Fara í efni

27. fundur skipulags- og umhverfisnefndar

08.12.2020 16:00

27. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Langanesbyggðar haldinn í Þórsveri á Þórshöfn þriðjudaginn 8. desember 2020. Fundur var settur kl. 16:00.

Mættir voru: Jósteinn Hermundsson formaður, Kristján Úlfarsson, Hallsteinn Stefánsson, Aðalbjörn Arnarsson, Karl Ásberg Steinsson og Jónas Egilsson sveitarstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þorsteinn Ægir Egilsson formaður Björgunarsveitarinnar Hafliða var mættur undir lið 1 á fundinum.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hann spurði hvort athugasemd væri gerð væri við fundarboð og viðbótarlið við dagskrá. Svo var ekki og var gengið til dagskrár.

Fundargerð

1.            Húsnæðis- og lóðamál Björgunarsveitarinnar Hafliða

Þorsteinn Ægir Egilsson mætti á fundinn og kynnti byggingaráform björgunarsveitarinnar.

2.            Hafnartangi á Bakkafirði deiliskipulag

Hafnartangi á Bakkafirði – áningarstaður við ysta haf, deiliskipulag, var auglýst frá 6. október 2020 með athugasemdarfresti til 24. nóvember 2020 í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir og athugasemdir bárust frá sex aðilum. Úrdráttur úr innsendum athugasemdum og svör skipulags- og umhverfisnefndar eru í skjalinu ,,Bakkafjörður-Hafnartangi-Athugasemdir og svör.“

Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á að breyta tillögunni til að koma til móts við athugasemdir um ásýnd byggðarinnar á Hafnartanga. Deiliskipulagsákvæðum verði þannig breytt að bygging nýrra húsa eða enduruppbygging eldri húsa á Hafnartanganum taki mið útliti og gerð af svonefndum Magnúsarhúsi og Halldórshúsi. Nefndin samþykkir að öðru leyti framlagða tillögu og vísar henni þannig breyttri til endanlegrar afgreiðslu sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

3.            Umsókn um byggingarleyfi fyrir útsýnispall á Bakkafirði – Við ysta haf

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi á útsýnispalli á Bakkafirði frá Faglausn, dags. 3. desember 2020, ásamt teikningum og öðrum gögnum.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir byggingu útsýnispallsins fyrir sitt leyti, enda sé deiliskipulag fyrir Hafnartangan samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

4.            Langanesvegur 2 - byggingarleyfisumsókn

Lögð fram umsókn frá BJ vinnuvélum um byggingarleyfi, ásamt teikningum, fyrir íbúðir 104, 105 og 106 við Langanesveg 2 á Þórshöfn. Byggingarstjóri er Jón G. Traustason, hússmíðameistari er Jóhannes Jónasson, pípulagningarameistari er Hallgrímur Sigurðsson og rafvirkjameistari er Guðmundur E. Sk. Traustason. Einnig er lögð fram skráningartafla fyrir húseignina Langanesvegur 2.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir framlagðar teikningar fyrir sitt leyti. Ekki er metin að þörf sé á grenndarkynningu.

Samþykkt samhljóða.

5.            Önnur mál

5.1. Umsókn, Elfu Benediktsdóttur, dags. 8. desember 2020, um stöðuleyfi fyrir 14,4 m2 garðhýsi á lóðinni Pálmholt 15. Einnig er sótt um leyfi fyrir glugga á austurstafn hússins í eldhúsi, 1,21 x 90,5 cm.

Bókun 1 um afgreiðslu: Nefndin samþykkir heimild til húseigenda að Pálmholti 15 á Þórshöfn að reisa allt að 14,4m2 garðhýsi á lóðinni og húsið nái allt að 3 m í austur út fyrir lóðarmörk Pálmholts 15, skv. nánara samtali formanns við húseigendur. Þetta samþykkt með skilyrði að umræddur lóðarhafi fjarlægi garðhýsið á eigin kostnað komi til framkvæmda á lóð eða svæði fyrir austan.

Samþykkt samhljóða.

Bókun 2 um afgreiðslu: Umsókn leyfi breytingum á húsi vegna glugga á austurstafni hússins.

Samþykkt samhljóða.

5.2. Kynning á hugmyndum um vindorkuver í landi Eiðis I &II og Ártúns, erindi dags. 11.11.2020, frá Katli Sigurjónssyni framkvæmdastjóra Zephyr Ltd. Erindinu var vísað til nefndarinnar á 32. fundi byggðaráðs 3. desember sl.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að boða til kynningu á verkefninu fyrir skipulags- og umhverfisnefnd.

Samþykkt samhljóða.

5.3. Innsent erindi frá verkfræðistofunni Eflu, dags. 20.10.2020, Vindorkuver á Hólaheiði. Erindið lagt fram.

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:15.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?