Fara í efni

32. fundur í skipulags - og umhverfisnefnd

27.04.2021 16:00

Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd

32. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn þriðjudaginn 27. apríl 2021. Fundur var settur kl. 16:00.

Mættir voru: Jósteinn Hermundsson formaður, Hallsteinn Stefánsson, Kristján Úlfarsson, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hann spurði hvort athugasemd væri gerð væri við fundarboð. Svo var ekki og var gengið til dagskrár.

Fundargerð

1. Miðsvæði / miðbær á Þórshöfn – skipulag og framtíðarsýn.

Hugmyndir frá Arnari B. Ólafssyni skipulagsráðgjafa sveitarfélagsins lagðar fram.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir framkomnar hugmyndir og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við framkomnar tillögur.

Samþykkt samhljóða

2. Auglýsing um skipulagsmál í Langanesbyggð

Tillaga að deiliskipulagi miðsvæðis við Fjarðarveg á Þórshöfn og tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar og miðsvæðis vestan Langanesvegar á Þórshöfn.

Bókun um afgreiðslu; Nefndin samþykkir að auglýsa deiliskipulagið að nýju.

Samþykkt samhljóða.

3. Umsókn um rekstrarleyfi og sölu gistingar Lyngholts ehf. að Langanesvegi 12 ásamt bréfi sýslumanns.

Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd mælir samþykkt leyfisins fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða.

4. Umsókn um rekstrarleyfi og sölu gistingar Lyngholts ehf. að Eyravegi 2 ásamt bréfi sýslumanns.

Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd mælir samþykkt leyfisins fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða.

5. Kynning á verkefninu „Ocean Mission“. Umhverfisverkefni sem stýrt er af samnefndum samtökum.

Erindið lagt fram. Nefndin tekur jákvætt í hugmyndina og felur sveitarstjóra að skoða málið fyrir næsta fund.

Bókun um afgreiðslu; Nefndin tekur jákvætt í erindið.

6. Endurbætur á þaki Langanesvegar 10 (Bjarg) frá Faglausnum.

Umsókn lögð fram um heimild til að byggja kvist á austur og vesturhlið þaks hússins að Langanesvegi 10, skv. framlögðum teikningum frá Faglausn.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir framlagða umsókn fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða.

7. Önnur mál.

i) Húsnæðisvandi einstaklinga í vinnutengdri dvöl – lagt fram til kynningar.

ii) Kynning á stækkun á skála N 1 á Þórshöfn – lagt fram og frestað til næsta fundar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:40.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?