Fara í efni

21. fundur skipulags- og umhverfisnefndar

23.06.2020 16:00

21. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn þriðjudaginn 23. júní 2020. Fundur var settur kl. 16:00.
Mættir voru: Jósteinn Hermundsson,  Hallsteinn Stefánsson Almar Marinósson og Jónas Egilsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Karl Ásberg Steinsson, Kristján Úlfarsson og Aðalbjörn Arnarson tilkynntu forföll.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hann spurði hvort athugasemd væri gerð væri við fundarboð og viðbótarlið við dagskrá. Svo var ekki og var gengið til dagskrár.

Fundargerð

1.            Hafnartangi á Bakkafirði – áningarstaður við ysta haf

Lagt fram: i) Skipulagslýsing fyrir Hafnartanga Bakkafirði, dags. 16. júní 2020. Þar er m.a. gerð grein fyrir viðfangsefni og forsendum. ii) Hafnartangi á Bakkafirði – áningarstaður við ysta haf, dags. 12. júní 2020, iii) fundargerð verkefnisstjórar verkefnisins Tanginn, dags. 16. júní 2020, iv) erindi frá Lúðvík Kristinssyni, vegna deiliskipulags vegna braggans á Bakkafirði, dags. 20. júní 2020.

Bókun um afgreiðslu: Umhverfis- og skipulagsnefnd felur sveitarstjóra að kynna lýsinguna íbúum og senda hana umsagnaraðilum í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nefndin samþykkir einnig að hafnar verði framkvæmdir á svæðinu við jarðvegsskipti og mótun göngustíga, en samkvæmt skilyrðum sem fylgja fjárveitingu ríkisins til verkefnisins verða framkvæmdir að hefjast fyrir 1. september nk. og vera lokið 1. apríl 2021.

Samþykkt samhljóða.

2.            Erindi frá Skógræktarfélagi, dags. 26. maí 2020  – umsókn um landsvæði til skógræktar

Lagt fram erindi frá Skógræktarfélagi Þórshafnar, dags. 26. maí 2020. Farið er fram á skógræktarsvæði í bæjarlandi Þórshafnar til skógræktar, skv. meðfylgjandi uppdrætti.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin vísar til bókunnar á 15. fundi nefndarinnar frá 18. febrúar sl., um sama mál, en þar er vísað til svæðis B á uppdrætti sem lagður var þá fram. Nefndin leggur til að þinglýsingu frá 29. ágúst 2001 um skógrækt við Skógræktarfélag N-Þingeyjarsýslu verði aflétt og að nýr samningur gerður um skógrækt á svæði B gerður við Skógræktarfélag Þórshafnar og honum þinglýst. Nefndin felur sveitarstjóra enn fremur að ræða við stjórnir beggja félaganna.

Samþykkt samhljóða.

3.            Úrgangsmál – staða, áfangaskýrsla Stefáns Gíslasonar

Lögð fram skýrsla frá Stefáni Gíslasyni hjá Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. (Environice), dags. í júní 2020, um mögulegar lausnir í úrgangsmálum Langanesbyggðar. Um er að ræða fyrri áfangaskýrslu um stöðu mála hjá sveitarfélaginu.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir að fela sveitarstjóra nánari skoðun á úrlausnum og m.a. leita til nærliggjandi sveitarfélaga um sameiginlegar lausnir. Enn fremur að leitað verði til ríkisvaldsins um samstarf við úrlausnir þar sem um er ræða stórt landsvæði og tiltölulega strjálbýlt.

Samþykkt samhljóða.

4.            Önnur mál

i) Erindi frá Lyngholti ehf., með beiðni um stöðuleyfi fyrir gám við Enn 1 Skálann á Þórshöfn, dags. 23. júní. Teikning fylgir með.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir stöðuleyfi fyrir umbeðinn gám til eins árs. Nefndin samþykkir einnig að óska umsagnar byggingarfulltrúa á fyrirhugaðri framkvæmd og lýsingu á framlagðri beiðni um stöðuleyfi.

 Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:15.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?