Fara í efni

35. fundur skipulags- og umhverfisnefndar

19.07.2021 16:00

Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd

35. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn mánudaginn 19. júní 2021. Fundur var settur kl. 16:00.

Mættir voru: Jósteinn Hermundsson formaður, Kristján Úlfarsson, Hallsteinn Stefánsson, Karl Ásberg Steinsson, Aðalbjörn Arnarsson og Jónas Egilsson sveitarstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hann spurði hvort athugasemd væri gerð væri við fundarboð. Svo var ekki og var gengið til dagskrár.

Fundargerð

1. Umsókn um stöðuleyfi fyrir húsnæði úr færanlegum einingum.

Lögð fram umsókn frá Karen Rut Konráðsdóttur f.h. Rútínu ehf. um stöðuleyfi fyrir 550m2 gistirými fyrir um það bil 30 manns í færanlegum einingum. Teikningar af útliti og staðsetningu við milli Bakkavegar og Langnesveg („sláturhúsalóðin) fylgja með.

Bókun um afgreiðslu: Þar sem stærð og umfang mannvirkja er mun meira er lög og reglur um stöðuleyfi heimila, er ekki hægt að samþykkja framlagða umsókn.

Í framhaldi þessarar niðurstöðu er sveitarstjóra falið að ræða við lóðaumsækjanda um mögulegar lausnir á hennar umsókn og koma með tillögu í samráði skipulagsfræðing sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

2. Umsókn um stofnun lóðar í Kverkártungu

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra með tillögu að stofnun lóðar fyrir skála í Kverkártungu.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að gera tillögu að lóðarblaði fyrir skála í Kverkártungu og hesthús og sækja um stofnun lóðar til skipulags- og byggingarfulltrúa í samráði við landeigendur. Enn fremur er sveitarstjóra falið sækja um byggingarleyfi fyrir skála í samráði við eigendur lands.

Samþykkt samhljóða.

3. Ósk um heimild eldflaugaskots á Brimnesi

Lögð fram umsókn frá Space Iceland f.h. fyrirtækisins Skyora um eldflaugskot frá Brimnesi, dags. 15. júlí 2021. Með umsókninni fylgja teikning með staðsetningum skotstaðar og annarra stöðva vegna skotsins ásamt drögum að samkomulagi við Langanesbyggð sem landeiganda.

Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd mælir með því að Skyora verði veitt heimild til umrædds eldflaugaskots, að því gefnu að rask verði sem minnst og að truflun fyrir umferð um svæðið og náttúruna verði takmarkað eftir því sem hægt er. Einnig að leitað verði til annarra landeigenda um afnot að þeirra landi vegna eldflaugaskotsins.

Samþykkt samhljóða.

4. Uppsetning broskarla við Langanesveg og Fjarðarveg

Lögð fram teikning með tillögum að staðsetningu „broskarla“ við Fjarðarveg og Langanesveg á Þórshöfn.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin er sammála Vegagerðinni um staðsetningu broskarlaskiltanna og fagnar tilraun hennar til að draga úr umferðarhraða í þéttbýli á Þórshöfn.

Samþykkt samhljóða.

5. Sorphirða í Langanesbyggð – til kynningar skv. ákv. byggðaráðs

Lagt fram til kynningar, niðurstöður útboðs á sorphirðu í Langanesbyggð ásamt samantekt lögfræðing sveitarfélagsins um möguleika sveitarfélagsins í stöðunni.

6. Sauðanesholt – kynningarefni frá Þjóðminjasafninu

Lagt fram til kynningar efni um fyrirhugaðar framkvæmdir á Sauðanesholtinu vegna staðsetningar á Stefánskirkju sem er í endurbyggingu og mögulegu bifreiðastæði.

7. Samþykkt heilbrigðisnefndar NE 463 frá 26. júní 2021 um umgengni og þrifnað utanhúss ásamt leiðréttingu UR á 6 gr.

Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu á 6. gr. samþykktar um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra nr. 463/2002.

8. Önnur mál

a) Umsókn um byggingarlóð. Lögð fram umsókn frá Stefáni Snæ Ágústssyni kt. 070593-2119 um byggingarlóð fyrir einbýlishús.

Afgreiðslu frestað.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:38.

 

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?