Fara í efni

46. fundur skipulags- og umhverfisnefndar

04.11.2025 14:00

Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd

46. fundur skipulags- og umhverfisnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, þriðjudaginn 4. nóvember 2025. Fundur var settur kl. 14:00

Mættir voru: Hildur Stefánsdóttir formaður, Helga G. Henrýsdóttir, Þorsteinn Vilberg Þórisson, Ina Leverköhne, Sigtryggur Brynjar Þorláksson og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð – svo var ekki og fundur því settur.

Fundargerð

1. Teikningar vegna umsóknar um stækkun veiðihúss við Svalbarðsá og breytinga innanhúss.
     01.1 Gögn vegna umsóknarinnar – skráning
     01.2 Skráningartafla.
     01.3 Starfsábyrgðartrygging hönnuða aðal- og séruppdrátta.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir framlögð gögn með þeim fyrirvara að fullnægjandi gögn berist byggingafulltrúa áður en byggingaleyfi verður gefið út. Þar sem núverandi byggingar standa innan 50m frá ánni gerir nefndin ekki athugasemdir við þessa breytingu á húsinu.

Samþykkt samhljóða.

2. Lóð undir steypustöð - yfirlitsmynd.
     04.1 Afmörkun lóðar.

Bókun um afgreiðslu: BJ vinnuvélum er veitt bráðabirgðaleyfi til 3ja ára frá og með 1. desember 2025, til að reka steypustöð utan skilgreinds svæðis í Þórshafnarlandi L220141 samkvæmt meðfylgjandi afmörkun lóðar.

Samþykkt samhljóða.

3. Samantekt umsagna og viðbrögð – Skóla- og íþróttasvæði.
Skipulagslýsing vegna heildarendurskoðunar deiliskipulags var kynnt frá 26. september til 24. október 2025. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. Umsögn frá Rarik barst ekki á auglýstum kynningartíma.
Sjá samantekt umsagna og viðbrögð
     03.1 Heilbrigðiseftirlit NE
     03.2 Vegagerðin
     03.3 Skipulagsstofnun
     03.4 Minjastofnun

Bókun um afgreiðslu: Nefndin heimilar skipulagsaðila að leggja fram drög að deiliskipulagi í samræmi við inn komnar umsagnir og viðbrögð, sem og ábendingar er koma fram á fyrirhuguðum íbúafundi um verkefnið þann 6. nóvember næstkomandi. Skipulagsdrögin verða kynnt almenningi og hagsmunaaðilum skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga 123/2010 40. gr. sömu laga.

Samþykkt samhljóða.

4. Merkjalýsing fyrir Sunnuveg 5a og 5b.
Sérafnotaréttur íbúða var 502,5m2 en verður 530m2. Lóðin var mæld en stækkar við þessa merkjalýsingu um 55m2 í samræmi við deiliskipulag.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir meðfylgjandi merkjalýsingu og felur sveitarstjóra að gera lóðasamning við íbúa ásamt því að skrá lóðir hjá HMS.

Samþykkt samhljóða.

5. Merkjalýsing fyrir Eyrarveg 4b
Staðfest er stækkun á lóðarmörkum fyrir Eyrarveg 4b á Þórshöfn. Við þessa breytingu falla út þrjár lóðir, Eyrarvegur 6, 8 og 10 og sameinast Eyrarvegi 4b.
Þá bætist jafnframt við lóðina lóðarpartur, 688 m2, úr óútvísuðu Þórshafnarlandi þar sem á núverandi skipulagi er gert ráð fyrir bílastæðum. Við þessar breytingar stækkar lóðin Eyrarvegur 4b um 1.839m2.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir meðfylgjandi merkjalýsingu og felur sveitarstjóra að fella eldri lóðaleigusamninga úr gildi og gera nýjan lóðasamning fyrir Eyrarveg 4b

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 14:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?