Fara í efni

40. fundur skipulags- og umhverfisnefndar

18.01.2022 16:00

Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd

40. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Langanesbyggðar haldinn að Langanesvegi 2, Þórshöfn þriðjudaginn 18. janúar 2022. Fundur var settur kl. 16:00.

Mættir voru: Jósteinn Hermundsson formaður, Kristján Úlfarsson, Hallsteinn Stefánsson, Aðalbjörn Arnarsson, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 8.1.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hann spurði hvort athugasemd væri gerð væri við fundarboð. Svo var ekki og var gengið til dagskrár.

Fundargerð

1. Fundargerðir náttúruverndarnefndar Þingeyinga nr. 1 – 4
Lagðar fram fundargerðir náttúruverndarnefndar Þingeyinga til kynningar.

2. Drög að skipulagslýsingu hafnarsvæðis á Þórshöfn.
Lög fram skipulagslýsing um fyrirhugað deiliskipulag hafnarsvæðis Þórshafnar. Þar er m.a. gerð grein fyrir viðfangsefni og forsendum skipulagsins.

Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir skipulagslýsinguna og leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum og send umsagnaraðilum í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

3. Drög að skipulagslýsingu suðurbæjar Þórshafnar
Lög fram skipulagslýsing um fyrirhugað deiliskipulag suðurbæjar Þórshafnar, þar er m.a. gerð grein fyrir viðfangsefni og forsendum skipulagsins.

Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir skipulagslýsinguna og leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulaglaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

4. Frumhönnun fyrir skipulag miðsvæðis á Þórshöfn.
Tillaga að uppbyggingu á einstökum svæðum innan skipulagssvæðis miðbæjar Þórshafnar.

Lagt fram til kynningar.

5. Umsókn um stækkun lóðar við Langanesveg 26 og byggingu garðskála.
Erindi frá Siggeir Stefánssyni kt. 211262-4909 og Hrafngerði Ösp Elíasdóttur kt. 250867-3609 þar sem sótt er um leyfi til bygginga garðskála, setja hurð á suðurhlið íbúarðhúsnæðis og stækkun lóðarinnar að Langanesvegi 26.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar umsókn um byggingu garðskála og vegna hurðar á suðurhlið til byggingafulltrúa og erindi um stækkun lóðarinnar til skipulagsfulltrúa. Nefndin skilgreinir grennd í þessu tilfelli að Langanesvegi 24, 33, 35 og Pálmholti 2 og 4.

Samþykkt samhljóða.

6. Samskipti við Umhverfisstofnun vegna reglubundins eftirlits
Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við Umhverfisstofnun vegna urðunar á Bakkafirði.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindi Umhverfisstofnunar, dags. 7. desember 2021. Í ljósi þess að urðunnarstaðurinn á Bakkafirði er í afskekktri byggð, er samþykkt að fela sveitarstjóra að sækja um undanþágu frá áætlun og vöktun á grundvelli a- og b-liða 26. gr. reglugerðar nr. 738 frá 2003 um urðun úrgangs.

Samþykkt samhljóða.

7. Húsnæðisáætlun Langanesbyggðar
Húsnæðisáætlun í endanlegri útgáfu lögð fram.

8. Önnur mál

    8.1.Frisbígolfvöllur á Bakkafirði.
    Lagt fram erindi frá Sigurbirni V. Friðgeirssyni íþrótta- og tómstundafulltrúa Langanesbyggðar um 9 holu frísbígolfvöll á Bakkafirði, ásamt myndum      og teikningum.

Sigurbjörn V. Friðgeirsson íþrótta- og tómstundarfulltrúi gerði grein fyrir hugmyndum um frisbígolfvöll á Bakkafirði.

       8.2.Umsókn um stækkun lóðar að Sunnuvegi 11, Þórshöfn. Kristján vék af fundi við afgreiðslu málsins vegna vanhæfis.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir stækkunina fyrir sitt leyti og vísar erindinu til skipulagsfulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:49.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?