Fara í efni

31. fundur skipulags- g umhverfisnefndar

23.03.2021 16:00

Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd

31. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn miðvikudaginn 23. mars 2021. Fundur var settur kl. 16:00.

Mættir voru: Jósteinn Hermundsson formaður, Karl Ásberg Steinsson, Kristján Úlfarsson, Aðalbjörn Arnarsson, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hann spurði hvort athugasemd væri gerð væri við fundarboð. Svo var ekki og var gengið til dagskrár.

Fundargerð

1. Umsókn um lóð fyrir veiðihús við Litlu Kverká og Miðfjarðará

Lögð fram beiðni um stofnun lóðar í landi Kverkártungu 2 frá Árna Gunnarssyni fyrir hönd landeigenda, dags. 19. febrúar 2021. Með umsókninni fylgir hnitsettur uppdráttur af 1,6 ha lóð dags. 19. febr. 2021 frá teiknistofunni Logg undirrituð af Skarphéðni Smára Þórhallssyni, 2. útgáfa merkt L001. Einnig fylgja með umsókninni undirrituð umsókn um skráningu nýrrar landeignar til Þjóðskrár, lóðablað með staðsetningu mannvirkja, loftmynd með afstöðu til annarra mannvirkja í nágrenninu og teikning arkitekta af fyrirhuguðu húsi svæðinu.

Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd mælir með við sveitarstjórn að heimiluð verði stofnun lóðar í landi Kverkártungu 2 í samræmi við innsenda umsókn. Þegar gengið hefur verið frá stofnun lóðar verður hægt að sækja um byggingarleyfi fyrir fyrirhuguðu húsi á lóðinni.

Samþykkt samhljóða.

2. Starf skipulags- og byggingarfulltrúa í samstarfi við Vopnfirðinga

Sveitarstjóri greindi frá samskiptum við sveitarstjóra og fjármálastjóra Norðurþings vegna óinnheimtra gjalda vegna samstarfssamnings um starfsemi skipulags- og byggingarfulltrúa. Norðurþing hefur ekki innheimt gjöld frá árinu 2013 að upphæð samtals um 13,7 m.kr. Skv. áliti lögfræðings Langanesbyggðar er hluti þessara kröfu fyrnt skv. lögum. Einnig er samningi við Langanesbyggð sagt upp, en boðið upp á samtal um endurnýjun. Sveitarstjóri greindi einnig frá því að sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps hafi óskað eftir samtali um mögulegt samstarf sveitarfélaganna um ráðningu sameiginlegs- skipulags- og byggingarfulltrúa.

3. Frumvarp til laga um breytingu á varnamálalögum (stækkun starfssvæðis Landhelgisgæslunnar í landi Gunnólfsvíkur I og II) – til kynningar

Lagt fram til kynningar frumvarp til laga um breytingu á varnarmálalögum nr. 34/2008 um stækkun öryggissvæðis við Gunnólfsvík. Skv. frumvarpinu fara jarðirnar Gunnólfsvík I og Gunnólfsvík II í Finnafirði undir öryggissvæði ratsjárstöðvarinnar á Gunnólfsvíkurfjalli.

4. Önnur mál

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:40.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?