Fara í efni

22. fundur skipulags- og umhverfisnefndar

13.02.2024 14:00

Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd

22. fundur skipulags- og umhverfisnefndar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, þriðjudaginn 13. febrúar 2024. Fundur var settur kl. 14:00

Mættir voru: Hildur Stefánsdóttir formaður, Þorsteinn Ægir Egilsson, Þorri Friðriksson, Sigtryggur Brynjar Þorláksson, Ina Leverkönen, Björn S. Lárusson sveitarstjóri sveitastjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð – svo var ekki og fundur því settur.

Formaður óskaði eftir að fá að taka á dagskrá lið 10 með afbrigðum þar sem sá liður hafi ekki borist nefndinni fyrr en 12. febrúar.

Samþykkt

Fundargerð

1. Deiliskipulag Bakkafjarðarhafnar ásamt korti og umsögnum 22.11.2023 og bókun hafnarnefndar um skipulagið.
Fyrir liggur nýtt deiliskipulag fyrir höfnina á Bakkafirði. Skipulagið var auglýst með löglegum fyrirvara og bárust meðfylgjandi umsagnir. Vegagerðin gerir athugasemd við veghelgunarsvæði. Í umsögn Umhverfisstofnunar er talað um landfyllingu sem ekki verður af. Hönnuður ætlar að bregðast við umsögnum ásamt athugasemd sem hafnarnefnd gerði varðandi staðsetningu á olíutank og Hafnarhúsi.

Bókun um afgreiðslu: Skipulagsnefnd samþykkir skipulagið en vísar því til hönnuðar að koma til móts við athugasemdir. Hugmyndir sem tilgreindar eru um landfyllingu í aðalskipulagi skulu ekki settar fram í deiliskipulagi þar sem ekki er áætlað að ráðast í þær framkvæmdir. Að öðru leiti er skipulaginu vísað til skipulagsfulltrúa til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

2. Umsókn um byggingaleyfi fyrir rifi á Salthúsi ásamt greinargerð byggingarstjóra, staðfesting HNA, vottorðum og fleiri gögnum vegna umsóknar.
Ísfélagið sækir um að fá að rífa niður syðri hluta Eyrarvegar 3 á Þórshöfn vegna fyrirhugaðra framkvæmda við stækkun á frystigeymslu og breytingu á deiliskipulagi því tengdu sem er til umfjöllunar í nefndinni.

Bókun um afgreiðslu: Óskað er eftir upplýsingum um hver heildarþyngd þess efnis er sem gert er ráð fyrir í skýrslu EFLU dags. 16.01.2024 að fari til urðunar á urðunarsvæði við Slakka ofan við Bakkafjörð. Minnt er á, að hámark efnis til urðunar á þeim stað er um 200 tonn á ári.
Þá er óskað eftir upplýsingum um hvar urða eigi þau efni sem talin eru upp í töluliðum 5 og 6; „Almennur úrgangur (allt ofan talið og spilliefni)“ og „Hættuleg efni og spilliefni“.
Nefndin bendir á, hvort nota megi hluta þess efnis sem til fellur við niðurrifið í fyllingu við höfnina ef af þeim framkvæmdum verður sem Ísfélagið hefur farið fram á.
Óskað er eftir skriflegu svari við þessum spurningum.

Samþykkt samhljóða.

3. Bréf til Langanesbyggðar vegna fráveitu – nóvember 2023 ásamt bókun hafnarnefndar um sama lið frá 30.01.2024
Ísfélagið fer fram á í bréfinu að „fráveita sveitarfélagsins verði efld svo hún geti annað brýnni þörf félagsins, en fráveitumál frá frystihúsi og bræðslu haf verið lengi í nokkrum ólestri“

Bókun um afgreiðslu: Í bókun hafnarnefndar um sama mál er því beint til skipulagsnefndar og sveitarstjórnar hvort og þá hvaða hluti framkvæmda við Suez falli undir 11. gr. reglugerðar um fráveitu sveitarfélaga. Hafnarnefnd óskaði jafnframt eftir áliti lögmanns Samorku um hugsanlega kostnaðarskiptingu við verkið. Skipulagsnefnd tekur undir bókun hafnarnefndar og þegar hefur verið sent erindi til Samorku til að fá úr því skorið hvaða hluti framkvæmda falli undir reglugerðina. Á fjárhagsáætlun eru áætlaðar 60 milljónir til framkvæmda við Suez og úthlaup við Suðurgarð.

Samþykkt samhljóða.

4. Tillaga að skipulagi geymslusvæðis fyrir gáma við Háholt frá 24.01.2024
Lögð fram tillaga að skipulagi geymslusvæðis fyrir gáma og annað á skipulögðu geymslusvæði við Háholt.

Bókun um afgreiðslu: Umhverfisfulltrúi kemur til starfa 1. mars. Umhverfisfulltrúa verður falið að hafa samráð við skipulagsfulltrúa, sveitarstjóra og umhverfisnefnd um endanlegt skipulag svæðisins og leggja það fyrir nefndina. Að því loknu verður því fylgt eftir og hrint í framkvæmd. Það er vilji nefndarinnar að svæðið verði eingöngu fyrir gáma sem gámavöllur. / geymsla fyrir gáma.

Samþykkt samhljóða.

5. Drög að samningi við ON um um uppsetningu og rekstur hraðhleðslustöðva á Þórshöfn og Bakkafirði.
Lagður fram samningur við ON um rafhleðsluvæðingu á Þórshöfn og Bakkafirði. Hlutverk sveitarfélagsins í samningnum er að taka frá bílastæði fyrir rafbílahleðslur en í því felst að láta gera bílastæði eins og fjallað hefur verið um áður í nefndinni, norðan Kjörbúðarinnar við Langanesveg.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir samninginn fyrir sitt leiti og vísar honum til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

6. Lóðablað vegna Hálsvegar 10
Eigandi Hálsvegar 10 fór fram á stækkun lóðar. Í ljós koma að aðeins þurfti að leiðrétta nokkra punkta til að blaðið passaði betur við gildandi deiliskipulag.

Bókun um afgreiðslu: Skipulagsnefnd samþykkir lóðablaðið og felur sveitarstjóra að undirrita það og senda byggingafulltrúa til skráningar.

Samþykkt samhljóða,

7. Lóðablað vegna Hafnargötu 2b á Bakkafirði
Skipulagsfulltrúi hefur sent endanlega tillögu að lóðablaði fyrir Hafnargötu 2b sem eigandi sættir sig við.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir lóðablaðið og felur sveitarstjóra að undirrita það og senda byggingafulltrúa til skráningar.

Samþykkt samhljóða.

8. Eyrarvegur 12 – umsókn um byggingaleyfi, breyting á fiskvinnslu
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á fiskvinnslu að Eyrarvegi 12. Lagðar fram teikningar af breytingum.

Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytingarnar og vísar málinu til byggingafulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

9. Langanesvegur 1 – umsókn um byggingaleyfi, breyting á notkun
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á húsinu að Langanesvegi 1. Breytingin felur í sér að 1. hæð verði breytt úr skrifstofum í íbúðarherbergi.

Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytingarnar og vísar málinu til byggingafulltrúa. Nefndin bendir á að með breytingunni er allt húsið orðið að íbúðarhúsnæði / verbúð í útleigu.

Samþykkt samhljóða.

10. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lítilli landfyllingu samkvæmt meðfylgjandi umsókn.
Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir lítilli landfyllingu með því að varpa náttúrulega óvirku efni í sjó vegna opinnar landfyllingar/nýmyndunar lands og fargi Eyrarvegi 3 og 12 samkvæmt meðfylgjandi verklýsingu.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin tekur jákvætt í erindið, en getur ekki veitt framkvæmdaleyfi fyrr en fyrir liggja upplýsingar um ýmis atriði s.s. heimtaug, skolp og vatnslagnir, förgun á efnum (sbr. lið 2), efnistöku úr höfninni o.fl. Málinu frestað þar til frekari upplýsingar liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.

11. Önnur mál  
     a) Nefndin mun halda vinnufund fljótlega um stöðu skipulaga í sveitarfélaginu. Suðurbær, Hafnarsvæði á Þórshöfn og Bakkafirði ásamt                                Miðbæjarskipulagi.
     b) Staða nýs aðalskipulags fyrir sveitarfélagið.
     c) Nefndin leggur til að sem fyrst verði haldinn kynningarfundur fyrir íbúa um hugmyndir um nýtt deiliskipulag hafnarinnar.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 15:25

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?