28. fundur skipulags- og umhverfisnefndar
Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd
28. fundur skipulags- og umhverfisnefndar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, þriðjudaginn 2. júlí 2024. Fundur var settur kl. 14:00
Mættir voru: Hildur Stefánsdóttir formaður, Þorsteinn Ægir Egilsson, Brynjar Þorláksson, Helga Guðrún Henrýsdóttir, Hallsteinn Stefánsson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Formaður spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð – svo var ekki og fundur því settur.
Formaður óskaði eftir afbrigðum frá boðaðri dagskrá þar sem 4. lið verði bætt við.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerð
1. Fundargerð 235. fundar Heilbrigðisnefndar NE 24.04.2024.
Fundargerðin lögð fram
2. Ósk um heimild til að breyta aðalskipulagi og vinna deiliskipulag frístundabyggðar við Skeggjastaði vegna 4 frístundahúsa.
Landslag f.h. North Adventure óskar eftir því að breyting sé gerð á Aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027 þess efnis að skilgreind sé landnotkun undir frístundabyggð að Skeggjastöðum. Einnig er óskað eftir heimild til deiliskipulagsgerðar skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir að unnin sé aðalskipulags breytingartillaga samkvæmt 1. mgr. 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin vill verkja athygli á ósamræmi á milli bréfs skipulags- og byggingarfulltrúa og skipulagslýsingarinnar varðandi hvort þetta muni verða frístundabyggð eða verslunar- og þjónustusvæði.
Nefndin veitir heimild til að unnin sé deiliskipulagstillaga skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þessar heimildir eru veittar með fyrirvara með samþykki landeiganda.
Samþykkt samhljóða.
3. Skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi fyrir Skeggjastaði.
Tillaga unnin fyrir North Adventure.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti skipulagslýsinguna skv. gr 4.2.2. skipulagsreglugerðar 90/2013.
Samþykkt samhljóða.
4. Nýtt lóðablað vegna Hálsvegar 5.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti framkomið lóðarblað og felur sveitarstjóra að ganga frá skráningu.
Samþykkt samhljóða.
5. Önnur mál.
a) Tillaga um hólma í höfnina norðan lækjarins.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin gleðst yfir hugmyndinni.
Samþykkt samhljóða.
b) Snyrtilegasta athafna- eða iðnaðarlóð í Langanesbyggð.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin vill verðlauna fyrir snyrtilegustu athafna- eða iðnaðarlóðina í Langanesbyggð og mun auglýsa á heimasíðu sveitarfélagsins, þar sem óskað verður eftir tilnefningum frá íbúum.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 14:53