44. fundur skipulags- og umhverfisnefndar
Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd
44. fundur skipulags- og umhverfisnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, þriðjudaginn 9. september 2025. Fundur var settur kl. 14:00
Mætt voru: Hildur Stefánsdóttir formaður, Þorri Friðriksson, Sigtryggur Brynjar Þorláksson, Þórir Jónsson og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Formaður spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð – svo var ekki og fundur því settur.
Fundargerð
1. Ósk um að gera fiskveg í Litlu-Kverká í Miðfirði
01.1 Umsögn Hafrannsóknarstofnunar
01.3 Umsögn Fiskistofu
Gísli Ásgeirsson f.h. Six Rivers leggur fram beiðni um byggingu fiskvegar í Kverká í Miðfirði samkvæmt meðfylgjandi lýsingu.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leiti og felur sveitarstjóra að gefa út framkvæmdaleyfi.
Samþykkt samhljóða.
2. Merkjalýsing fyrir Pálmholt 9-15
Lögð fram merkjalýsing fyrir raðhúsið Pálmholt 9-15
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir meðfylgjandi merkjalýsingu og felur sveitarstjóra að gera lóðasamning við íbúa ásamt því að skrá lóðir hjá HMS.
Samþykkt samhljóða.
3. Tillaga að heildarendurskoðun deiliskipulags „Skóla og Íþróttamiðstöð á Þórshöfn“
Lög fram skipulagslýsing um fyrirhugað deiliskipulag, Skóla- og Íþróttamiðstöð á Þórshöfn. Þar er m.a. gerð grein fyrir viðfangsefni og forsendum skipulagsins. Um er að ræða heildarendurskoðun á skipulagi reitsins.
Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir skipulagslýsinguna með fyrirvara um breytingu á skipulagsmörkum við Langanesveg 12-14 og leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulaglaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
4. Önnur mál.
04.1 Tilnefningar til snyrtilegasta býlisins.
Eftirfarandi tilnefningar hafa borist:
Sveinungsvík
Hagaland
Syðri Brekkur ll
Bókun um afgreiðslu: Nefndin mun skoða þær tilnefningar sem bárust og ákveða í framhaldinu val á snyrtilegasta býlinu í Langanesbyggð.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 14:35.