Fara í efni

34. fundur skipulags- og umhverfisnefndar

15.06.2021 16:00

Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd

34. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn þriðjudaginn 16. júní 2021. Fundur var settur kl. 16:00.

Mættir voru: Jósteinn Hermundsson formaður, Kristján Úlfarsson, Karl Ásberg Steinsson, Aðalbjörn Arnarsson og Jónas Egilsson sveitarstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hann spurði hvort athugasemd væri gerð væri við fundarboð. Svo var ekki og var gengið til dagskrár.

Fundargerð

1. Umsókn um leyfi til niðurrifs og urðunar á gömlu íbúðarhúsi o.fl. í landi Miðfjarðarnessels

Lögð fram umsókn um leyfi til urðunar á byggingarúrgangi í landi Miðfjarðarnessels, dags. 1. júní 2021. Með umsókninni fylgir undirrituð samþykkt eigenda hússins, dags. 30. maí 2021.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að heimilað verði að rífa húsið og urða það á umbeðnum stað. Málinu vísað til byggingarfulltrúa til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

2. Umburðarbréf Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins – til upplýsinga

Umburðarbréf frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti, dags. 28. maí 2021, lagt fram. Erindinu var vísað til nefndarinnar af sveitarstjórn.

3. Hús við Miðfjarðará – frá byggingafulltrúa

Umsókn um byggingarleyfi á veiðihúsi í landi Kverkártungu 2 (landnúmer L231605) lögð fram. Um er að ræða nýbyggingu, veiðihús sem rísa á á mótum Miðfjarðarár og Litlu Kverkár. Húsið er útfært með gistirýmum og þjónustu fyrir veiðimenn sem eru að veiða í þessum ám. Byggingin skiptist í tvær einingar sem tengdar eru saman með glergangi, aðkoma og bílastæði veiðihússins eru að vestaverðu og aðalinngangur vísar í suðvestur og er tengdur bílastæði með göngustíg. Húsið er á einni hæð, samtals um 666 m2. Stærð lóðar er 16.000m2 og nýtingarhlutfall því um 0,041.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir framlagða umsókn og teikningar fyrir sitt leyti og vísar málinu til skipulags- og byggingarfulltrúa til frekari meðferðar.

Samþykkt samhljóða

4. Önnur mál

4.1.Umsókn um lóð á Bakkafirði. Lögð fram umsókn um lóð á Bakkafirði frá Axel Walterssyni, dags. 14. júní 2021.

Bókun um afgreiðslu: Umbeðið svæðið er skv. aðalskipulagi sem frístundabyggð. Sveitarstjóra falið að afla nánari upplýsinga frá umsækjanda og skoða mögulega staðsetningu á lóðum sem þegar eru í skipulagðri íbúabyggð.

Samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:45.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?