Fara í efni

44. fundur skipulags- og umhverfisnefndar

10.05.2022 16:00

Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd

44. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Langanesbyggðar haldinn að Langanesvegi 2, Þórshöfn þriðjudaginn 10. maí 2022. Fundur var settur kl. 16:00.

Mættir voru: Jósteinn Hermundsson formaður, Hallsteinn Stefánsson, Kristján Úlfarsson, Aðalbjörn Arnarsson, Karl Ásberg Steinsson, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hann spurði hvort athugasemd væri gerð væri við fundarboð. Svo var ekki. Að því búnu var gengið til dagskrár.

Fundargerð

1. Lagðar fram nýjar teikningar af íþróttamiðstöðinni VER
Nýjustu teikningar af viðgerðum á íþróttamiðstöðinni VER lagðar fram.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samykkir framlagðar teikningar og vísar þeim til byggingarfulltrúa til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

2. Umsókn um stöðuleyfi frá N1
Lögð fram umsókn frá Enn einum skálanum um langtíma stöðuleyfi fyrir gám á lóð félagsins að Fjarðarvegi 2. Einnig fylgir viðauki með umsókn vegna aðgengis að brunni sem yrði undir gámnum.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir stöðuleyfið með því skilyrði að tryggt verði aðgengi að brunni sem er undir fyrirhuguðum gámi. Gjöld eru skv. 2. gr. gjaldskrár sveitarfélagsins vegna hluta sem standa utan sérstakra geymslusvæða. Nefndin setur sem skilyrði að gámurinn verði klæddur að utan með sama útliti og bygging Enn eins skálans.

Samþykkt samhljóða.

3. Erindi frá starfsfólki Grunnskólans á Þórshöfn vegna hraðaksturs við grunnskólans.
Erindið var sent Vegagerðinni.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin beinir því til Vegagerðarinnar að sett verði upp hraðahindrun áður en komið er að innkeyrslu á skólalóð norðan frá auk þeirrar sem fyrir er við norðurenda skólans. Jafnfram að gerð verði gagnbraut á móts við suðurenda skólabyggingarinnar. Nefndin beinir því einnig til lögreglunnar að eftirlit með hraðakstri verði virkt á skólatíma.

Samþykkt samhljóða.

4. Önnur mál

     a) Hugmynd að skipulagi Suðurbæjar. Lagt fram til kynningar og vísað til meðferðar á næsta fundi nefndarinnar.
     b) Tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna nýrrar veglínu yfir Brekknaheiði – breyting á aðalskipulagi 2007 - 2027. Lagt fram til kynningar og vísað til næsta fundar nefndarinnar.
      c) Samþykkt að halda aukafund í nefndinni nk. mánudag 16. maí nk. kl. 16.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?