Fara í efni

43. fundur skipulags- og umhverfisnefndar

12.04.2022 16:00

Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd

43. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Langanesbyggðar haldinn að Langanesvegi 2, Þórshöfn þriðjudaginn 12. apríl 2022. Fundur var settur kl. 16:00.

Mættir voru: Jósteinn Hermundsson formaður, Hallsteinn Stefánsson, Karl Ásberg Steinarson, Þorsteinn Vilberg Þórisson og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hann spurði hvort athugasemd væri gerð væri við fundarboð. Svo var ekki. Að því búnu var gengið til dagskrár. Formaður leitaði afbrigða til að setja lið 8 á dagskrá, umsókn um lóðina að Stórholti3.

Fundargerð

1. Fundargerð Náttúruverndarnefndar Þingeyinga
Fundargerðin lögð fram.

2. Hafnarsvæði – skipulagslýsing, 28.01.2022
Breytt skipulagslýsing og skipulagsmörk hafnarsvæðis á Þórshöfn lögð fram. Breytingin er gerð að tillögu hafnarnefndar.

Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagða tillögu fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða.

3. Suðurbær – skipulagslýsing 28.01.2022
Breytt skipulagslýsing og skipulagsmörk suðurbæ Þórshafnar lögð fram. Breytingin er gerð að tillögu hafnarnefndar.

Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagða tillögu fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða.

4. Frá Skipulagsstofnun – ný veglína yfir Brekknaheiði umsögn og lýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi
Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar um nýja veglínu yfir Brekknaheiði.

Bókun um afgreiðslu: Erindinu vísað til skipulagsráðgjafa til meðferðar.

Samþykkt samhljóða.

5. Erindi frá Gunnlaugi Steinarssyni varðandi lóðamál á Bakkafirði, Kötlunesvegur
Erindi Gunnlaugs Steinarssonar varðar að ekki er samræmi í lóðasamningum og deiliskipulagi Hafnartanga.

Bókun um afgreiðslu: Skv. lóðasamningi á lóðarhafi Hafnar 900m2 lóð. Þar sem lóðarmörk Víkur og Hafnar eru óljós og deiliskipulagsuppdráttur gefur ekki fullkomlega rétta mynd af lóðunum, er sveitarstjóra falið að ræða við lóðarhafa og leita lausnar um mörk ofangreindra lóða og ákveða staðsetningu bílskúr á lóð Hafnar.

Samþykkt samljóða.

6. Erindi frá Þjóðkirkjunni varðandi afmörkun lóðar við Skeggjastaðakirkju
Þjóðkirkjan óskar eftir samþykki sveitarfélagsins fyrir afmörkun lóðarinnar við Skeggjastaðakirkju, sem auðkennd er með landeignanúmeri L156377 (Fasteignanúmer F2170783). Meðfylgjandi lóðablað.

Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagða tillögu fyrir sitt leyti og vísar málinu til byggingarfulltrúa til afgreiðslu.

Samþykkt samljóða.

7. Umsókn um lóð að Stórholti 3 frá Þórði Þórðarsyni.
Þórður Þórðarson sækir um lóðina hugsanlega til að byggja á henni skemmu.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir að úthluta lóðinni en bendir á að ef ekki verður byggt á lóðinni innan tveggja ár og sótt verður um lóðina af öðrum umsækjenda fellur úthlutunin niður innan þess frests.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:25.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?