45. fundur skipulags- og umhverfisnefndar
Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd
45. fundur skipulags- og umhverfisnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, þriðjudaginn 7. október 2025. Fundur var settur kl. 14:00
Mættir voru: Hildur Stefánsdóttir formaður, Þorri Friðriksson, Þorsteinn Vilberg Þórisson, Þórir Jónsson, Ina Leverkohne og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Christina Merkel kom á fundinn undir 9. lið, „önnur mál“ vegna áfangastaðaáætluna. Formaður fór fram á að sá liður yrði tekinn fyrst á dagskrá.
Formaður spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð – svo var ekki og fundur því settur.
Fundargerð
1. Fundargerð Heilbrigðisnefnar NE nr. 243 frá 17.09.2025
01.1 Fjárhagsáætlun HNE 2025 og 2026 – samanburður
01.2 Framlög sveitarfélaga áætluð 2026
01.3 Upphæðir í gjaldskrá.
Fundargerð og fjárhagsáætlun ásamt framlögum sveitarfélaga til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra lögð fram. Einnig gjaldskrá fyrir 2025.
Gögnin lögð fram.
2. Atvinnustefna Langanesbyggðar 09.09.2025
02.1 Atvinnustefna – drög að kostnaði.
Sveitarstjórn hefur farið fram á að atvinnustefna Langanesbyggðar 2025-2030 ásamt aðgerðaráætlun 2025-2028 verði lögð fram til umræðu í nefndum sveitarfélagsins.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin bendir á að í menningarmálum væri einnig æskilegt að leggja áherslu á kórastarf t.d. með styrk við organista eða söngstarf í skóla.
Samþykkt samhljóða.
3. Langanesvegur 16 og 16a Merkjalýsing – sameining lóða.
Lögð fram breyting á lóðmörkum þannig að lóðirnar verða sameinaðar. Eftir breytinguna verður fasteignum skipt í matshluta í stað sjálfstæðra fasteignanúmera og lóðanúmera. Sameiginlegar lóðir eru 4960m2 en verða 2000m2
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir meðfylgjandi merkjalýsingu og felur sveitarstjóra að gera lóðasamning við íbúa ásamt því að skrá lóðir hjá HMS.
Samþykkt samhljóða.
4. Fjarðarvegur 21 – Merkjalýsing frá 12.09.2025
Merkjalýsing fyrir nýja lóð þar sem ekki hefur staðið hús áður.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir meðfylgjandi merkjalýsingu og felur sveitarstjóra að gera lóðasamning við íbúa ásamt því að skrá lóðir hjá HMS.
Samþykkt samhljóða.
5. Langanesvegur 7 Merkjalýsing frá 12.09.2025
Lóðin er stækkuð úr 192m2 í 284,2m2 og sett ný lóðamörk.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir meðfylgjandi merkjalýsingu og felur sveitarstjóra að gera lóðasamning við íbúa ásamt því að skrá lóðir hjá HMS.
Samþykkt samhljóða.
6. Hvammur – Merkjalýsing frá 12.09.2025
Gerð merkjalýsing fyrir íbúðarhúsið Hvamm þar sem lóðin verður 802m2 að stærð.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir meðfylgjandi merkjalýsingu og felur sveitarstjóra að gera lóðasamning við íbúa ásamt því að skrá lóðir hjá HMS.
Samþykkt samljóða.
7. Bréf með ályktun v skipulagsmála skógræktar hjá sveitarfélögum frá 22.09.2025
Bréf frá Skógræktarfélagi Íslands þar sem stjórn félagsins vill fylgja eftir ályktun frá aðalfundi félagins.
Bréfið lagt fram.
8. Steypustöð Þórshafnar óskar eftir lóð samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum.
08.1 Uppdrættir og afmörkun lóðar.
Afgreiðslu málsins frestað.
9. Önnur mál.
a) Áfangastaðaáætlun – minnisblað frá 1. okt.
Christina Merkel mætti á fundinn undir þessum lið.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin þakkar Christinu fyrir að koma á fundinn og kemur til með að vinna með henni að málinu.
Samþykkt samhljóða.
b) Nefndin hefur komist að niðurstöðu varðandi snyrtilegasta býlið í Langanesbyggð. Tilkynnt verður um niðurstöðu á heimasíðu innan skamms og ábúendum afhent viðurkenningarskjal.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 15:00.