Fara í efni

18. fundur skipulags- og umhverfisnefndar

26.09.2023 14:00

Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd

18. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, þriðjudaginn 26. september 2023. Fundur var settur kl. 14:00
Mættir voru: Hildur Stefánsdóttir formaður, Þorsteinn Ægir Egilsson varaformaður, Sigtryggur Brynjar Þorláksson, Ina Leverköhne, Þorri Friðriksson, Björn S. Lárusson og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð

Varaformaður stýrði fundi og bauð fundarmenn velkomna og spurði var hvort gerðar væru athugasemdir við fundarboð. Svo var ekki.

Fundargerð:

 

1. Hafnargata 1 – lóðarblað að beiðni Mílu.
Míla hefur farið fram á afmarkaða lóð við Hafnargötu 1 vegna tækjahúss. Fyrir liggur lóðarblað frá Teiknistofu Norðurlands.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir lóðarblaðið og felur sveitarstjóra að gera lóðasamning við Mílu og fela skipulagsfulltrúa að auglýsa breytinguna.

Samþykkt samhljóða.

2. Hugsanlegt sér deiliskipulag fyrir lóð undir hótel / smáhýsi.
Karen Konráðsdóttir hefur sett fram fyrirspurn um að fá reit sem merktur er á skipulagi Suðurbæjar sem lóð fyrir hótel / smáhýsi.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin felur sveitarstjóra að ræða við Karen og bjóða henni á næsta fund.

Samþykkt samhljóða.

3. Bréf Skógræktarfélags Íslands um skógræktarsvæði og græn svæði innan byggðar.
Bréf formanns Skógræktarfélags Íslands um græn svæði innan byggðar ásamt greinargerð

Lagt fram til kynningar.

4. Neyðarskýli við Skoruvík. 
Björgunvarsveitin Hafliði hefur farið fram á það við sveitarfélagið að björgunarskýli sem verið hefur á Skálum verði flutt í Skoruvík og afmarkaður reitur fyrir það.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin tekur jákvætt í erindið og björgunarsveitin mun skila nákvæmum hnitum að staðsetningu.

Samþykkt samhljóða.

5. Önnur mál
Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála vegna Miðholts og byggingu raðhúss.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 14:40

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?