Fara í efni

37. fundur skipulags og umhverfisnefndar

21.09.2021 16:00

Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd

37. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn þriðjudaginn 21. september 2021. Fundur var settur kl. 16:00.

Mættir voru: Jósteinn Hermundsson formaður, Kristján Úlfarsson, Hallsteinn Stefánsson, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem jafnframt ritaði fundargerð

Formaður setti fund og stjórnaði. Hann spurði hvort athugasemd væri gerð væri við fundarboð. Svo var ekki og var gengið til dagskrár.

Fundargerð

1. Skipulag byggingareftirlits og skipulagsráðgjafar fyrir Langanesbyggð

Sveitarstjóri gerði grein fyrir hugmyndum um framkvæmd byggingareftirlits í samstarfi við Norðurþing. Einnig kynnti hann drög að samkomulagi við Teiknistofu Norðurlands um ráðgjöf og aðstoð við skipulagsmál.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin er sammála þeim hugmyndum og drögum sem lögð voru fram á fundinum

2. Erindi frá íþrótta- og tómstundafulltrúa varðandi staðsetning „aparólu“.
Lagt fram erindi frá íþrótta- og tómstundafulltrúa Langanesbyggðar um staðsetningu „aparólu.“
Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd er sammála um staðsetningu „aparólu“ samkvæmt tillögunni.

3. Miðholt, hesthúsahverfi lóðarblað
Lóðablað vegna hesthúsalóðar við Miðholt lagt fram.

4. Lóðablöð fyrir Fjarðaveg 1 og Langanesveg 2
Drög að lóðablöðum fyrir Fjarðarveg 1 og Langanesveg 2 lögð fram.

Bókun um afgreiðslu: Óskað er eftir tillögum frá skipulagsráðgjafa um bílastæði og skýli fyrir sorptunnur við Langanesveg 2 að teknu tilliti til breyttrar notkunar hússins.

5. Viðbragðsáætlun um gróðurelda í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra – Lokadrög
Viðbragðsáætlun um gróðurelda í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra – Lokadrög. Áætlunin lögð fram.

6. Stuðningsverkefni á grundvelli „Verkfærakistu um heimsmarkmiðin fyrir sveitarfélög“
Stuðningsverkefni á grundvelli „Verkfærakistu um heimsmarkmiðin fyrir sveitarfélög, lagt fram.

7. Umsókn um byggingaleyfi frá Dawid Potrykus
Umsókn um byggingarleyfi frá Dawid Potrykus fyrir bílskúr við Bakkaveg 2 ásamt teikningum.

Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd er samþykk umsókninni. Umsókninni fylgir samþykki eigenda að Bakkavegi 1, 3 og 5 og Langanesvegi 11 ásamt RARIK.

8. Önnur mál. Sveitarstjóri gerði grein fyrir drögum að samningi við Íslenska Gámafélagið og ræddi um úrræði til framtíðar í sorpmálum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:45.

 

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?