvæði og mögulegum langtímaáhrifum telur nefndin að gera verði ríkar kröfur til matsáætlunar og umhverfismats.

Svæðið er skilgreint sem hluti af óbyggðum víðernum og landslagsgerð Langaness. Nefndin telur að áhrif allt að 210 m hára mannvirkja á slíkt landslag geti verið veruleg og óafturkræf. Því telur nefndin að umhverfismat þurfi að byggja á víðtækari sjónrænum greiningum en fyrirliggjandi matsáætlun gerir ráð fyrir, þar á meðal hvað varðar upplifun víðerna, fjarsýni (sjónmengun), myrkurgæði (ljósamengun) og ásýnd frá þéttbýli, helstu samgöngu- og ferðaleiðum og lykilútsýnisstöðum.

Samþykkt samhljóða.

4. Tillaga um byggingu leiguíbúða við Miðholt 12-18 í samvinnu við leigufélagið Brák.
     06.1 Staðfesting HMS á stofnframlagi til byggingar fjögurra leiguíbúða við Miðholt 12-18.
Sveitarstjóri leggur fram tillögu um að samið verði við leigufélagið Brák um byggingu fjögurra leiguíbúða við Miðholt. Gera þarf óverulega breytingu á deiliskipulagi reitsins og merkjalýsingu fyrir lóðina.

Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar á málinu, að láta gera óverulega breytingu á deiliskipulagi við Miðholt vegna hugsanlegrar byggingar fjögurra íbúða raðhúss við Miðholt ásamt því að gera merkjalýsingu fyrir lóðina. Að öðru leiti vísar nefndin málinu til sveitarstjórnar til ákvörðunar.

Samþykkt samhljóða.

5. Umsókn um byggingaleyfi frá Faglausn f.h. Ísfélags fyrir skyggni við tengibyggingu.
Faglausn sækir um byggingaleyfi fyrir skyggni við tengibyggingu hjá Ísfélagi hf. samkvæmt meðfylgjandi teikningu.

Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við að veitt verði byggingaleyfi fyrir skyggni við tengibyggingu Ísfélags hf. Málinu vísað til byggingafulltrúa sem eftir atvikum kallar eftir frekari gögnum við afgreiðslu málsins.

Samþykkt samhljóða.

6. Tunguárvirkjun – skipulagsuppdráttur – tillaga á vinnslustigi.
     06.1 Breyting á aðalskipulagi – tillaga til kynningar á vinnslustigi.
     06.2 Deiliskipulag – greinargerð - tillaga til kynningar á vinnslustigi.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin heimilar skipulagsaðila að leggja fram vinnslutillögu að deiliskipulagi og aðalskipulagsbreytingu til kynningar á vinnslustigi. Vinnslutillögurnar verða kynntar almenningi og hagsmunaaðilum skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga 123/2010 og 40. gr. sömu laga.

Samþykkt samhljóða.

7. Umsókn um byggingaleyfi frá Faglausn fh. Ísfélags um byggingu „Ískarahúss“ sunnan við frystihús.
     07.1 Tillaga – grunnmynd
     07,2 Útlit og snið
Um er að ræða viðbyggingu sunnan við frystihúsið, óupphitað skýli fyrir kör sem ísvél dælir í. Byggja þarf utanum kör til að ekki komist óhreinindi í ísinn.

Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar erindinu á þeim grundvelli að byggingin er utan skilgreinds byggingareits á deiliskipulagi. Nefndin bendir jafnframt á að fjarlægð frá stálþili sé undir 19 metrum sem er fjarlægðin sem stögin frá þilinu ná. Samkvæmt 11. gr. reglugerðar um hafnarmál nr. 326/2004 skulu mannvirki ekki vera nær en 30 metra frá bryggjukanti þar sem dýpi við bryggju er 8. metrar eða meira.

Samþykkt samhljóða.

8. Merkjalýsing Lækjarvegur 3
Fyrir liggur merkjalýsing fyrir lóðina Lækjarvegur 3. Langanesbyggð seldi húsið sem stendur á lóðinni 30. desember 2025.

Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti merkjalýsingu fyrir Lækjarveg 3, Þórshöfn.

Samþykkt samhljóða.

9. Önnur mál. 
     a) Aðalskipulag – Rætt var um nýtt aðalskipulag Langanesbyggðar.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að hafa samband við Landslag og kanna verð og næstu skref.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 15:20.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?