43. fundur skipulags- og umhverfisnefndar
Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd
43. fundur skipulags- og umhverfisnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, þriðjudaginn 12. ágúst 2025. Fundur var settur kl. 14:00
Mættir voru: Hildur Stefánsdóttir formaður, Ina Leverköhne, Þorri Friðriksson, Sigtryggur Brynjar Þorláksson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Formaður spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð – svo var ekki og fundur því settur.
Fundargerð
1. Skipulag skógræktar í Langanesbyggð – bréf frá VIN 04.06.2025
Bréfið lagt fram.
2. Staðarárvirkjun í Bakkafirði, breyting á Aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027, Nýtt deiliskipulag - Skipulagslýsing – Samantekt umsagna og viðbrögð.
02.1 – 02.13 Umsagnir um hugsanlega Staðarárvirkjun í Bakkafirði.
Skipulagslýsing vegna verkefnisins var auglýst frá 30. maí til 20. júní 2025. Umsagnir bárust frá Norðurþingi, Vopnafjarðarhreppi, Rarik, Minjastofnun Íslands, Veðurstofu Íslands, Skipulagsstofnun, Hafrannsóknarstofnun, Fiskistofu, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Vegagerðinni, Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúruverndarstofnun. Sjá samantekt umsagna og viðbrögð.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin hefur farið yfir inn komnar umsagnir og heimilar skipulagsaðila að leggja fram vinnslutillögu vegna aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags í samræmi við athugasemdir umsagnaraðila.
Samþykkt samhljóða.
3. Umsögn Minjastofnunar Íslands vegna veiðihúss og starfsmannahúss við Hafralónsá.
Umsögnin Minjastofnunar liggur fyrir og er án athugasemda. Búið sé að vinna fornleifaskráningu vegna þessara framkvæmda og engar fornleifar fundust á skráningarsvæðinu. Umsögnin lá ekki fyrir við afgreiðslu á breytingu á aðalskipulagi og nýju deiliskipulagi.
Minjastofnun Íslands gerir því ekki athugasemdir við framkvæmdirnar.
Umsögnin lögð fram.
4. Umsókn um byggingaleyfi - teikningar af veiðihúsi og starfsmannahúsi við Hafralónsá ásamt greinargerð, gátlista hönnunarstjóra og öllum umsögnum.
04.1 Teiknisett af veiðihúsi við Hafralónsá
04.2 Teiknisett af starfsmannahúsi við Hafralónsá.
04.3 - 04.8 Greinargerð, gátlisti hönnunarstjóra, umsagnir Vinnueftirlits, Minjastofnunar, Brunavarna og Heilbrigðiseftirlits.
Bókun um afgreiðslu: Lögð fram byggingarleyfisumsókn dags. 23. júní 2025 vegna veiðihúss við Hafralónsá, ásamt hönnunargögnum og umsögnum. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagðar teikningar og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Samþykkt samhljóða.
5. Kvartanir vegna rykmengunar og hávaða af framkvæmdum við höfnina frá 16.07.2025 og 21.07.2025
05.1 Tölvupóstsamskipti vegna kvartana um rykmengun frá framkvæmdum við höfnina 27.12.2024 – 10.05.202
05.2 Athugasemdir við mál 538.2024 og 539.2024 i, stækkun hafnarsvæðis á Þórshöfn.
05.3 Mæling með decibelmæli
05.4 Hljóðupptaka og mynd við frystiklefa 1
05.5 Hljóðupptaka og mynd við frystiklefa 2
Kvartanir vegna rykmengunar og hávaða frá framkvæmdasvæði við höfnina, frá fargi sem staðið hefur norðan frystiklefa og frá kælivélum frystiklefans. Beðið hefur verið um skýringar á hávaða frá klefanum. Ennfremur hvenær lokið verði við að fjarlægja farg.
Bókun um afgreiðslu: Samkvæmt upplýsingum frá Ísfélaginu var byrjað að keyra frystikerfi klefans og hitastigið niður í klefanum þann 10. júlí s.l. Hitastigið í klefanum er keyrt hægt niður í ca. -25°c á ca. 12 dögum. Þann tíma er í gangi uppkeyrsla, stillingarfasi og lærdómferill á klefanum og kerfum hans.
Hljóðið kemur frá viftum (blásurum) sem dæla lofti í gegnum kælipunktinn. Samkvæmt Frost, sem sér um frystikerfið mun hljóð frá klefanum alltaf lækka umtalsvert og verður vonandi sem minnst. Frost mun klára uppkeyrslu og stillingar, og skoða frekar hljóðið.
Varðandi fargið sem er norðan frystiklefans er jafnt og þétt verið að flytja það í burtu frá svæðinu. Nú eru eftir tæpir 1500m3 af upphaflegum 5000m3 og verður það sem eftir er flutt á næstunni.
Sveitarstjóra falið að senda þeim sem kvörtunina sendu, bókun nefndarinnar ásamt því að senda Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra erindi um málið og fara fram á hljóðmælingar við hús þeirra sem kvartanirnar lögðu fram og á fleiri stöðum ef ástæða þykir til.
Samþykkt samhljóða.
6. Merkjalýsing fyrir Lækjarveg 2
06.1 Beiðni um staðsetningu gáms utan skilgreindra geymslusvæða.
06.2 Yfirlitsmynd – Lækjarvegur 2
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir merkjalýsingu fyrir Lækjarveg 2. Ennfremur samþykkir nefndin umsókn um staðsetningu gáms á lóðinni Lækjarvegur 2. Umsækjandi greiði fyrir leyfi um geymslu utan skilgreindra geymslusvæða samkvæmt gjaldskrá sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
7. Merkjalýsing fyrir tvær frístundalóðir að Hallgilsstöðum.
Lögð fram merkjalýsing fyrir tvær frístundalóðir að Hallgilsstöðum.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að gera viðauka við leigusamning um Hallgilsstaði þar sem lóðirnar eru tilgreindar sérstaklega. Ennfremur er sveitarstjóra falið að skrá lóðirnar hjá HMS.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 14:35.