Fara í efni

19. fundur skipulags- og umhverfisnefndar

24.10.2023 14:00

Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd

19. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, þriðjudaginn 24. október 2023. Fundur var settur kl. 14:00

Mættir voru: Þórir Jónsson sem stýrði fundi (með lengsta starfsaldur), Sigtryggur Brynjar Þorláksson, Þorri Friðriksson og Björn S. Lárusson sveitarstjóri ritaði fundargerð

Fundarstjóri spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð – svo var ekki og fundur því settur.

Fundargerð:

1. Hafnargata 1 – Endurnýjuð umsókn Mílu um að reisa hús og mastur á lóð sem félaginu var úthlutað á síðasta fundi.

Míla hefur farið fram á að byggja hús og mastur á lóð við Hafnargötu 1. Um er að ræða 9m2 hús og 16m mastur. Fyrir liggur lóðarblað frá Teiknistofu Norðurlands sem samþykkt var á síðasta fundi. Í fyrri umsókn gleymdist að á lóðinni verður mastur sem nú er gert ráð fyrir í umsókn. Byggingafulltrúi leggur það í hendur nefndarinnar hvor að auglýsa þurfi mastrið í grenndarkynningu. Skipulagsfulltrúi telur að ekki þurfi grenndarkynningu þar sem áður hafi staðið mastur á svæðinu.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir byggingu húss og masturs á lóðinni samkvæmt teikningum og felur sveitarstjóra að kynna byggingafulltrúa niðurstöðuna.

Samþykkt samhljóða.

2. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 23.09.2023 ásamt fylgigögnum.
Fundargerðin og fylgigögnin varðandi kostnað lögð fram til kynningar.

3. Drög að rekstraráætlun Almannavarnarnefndar í umdæmi lögreglustjórans á NE fyrir árið 2024.
Áætlunin lögð fram til kynningar

4. Breyting á deiliskipulagi Langanesvegar 17 – 19 samkvæmt umsögnum, sérstaklega Vegagerðarinnar og viðbrögð við umsögnum.
Vegagerðin hefur gert athugasemdir við skipulag á lóðum við Langanesveg 17 – 19. Skipulagsfulltrúi hefur breytt skipulagi í samræmi við athugasemdir VG og lagt fram tillögu að nýju skipulagi og tillögu að bókun.

Bókun um afgreiðslu: Tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðarbyggðar og miðsvæðis vestan Langanesvegar, vegna Langanesvegar 17-19 var auglýst frá 23. ágúst með athugasemdafresti til 5. október 2023 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umsagnir bárust frá Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. Úrdráttur úr innsendum athugasemdum og svör skipulagsnefndar/sveitarstjórnar eru í meðfylgjandi skjali merktu ,,Deiliskipulagsbreyting, Langanesvegur 17-19“
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að gera skuli óverulega breytingu á tillögunni til samræmis við svör við inn komnum umsögnum. Í framhaldi skal lagfærð tillaga tekin til endanlegrar afgreiðslu sveitarstjórnar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

5. Nýtt lóðarblað vegna Fjarðarvegar 27. Farið var fram á af eiganda að lóðin verði stækkuð, afmörkuð og hnituð upp á nýtt.
Lóðahafi hefur í hyggju að stækka bílskúr til suðurs. Þar sem eldra lóðarblað leyfir það ekki fer eigandi fram á að lóðin verði stækkuð til suðurs, afmörkuð og hnituð samkvæmt meðfylgjandi nýju lóðablaði.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir fyrir sitt leiti stækkun lóðarinnar samkvæmt meðfylgjandi nýju lóðarblaði og felur sveitarstjóra að gera nýjan lóðaleigusamning samkvæmt því.

Samþykkt samhljóða

6. Langanesvegur 26. Lóðahafi fer fram á stækkun lóðarinnar samkvæmt meðfylgjandi lóðablaði um 4 metra til norðurs.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir fyrir sitt leiti stækkun lóðarinnar samkvæmt meðfylgjandi nýju lóðarblaði og felur sveitarstjóra að gera nýjan lóðaleigusamning samkvæmt því.

Samþykkt samhljóða.

7. Háholt 2 – umsókn frá Alberti Jóni Hólm Sigurðssyni um geymslu á 2 gámum á lóðinni við Háholt 2
Um er að ræða 2 stk. 40 feta gáma sem settir eru niður á steyptum súlum

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir leyfi til handa umsækjanda til eins árs til að geyma 2 stk. 40“ gáma á lóðinni.

Samþykkt samhljóða.

8. Umsókn frá Óla Ægi Þorsteinssyni um geymslu á bát utan skilgreinds geymslusvæðis á lóð umsækjanda við Fjarðarveg 17.
Um er að ræða bátinn Loka ÞH 52.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir leyfi til handa umsækjanda til eins árs að geyma bátinn Loka ÞH 52 á lóð sinni við Fjarðarveg 17.

Samþykkt samhljóða.

9. Umfjöllun um geymslusvæði utan skipulagðra svæða.
Óskað hefur verið eftir frekari umræðu um skipulag mála er varða geymslu á geymslusvæðum utan skipulagðra svæða og geymslu á skilgreindu geymslusvæði. Um er að ræða framhald umræðu frá 14 fundi nefndarinnar 2. maí s.l. 5. lið.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin felur sveitarstjóra og Þjónustumiðstöð að uppfæra sem fyrst skrá um þá hluti sem eru í geymdir utan sérstakra geymslusvæða samkvæmt 1. gr. gjaldskrár og reglna um „Umsýslugjald vegna hluta sem standa utan sérstakra geymslusvæða“

Samþykkt samhljóða.

10. Önnur mál

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu lóðamála varðandi Langanesveg 25.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 14:40

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?