Fara í efni

39. fundur skipulags- og umhverfisnefndar

16.11.2021 16:00

Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd

39. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Langanesbyggðar haldinn að Langanesvegi 2, Þórshöfn þriðjudaginn 16. nóvember 2021. Fundur var settur kl. 16:00.

Mættir voru: Jósteinn Hermundsson formaður, Kristján Úlfarsson, Hallsteinn Stefánsson og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem jafnframt ritaði fundargerð

Formaður setti fund og stjórnaði. Hann spurði hvort athugasemd væri gerð væri við fundarboð. Svo var ekki og var gengið til dagskrár.

Fundargerð

1. Deiliskipulagsbreyting, Fjarðarvegur 2
Lögð fram breyting á deiliskipulagi vegna stækkunar byggingareits á Fjarðarvegi 2.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir framkomna deiliskipulagsbreytingu enda um óverulega breytingu að ræða. Samþykkt að auglýsa breytinguna samkvæmt skipulagslögum.

Samþykkt samhljóða.

2. Teikningar af stækkun N1 Fjarðarvegur 2
Lagðar fram teikningar að stækkun söluskála N1 við Fjarðarveg 2.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir teikningarnar fyrir sitt leiti og vísar málinu til byggingafulltrúa til afgreiðslu að undangenginn auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi. Nefndin beinir því til umsækjanda hvort möguleiki sé á samræmdu útliti aðalbyggingar og viðbyggingar með framlengingu á þakkanti.

Samþykkt samhljóða.

3. Hafnarsvæði – skipulagslýsing
Lögð fram skipulagslýsing vegna hafnarsvæðis. Greinargerð vegna fyrirhugaðs skipulags hafnarsvæðis, afmörkun, áhrif og skipulagsferli.

4. Erindi um endurskoðun Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs

Tillaga SSNE um endurskoðun „Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi“ 2015-2026. Vísað til vinnslu vegna endurskoðunar.

Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd mælir með því að sveitarfélagið skoði mögulega á þátttöku Langanesbyggðar í gerð og framkvæmd svæðisáætlunar á Norðurlandi. Þessi athugun verði gerð samhliða vinnu við framtíð sorp- og urðunarmála sem eru í vinnslu hjá sveitarfélaginu. Enn fremur er lagt til að, ef formlegar viðræður við Svalbarðshrepps verði hafnar, að sorp- og urðunarmál hjá væntanlegu sveitarfélagi verði tekin til skoðunar við vinnu við gerð framtíðarsýnar fyrir hið sameinaða sveitarfélag.

Samþykkt samhljóða.

5. Ferlar skipulags
Upplýsingar frá Teiknistofu Norðurlands um þá ferla sem skipulagsmál fara eftir. Hlutverk skipulagsnefndar, sveitarstjórnar og skipulagsstofnunar í ferlinu. Útskýringar á því hvað felst í hverjum þætti skipulagsferils. Lagt fram til kynningar.

6. Aðalskipulag Vopnafjarðar, umsögn, lýsing og mat
Umsögn Skipulagsstofnunar um fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps. Bréf Skipulagsstofnunar til Vopnafjarðarhrepps lagt fram til kynningar.

7. Minnisblað um áætlun í umhverfismálum
Lagt fram minnisblað um átak í umhverfismálum ásamt tímaáætlun 2021 – 2022.

Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að framlögð áætlun verði hrundið í framkvæmd og kynnt íbúum. Sveitarstjóra er falið að gera nánari áætlun um kostnað og tímasetningar einstakra framkvæmdaliða í áætluninni og gera tillögu um hvernig áætlunin fellur að vinnu að gerð áætlunum sveitarfélagsins um sorp- og urðunarmál almennt.

Samþykkt samhljóða.

8. Stefna um meðhöndlun úrgangs – frá umhverfisráðuneytinu
Lagt fram og vísað til vinnu sveitarfélagsins um stefnumótunar í sorp- og urðunarmálum.

9. Önnur mál
Engin önnur mál.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:45.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?