Fara í efni

42. fundur í skipulags- og umhverfisnefnd

15.03.2022 16:00

Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd

42. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Langanesbyggðar haldinn að Langanesvegi 2, Þórshöfn þriðjudaginn 15. mars 2022. Fundur var settur kl. 16:00.

Mættir voru: Jósteinn Hermundsson formaður, Hallsteinn Stefánsson, Halldór Rúnar Stefánsson, Aðalbjörn Arnarsson, Jónas Egilsson sveitarstjóri, Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hann spurði hvort athugasemd væri gerð væri við fundarboð. Svo var ekki. Hann greindi frá því að Smári Jónas Lúðvíksson, umhverfisráðgjafi SSNE myndi í upphafi fundar kynna vinnu við endurskoðun sorpurðunna á Norðurlandi undir nýjum lið 1.

Að því búnu var gengið til dagskrár.

Fundargerð

1. Sorpáætlun sveitarfélaga
Smári Jónas Lúðvíksson umhverfisráðgjafi SSNE var í fjarfundarsambandi undir þessum lið og greindi frá vinnu við gerð sorpáætlun sveitarfélaga á Norðurlandi.

2. Tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðis Þórshafnar
Erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 24. febrúar 2022, um lýsingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis.

Bókun um afgreiðslu: Erindinu vísað til skipulagsráðgjafa til meðferðar.

Samþykkt samhljóða.

3. Deiliskipulag Suðurbæjar Þórshafnar
Erindi frá Vegagerðinni dags. 23. febrúar 2022, um lýsingu á deiliskipulagi Suðursvæðis. Einnig var lagðar fram umsagnir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, dags. 23. febrúar 2022, Minjastofnunar 11. febrúar 2022 og Umhverfisstofnunar, dags. 7. febrúar 2022.

Bókun um afgreiðslu: Erindinu vísað til skipulagsráðgjafa til meðferðar.

Samþykkt samhljóða.

4. Fyrirspurn frá Karítas Ósk Agnarsdóttur um hundasvæði á Þórshöfn dags, 01.03.2022
Erindið lagt fram.

Bókun um afgreiðslu: Erindinu vísað til skipulagsráðgjafa til skoðunar.

Samþykkt samhljóða.

5. Níu holu frisbígolfvöllur á Bakkafirði – endurbætt hönnun
Ný tillaga, ásamt greinargerð, um legu frisbígolfvallar á Bakkafirði lögð fram.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin gerir ekki athugasemdir við breytingar á legu vallarins. Samþykkt að senda erindið ti hverfisráðs Bakkafjarðar til kynningar og umsagnar.

Samþykkt samhljóða.

6. Önnur mál

1. Lagðar fram til kynningar endurskoðaðar teikningar að viðgerðum og breytingum á VER.
2. Sveitarstjóri kynnti mögulegar breytingar á samningi við leigutaka hesthúsalóða nr. 7, 8, 9, 10, 11 og 15 annars vegar og hins vegar vegna lóða 16, 24 og 31. Lóðirnar eru við veginn upp að Hálsi. Lóðaleiguhafar óskuðu eftir því með tölvupósti dags. 21. október 2021 að Langanesbyggð leysti til sín mannvirki á lóðunum.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:42.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?