Fara í efni

20. fundur skipulags- og umhverfisnefndar

21.11.2023 14:00

Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd

 

20. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, þriðjudaginn 21. nóvember 2023. Fundur var settur kl. 14:00

Mættir voru: Hildur Stefánsdóttir formaður, Þorsteinn Ægir Egilsson, Þorri Friðriksson, Sigtryggur Brynjar Þorláksson, Ina Leverkönen, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri ritaði fundargerð.

Formaður óskaði eftir afbrigðum frá fundarboði til að taka á dagskrá liði 01.1 og 01.2 af nýju skipulagi Suðurbæjar sem bárust eftir að fundarboð var sent úr á föstudagskvöld 17. nóvember og voru þá send fundarmönnum.

Samþykkt samhljóða.

Formaður spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð – svo var ekki og fundur því settur.

Fundargerð

1.  Skipulag Suðurbæjar – reiðstígar
Uppdráttur frá TsNl af reiðstígum vegna skipulags Suðurbæjar. Tillagan er byggð á núverandi notkun og markmiðum úr aðalskipulagi Langanesbyggðar. Spurning hvort bera eigi þetta mál undir hestamenn í Langanesbyggð þar sem hann þverar vegstæði.

     01.1 Skipulagsuppdráttur Suðurbæjar – eldri hugmynd
     01.2 Skipulagsuppdráttur Suðurbæjar – ný tillaga sem gerð er eftir athugasemdir Vegagerðarinnar.

01.1 Bókun um afgreiðslu: Nefndin vill leita álits hestamannafélagsins Snæfaxa á staðsetningu reiðstígs og sérstaklega þar sem hann þverar fyrirhugað vegstæði.

Samþykkt samhljóða.

01.2 Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur til að sveitarstjóri hafi sambandi við Arnar og greini frá umræðum á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

2. Skipulagslýsing Bakkafjarðarhafnar
Efla hefur unnið að gerð skipulagslýsingar fyrir höfnina á Bakkafirði og í framhaldi verður gert deiliskipulag sem ætlunin er að verði lokið vorið 2024. Lýsingin samþykkt í hafnarnefnd 15.11.2023

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir skipulagslýsinguna og að haldið verði áfram með verkið og gert deiliskipulag fyrir höfnina.

Samþykkt samhljóða.

3. Öldumælingar Vegagerðarinnar á höfninni á Þórshöfn.
Vegagerðin hefur unnið að gerð líkans byggt á öldumælingum í og við höfnina á Þórshöfn. Kynningarfundur var haldinn með Vg á Þórshöfn þar sem starfsfólk Vg útskýrði niðurstöður mælinga.

Lagt fram til kynningar.

4. Umsókn um geymslu á gámi frá Kristni V. Jónssyni.
Kristinn V. Jónsson Hafnargötu 5 á Bakkafirði sækir um leyfi fyrir geymslu á 20“ gámi á lóð sinni samkvæmt meðfylgjandi teikningu.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin hafnar erindinu með þeim rökum að gámurinn myndar blindhorn í beygju á mótum Hafnargötu og Skólagötu. Lagt er til að umsækjandi skoði aðra staðsetningu á lóð.

Samþykkt samhljóða.

5. Drög að þjónustustefnu Langanesbyggðar – lögð fyrir allar nefndir að beiðni byggðaráðs.
Innviðaráðuneytið hefur í samræmi við breytingar á sveitarstjórnarlögum birt leiðbeiningar um „Stefnu um þjónustustig í byggðum og byggðalögum sveitarfélags“. Hér er lögð fram tillaga að þjónustustefnu Langanesbyggðar sem gerð er samkvæmt leiðbeiningum Byggðastofnunar.

Lagt fram til kynningar.

6. Leitað álits (umsókn) um byggingaleyfi á húsi á lóðinni Háholt 2.
Send er teikning af hugsanlegu húsi á lóð við Háholt 2 frá Alberti Sigurðssyni í tölvupósti ásamt ósk um byggingaleyfi. „Góðan dag. Ég undirritaður óska eftir byggingarleyfi samkvæmt meðfylgjandi teikningum á lóð minni við Háholt 2.
Albert Jón Hólm Sigurðsson.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkti á síðasta fundi sínum umsókn um geymslu tveggja 40 feta gáma á lóð við Háholt 2. Hér er sótt um leyfi fyrir varanlegri byggingu í tengslum við þá gáma sem fyrir eru. Til að taka fyrir afgreiðslu umsóknar um byggingaleyfi þurfa nánari upplýsingar að liggja fyrir skv. byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Samþykkt samhljóða.

7. Önnur mál.
Aðalskipulag Langanesbyggðar.

Bókun: Nefndin fer fram á að í fjárhagsáætlun næsta árs sé gert ráð fyrir að byrja vinnu við nýtt aðalskipulag.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 15:47

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?