Fara í efni

26. fundur skipulags- og umhverfisnefndar

17.11.2020 16:00

 26. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn þriðjudaginn 17. nóvember 2020. Fundur var settur kl. 16:00.

Mættir voru: Jósteinn Hermundsson, Kristján Úlfarsson, Hallsteinn Stefánsson, Almar Marinósson og Jónas Egilsson sveitarstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hann spurði hvort athugasemd væri gerð væri við fundarboð og viðbótarlið við dagskrá. Svo var ekki og var gengið til dagskrár.

Fundargerð

1.            Liður 2 í fundargerð hverfaráðs Bakkafjarðar

Lið 2 í fundargerð hverfisráðs Bakkafjarðar, dags. 28. október 2020, vísað til umsagnar nefndarinnar af byggðaráði á 30. fundi 5. nóvember 2020.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að fresta málinu til næsta fundar nefndar, þegar aðrar athugasemdir við deiliskipulagið verða teknar fyrir.

Samþykkt samhljóða.

2.            Nýjar lóðir á Bakkafirði

Lagðar fram tillögur að hnitsetningum tveggja lóða á Bakkafirði, annars vegar vegna lóð undir hús björgunarsveitarinnar á Bakkafirði við Hafnargötu. Hins vegar er tillaga að lóð fyrir húsið að Bergholt. Sveitarstjórn samþykkti á 118. fundi sínum 15. október 2020 að selja húsið Bergholt 1 en láta rífa Bergholt 2.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir framlögð lóðablöð.

Samþykkt samhljóða.

3.            Umsókn um lóð og breytt deiliskipulag fyrir hús björgunarsveitarinnar

Lögð fram tillaga frá Faglausn ehf., f.h. Björgunarsveitarinnar Hafliða, um breytingu á deiliskipulagi á miðsvæði við Bakkaveg, vegna væntanlegrar umsóknar um lóð þar fyrir húsnæði sveitarinnar. Með umsókninni fylgja tillögur að breytingum á deiliskipulagi og teikningar að nýju húsi.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin fagnar hugmyndum björgunarsveitarinnar um nýbyggingu  húss. Hins vegar leggst hún gegn breytingum á nýsamþykktu deiliskipulagi á miðsvæði við Bakkaveg. Nefndin leggur til að húsi björgunarsveitarinnar verði fundinn staður á öðrum stað á Þórshöfn, t.d. við Háholt.

Samþykkt með atkvæðum Jósteins Hermundssonar, Kristján Úlfarssonar og Hallsteins Stefánssonar, gegn atkvæði Almars Marinóssonar.

Almar Marinósson lagði fram svohljóðandi bókun: Ég er samþykkur því að byggja hús björgunarsveitarinnar á miðsvæði við Bakkaveg, skv. framlagðri tillögu, en ekki hlynntur öðrum breytingum í framlagðri tillögu.

4.            Tillögur að friðun Langaness

Úttekt um friðunarkosti Langaness dags. í október 2020 lögð fram, en byggðaráð hefur vísað henni til umfjöllunar í nefndum og ráðum sveitarfélagsins.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin fagnar framlagðri úttekt en frestar umsögn til síðari fundar.

Samþykkt samhljóða.

5.            Önnur mál

5a) Lögð fram beiðni frá Olíudreifingu vegna endurnýjar eldsneytislagnar frá bryggju að birgðageymi á Þórshöfn, dags. 17. nóvember 2020, ásamt teikningu.

Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að því gefnu að hafnarsvið Vegagerðarinnar geri ekki athugasemdir við nýja lögn.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:03.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?