Fara í efni

30. fundur í skipulags og umhverfisnefnd

03.03.2021 12:00

30. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn miðvikudaginn 3. mars 2021. Fundur var settur kl. 12:00.

Mættir voru: Jósteinn Hermundsson formaður, Hallsteinn Stefánsson, Kristján Úlfarsson, Aðalbjörn Arnarsson og Jónas Egilsson sveitarstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hann spurði hvort athugasemd væri gerð væri við fundarboð. Svo var ekki og var gengið til dagskrár.

Fundargerð

1. Fyrirspurn um matsskyldu vegna dýpkunar Þórshafnarhafnar.

Lögð fram greinargerð frá Hafnarsjóði Langanesbyggðar þar sem farið er fram á að við sveitarstjórn Langanesbyggðar, með vísan í 6. grein laga um mat á umhverfisáhrifum 106/2000, að ákveðið verði hvort dýpkun í Þórshöfn sé háð mati á umhverfisáhrifum. Um er að ræða 23.988m3 sem fjarlægja á vegna dýpkunar. Skv. breytingum á samþykktum um stjórn Langanesbyggðar nr. 10/2019, sem staðfest var í sveitarstjórn 21. janúar 2021, fer skipulags- og umhverfisnefnd með fullnaðarákvörðun um matsskyldu framkvæmda þegar sveitarfélagið sjálft er framkvæmdaaðili.

Bókun um afgreiðslu: Það er mat skipulags- og umhverfisnefndar að dýpkunin heyri undir grein 2.04 í viðauka 1 í lögum um mat á umhverfisáhrifnum nr. 106/2000. Þar sem svæðið sem mun raskast er minna en 25 þús. fermetrar og magn sem á að fjarlægja er 23.988m3 sem er minna en 50 þús. rúmmetrar og þar með falli verkefnið undir flokk C. og þar að leiðandi ekki skylt að setja í umhverfismat. Nefndin telur því ekki þörf á umhverfismati á framkvæmdinni.

Samþykkt samhljóða

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:20.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?